Ögurstund í lífskjörum Drífa Snædal skrifar 22. október 2021 13:00 Núna er tímapunkturinn þar sem afdrifaríkustu ákvarðanirnar eru teknar í kjölfar Covid-kreppunnar. Við sáum það í nýafstaðinni kosningabaráttu að sumir frambjóðendur lögðu áherslu á „að loka gatinu“, þ.e. að greiða hratt upp skuldir ríkisins. Aðrir vildu sýna þrautseigju og setja í forgang að vernda sameiginlegar eignir og velferðarkerfið. ASÍ varaði við því strax í upphafi fársins að þessi staða myndi koma upp og við þyrftum að sammælast um að vaxa út úr kreppunni í stað þess að auka álögur eða selja ríkiseigur. Sú áhersla sem verkalýðshreyfingin lagði á að vernda kaupmátt almennings í gegnum kreppuna hefur enda skilað sér með þeim hætti að samdrátturinn beit almenning minna en ella. Sú staðreynd varð svo aftur til þess að halda atvinnulífinu gangandi. Nú eru blikur á lofti: Hrávöruverð í heiminum fer hækkandi og dregið hefur úr framleiðslu ýmissa vara vegna sóttvarnaraðgerða. Við erum því stödd á ögurstundu. Vöruverð, verðbólga og vaxtahækkanir geta haft afdrifaríkar afleiðingar á kjör almennings og gert það að verkum að launahækkanir framundan haldi ekki í við kaupmátt. Við það verður ekki unað og spjótin standa nú á stjórnvöldum að draga úr áhrifum á almenning. Í fyrsta lagi þá er óljóst hvaða áhrif vaxtahækkanir hafa í þessu árferði og eðlilega er uppi krafa um að halda vöxtum lágum. Í öðru lagi þá þurfa stjórnvöld að draga úr álögum á innfluttum nauðsynjavörum til að stemma stigu við verðbólgu og dýrtíð. Í þriðja lagi þá er það svo að þær hrávörur sem framleiddar eru hér á landi, fiskurinn og álið, hækka líka í verði. Við erum því enn og aftur í þeirri stöðu að krefjast þess að verðmætin sem skapast í framleiðslunni verði til hagsbóta fyrir samfélagið allt í gegnum sanngjarna skatta og auðlindagjöld. Um þetta hljóta stjórnarmyndunarviðræðurnar að fjalla um þessar mundir, enda um undirstöðu lífskjara næstu missera að ræða. Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Kjaramál Mest lesið Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Núna er tímapunkturinn þar sem afdrifaríkustu ákvarðanirnar eru teknar í kjölfar Covid-kreppunnar. Við sáum það í nýafstaðinni kosningabaráttu að sumir frambjóðendur lögðu áherslu á „að loka gatinu“, þ.e. að greiða hratt upp skuldir ríkisins. Aðrir vildu sýna þrautseigju og setja í forgang að vernda sameiginlegar eignir og velferðarkerfið. ASÍ varaði við því strax í upphafi fársins að þessi staða myndi koma upp og við þyrftum að sammælast um að vaxa út úr kreppunni í stað þess að auka álögur eða selja ríkiseigur. Sú áhersla sem verkalýðshreyfingin lagði á að vernda kaupmátt almennings í gegnum kreppuna hefur enda skilað sér með þeim hætti að samdrátturinn beit almenning minna en ella. Sú staðreynd varð svo aftur til þess að halda atvinnulífinu gangandi. Nú eru blikur á lofti: Hrávöruverð í heiminum fer hækkandi og dregið hefur úr framleiðslu ýmissa vara vegna sóttvarnaraðgerða. Við erum því stödd á ögurstundu. Vöruverð, verðbólga og vaxtahækkanir geta haft afdrifaríkar afleiðingar á kjör almennings og gert það að verkum að launahækkanir framundan haldi ekki í við kaupmátt. Við það verður ekki unað og spjótin standa nú á stjórnvöldum að draga úr áhrifum á almenning. Í fyrsta lagi þá er óljóst hvaða áhrif vaxtahækkanir hafa í þessu árferði og eðlilega er uppi krafa um að halda vöxtum lágum. Í öðru lagi þá þurfa stjórnvöld að draga úr álögum á innfluttum nauðsynjavörum til að stemma stigu við verðbólgu og dýrtíð. Í þriðja lagi þá er það svo að þær hrávörur sem framleiddar eru hér á landi, fiskurinn og álið, hækka líka í verði. Við erum því enn og aftur í þeirri stöðu að krefjast þess að verðmætin sem skapast í framleiðslunni verði til hagsbóta fyrir samfélagið allt í gegnum sanngjarna skatta og auðlindagjöld. Um þetta hljóta stjórnarmyndunarviðræðurnar að fjalla um þessar mundir, enda um undirstöðu lífskjara næstu missera að ræða. Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ.
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun