Heimildarmyndin Kolapse heimsfrumsýnd í RIFF-Heima Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 22. október 2021 17:00 Andri Snær Magnason í Kolapse. Þó að RIFF-hátíðin sé búin að loka dyrum sínum í kvikmyndahúsum er hátíðin enn í gangi á vefnum. Þar má finna íslenska dagskrá til 30. október. „Í þessari viku heimsfrumsýndum við myndina Kolapse sem er alþjóðlegt verkefni sýnt á sama tíma um allan heim og er myndin er aðgengileg öllum frítt. Þess má geta að RIFF er enn í fullum gangi í RIFF-Heima, fram til sunnudags 24. október er enn hægt að sjá myndir úr flokknum Teiknimyndir í RIFF-heima. Í næstu viku taka við myndir úr Ísland í sjónarrönd,“ segir í tilkynningu frá RIFF. „Hægt verður að sjá allt stuttmyndaprógramið og þrjár myndir í fullri lengd. Myndirnar Ekki einleikið eftir Ásthildi Kjartansdóttur, Uglur eftir Teit Magnússon og Hvunndagshetjur eftir Magneu Björk Valdimarsdóttur. Þetta ættu að vera góðar fréttir fyrir marga því uppselt var á þessar myndir á hátíðinni.“ Sýningar á heimildarmyndinni Kolapse standa til 30. september en RIFF var þátttakandi í Kolapse fyrr á árinu með vali á íslenskum myndum sem leggja sitt á vogarskálarnar til umhverfismála. Last And First Men eftir Jóhann Jóhannson heitinn, austurríska myndin Earth eftir Nikolaus Geyrhalter sem var á RIFF í fyrra og TED-spjall Andra Snæs Magnasonar. „Kolapse er rafrænn vettvangur sem ætlað er að stuðla að samtali þjóða um neyðarástand í loftslags- og samfélagsmálum. Listamenn úr ólíkum greinum, aðgerðasinnar og leiðtogar sameina krafta sína, kynna verk sín og taka þátt í umræðum um framtíð Jarðar og þær áskoranir sem næstu áratugir munu hafa í för með sér,“ að því er fram kemur í tilkynningu. „Að Kolapse stendur, auk RIFF, vefurinn Kabinett sem er vettvangur og samfélag listamanna sem hefur það markmið að auka meðvitund, upplifa andartök friðar, hlusta á tónlist, horfa á kvikmyndir og taka skref fram á við í áríðandi baráttu fyrir umhverfinu og þeim félagslegu vandamálum sem eru aðsteðjandi í samtímanum.“ Bíó og sjónvarp RIFF Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið Svona losnar þú við baugana Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Segir gott að elska Ara Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
„Í þessari viku heimsfrumsýndum við myndina Kolapse sem er alþjóðlegt verkefni sýnt á sama tíma um allan heim og er myndin er aðgengileg öllum frítt. Þess má geta að RIFF er enn í fullum gangi í RIFF-Heima, fram til sunnudags 24. október er enn hægt að sjá myndir úr flokknum Teiknimyndir í RIFF-heima. Í næstu viku taka við myndir úr Ísland í sjónarrönd,“ segir í tilkynningu frá RIFF. „Hægt verður að sjá allt stuttmyndaprógramið og þrjár myndir í fullri lengd. Myndirnar Ekki einleikið eftir Ásthildi Kjartansdóttur, Uglur eftir Teit Magnússon og Hvunndagshetjur eftir Magneu Björk Valdimarsdóttur. Þetta ættu að vera góðar fréttir fyrir marga því uppselt var á þessar myndir á hátíðinni.“ Sýningar á heimildarmyndinni Kolapse standa til 30. september en RIFF var þátttakandi í Kolapse fyrr á árinu með vali á íslenskum myndum sem leggja sitt á vogarskálarnar til umhverfismála. Last And First Men eftir Jóhann Jóhannson heitinn, austurríska myndin Earth eftir Nikolaus Geyrhalter sem var á RIFF í fyrra og TED-spjall Andra Snæs Magnasonar. „Kolapse er rafrænn vettvangur sem ætlað er að stuðla að samtali þjóða um neyðarástand í loftslags- og samfélagsmálum. Listamenn úr ólíkum greinum, aðgerðasinnar og leiðtogar sameina krafta sína, kynna verk sín og taka þátt í umræðum um framtíð Jarðar og þær áskoranir sem næstu áratugir munu hafa í för með sér,“ að því er fram kemur í tilkynningu. „Að Kolapse stendur, auk RIFF, vefurinn Kabinett sem er vettvangur og samfélag listamanna sem hefur það markmið að auka meðvitund, upplifa andartök friðar, hlusta á tónlist, horfa á kvikmyndir og taka skref fram á við í áríðandi baráttu fyrir umhverfinu og þeim félagslegu vandamálum sem eru aðsteðjandi í samtímanum.“
Bíó og sjónvarp RIFF Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið Svona losnar þú við baugana Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Segir gott að elska Ara Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein