Breytingar í samræmi við lög og breytt samfélag Þórhildur Ólöf Helgadóttir skrifar 23. október 2021 08:00 Íslandspóstur hefur náð góðum árangri í rekstri fyrirtækisins þrátt fyrir fjölbreyttar áskoranir undanfarin ár. Pósturinn hefur meðal annars þurft að takasta á við samfélagslegar breytingar á borð við samdrátt bréfasendinga og öra fjölgun pakkasendinga. Fjölgun pakkasendinga, sem m.a. má rekja til aukinnar netverslunar, hefur veitt Íslandspósti tækifæri til að stíga hraðar inn á markaðinn með tæknivæðingu og þéttingu afgreiðslustaða. Þannig höfum við sett upp fleiri póstbox og pakkaport, sem bætir afgreiðslunet fyrirtækisins um allt land til muna, neytendum og netverslunum til hagsbóta. Nýting póstboxanna kemur til með að aukast enn frekar þegar bæði verður hægt að taka á móti og senda pakka í gegnum þau. Með því verður stigið nýtt skref í póstþjónustu á Íslandi. Breytingar á lögum kalla á verðbreytingar Ein af þeim áskorunum sem við hjá Íslandspósti höfum þurft að fást við er gagnrýni vegna breytinga á verðskrám, breytinga sem fyrirtækið hefur vel að merkja ekki fullt forræði á, heldur sem leiðir af fyrirmælum Alþingis. Í ársbyrjun 2020 tóku gildi lög sem kváðu á um að sama verðskrá skyldi vera fyrir póstsendingar, óháð því hvar á landinu sendandi og móttakandi væru staddir. Markmið laganna var að kostnaður neytenda við pakkasendingar yrði sá sami, óháð búsetu. Útfærsla þessa markmiðs fól í sér greiðsluþátttöku ríkissjóðs í sendingarkostnaði á strjálbýlli svæðum. Greiðsluþátttaka ríkissjóðs mætti mikilli gagnrýni, m.a. af hálfu Íslandspósts. Alþingi brást við gagnrýninni og vatt kvæði sínu í kross með lagabreytingum sem tóku gildi í sumar. Í þeim var kveðið um að frá og með 1. nóvember 2021 yrði Póstinum einungis heimilt að bjóða sömu verðskrá um allt land fyrir bréf undir 51 g. Þessi lagabreyting hefur í för að Íslandspóstur er knúinn til að setja nýja verðskrá fyrir pakkasendingar í samræmi við raunkostnað þeirra. Um næstu mánaðamót mun sendingarkostnaður því sums staðar lækka en víðast hvar á landsbyggðinni hækka. Stjórnendur Íslandspósts geta ekki lagt mat á markmið Alþingis við gerð verðskrár fyrirtækisins. Verkefni okkar ráðast af þeim lagaramma sem fyrirtækið starfar og því að rekstur fyrirtæksins sé sjálfbær og í takti við þarfir viðskiptavina. Verðbreytingarnar taka mið af þessum þáttum. Samdráttur í bréfasendingum hefur áhrif á fjölpóst Íslandspóstur hefur undanfarin ár ekki aðeins þurft að bregðast við breytingum löggjafans heldur einnig unnið að lausnum þegar kemur að breyttri hegðun og þörfum neytenda. Á sama tíma og pakkasendingum hefur fjölgað hefur dregið mjög úr bréfasendingum. Fækkun þeirra hefur áhrif á aðra þætti rekstursins. Í gegnum tíðina hefur fjölpóstur fengið að fljóta með öðrum bréfasendingum. Viðbótarkostnaður vegna fjölpósts var óverulegur þar sem bréfin báru mestan hluta kostnaðarins. Með fækkun á bréfum hefur Pósturinn nú viðkomu á mun færri stöðum en áður. Fjölpóstur kallar hins vegar á að borið sé út í hverja lúgu og póstkassa og hefur kostnaður við dreifingu hans því vaxið. Ný verðskrá fyrir fjölpóst tekur mið að því. Póstinum hefur með markvissri vinnu á undanförnum misserum tekist að tryggja góðan rekstur samhliða því að halda uppi öflugri þjónustu og rækja skyldur sínar sem alþjónustuveitandi póstþjónustu um land allt. Að því erum við stolt. Höfundur er forstjóri Íslandspósts. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pósturinn Neytendur Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Íslandspóstur hefur náð góðum árangri í rekstri fyrirtækisins þrátt fyrir fjölbreyttar áskoranir undanfarin ár. Pósturinn hefur meðal annars þurft að takasta á við samfélagslegar breytingar á borð við samdrátt bréfasendinga og öra fjölgun pakkasendinga. Fjölgun pakkasendinga, sem m.a. má rekja til aukinnar netverslunar, hefur veitt Íslandspósti tækifæri til að stíga hraðar inn á markaðinn með tæknivæðingu og þéttingu afgreiðslustaða. Þannig höfum við sett upp fleiri póstbox og pakkaport, sem bætir afgreiðslunet fyrirtækisins um allt land til muna, neytendum og netverslunum til hagsbóta. Nýting póstboxanna kemur til með að aukast enn frekar þegar bæði verður hægt að taka á móti og senda pakka í gegnum þau. Með því verður stigið nýtt skref í póstþjónustu á Íslandi. Breytingar á lögum kalla á verðbreytingar Ein af þeim áskorunum sem við hjá Íslandspósti höfum þurft að fást við er gagnrýni vegna breytinga á verðskrám, breytinga sem fyrirtækið hefur vel að merkja ekki fullt forræði á, heldur sem leiðir af fyrirmælum Alþingis. Í ársbyrjun 2020 tóku gildi lög sem kváðu á um að sama verðskrá skyldi vera fyrir póstsendingar, óháð því hvar á landinu sendandi og móttakandi væru staddir. Markmið laganna var að kostnaður neytenda við pakkasendingar yrði sá sami, óháð búsetu. Útfærsla þessa markmiðs fól í sér greiðsluþátttöku ríkissjóðs í sendingarkostnaði á strjálbýlli svæðum. Greiðsluþátttaka ríkissjóðs mætti mikilli gagnrýni, m.a. af hálfu Íslandspósts. Alþingi brást við gagnrýninni og vatt kvæði sínu í kross með lagabreytingum sem tóku gildi í sumar. Í þeim var kveðið um að frá og með 1. nóvember 2021 yrði Póstinum einungis heimilt að bjóða sömu verðskrá um allt land fyrir bréf undir 51 g. Þessi lagabreyting hefur í för að Íslandspóstur er knúinn til að setja nýja verðskrá fyrir pakkasendingar í samræmi við raunkostnað þeirra. Um næstu mánaðamót mun sendingarkostnaður því sums staðar lækka en víðast hvar á landsbyggðinni hækka. Stjórnendur Íslandspósts geta ekki lagt mat á markmið Alþingis við gerð verðskrár fyrirtækisins. Verkefni okkar ráðast af þeim lagaramma sem fyrirtækið starfar og því að rekstur fyrirtæksins sé sjálfbær og í takti við þarfir viðskiptavina. Verðbreytingarnar taka mið af þessum þáttum. Samdráttur í bréfasendingum hefur áhrif á fjölpóst Íslandspóstur hefur undanfarin ár ekki aðeins þurft að bregðast við breytingum löggjafans heldur einnig unnið að lausnum þegar kemur að breyttri hegðun og þörfum neytenda. Á sama tíma og pakkasendingum hefur fjölgað hefur dregið mjög úr bréfasendingum. Fækkun þeirra hefur áhrif á aðra þætti rekstursins. Í gegnum tíðina hefur fjölpóstur fengið að fljóta með öðrum bréfasendingum. Viðbótarkostnaður vegna fjölpósts var óverulegur þar sem bréfin báru mestan hluta kostnaðarins. Með fækkun á bréfum hefur Pósturinn nú viðkomu á mun færri stöðum en áður. Fjölpóstur kallar hins vegar á að borið sé út í hverja lúgu og póstkassa og hefur kostnaður við dreifingu hans því vaxið. Ný verðskrá fyrir fjölpóst tekur mið að því. Póstinum hefur með markvissri vinnu á undanförnum misserum tekist að tryggja góðan rekstur samhliða því að halda uppi öflugri þjónustu og rækja skyldur sínar sem alþjónustuveitandi póstþjónustu um land allt. Að því erum við stolt. Höfundur er forstjóri Íslandspósts.
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun