Vonar að arftakinn beri hag þolenda fyrir brjósti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. október 2021 10:19 Hrönn Stefánsdóttir hefur stýrt gangi mála á Neyðarmóttöku undanfarin fimm ár. Hún flytur sig nú yfir á geðsvið Landspítalans. Vísir/Baldur Hrafnkell Hrönn Stefánsdóttir mun um áramótin láta af störfum sem verkefnastjóri Neyðarmóttöku Landspítalans. Hún færir sig yfir á geðsvið spítalans. Staða verkefnastjóra Neyðarmóttöku verður auglýst á næstunni. Hrönn greinir frá þessu í færslu á Facebook en hún hefur starfað sem verkefnastjóri Neyðarmóttöku frá árinu 2016. Þá tók við starfinu af Eyrúnu Björgu Jónsdóttur. „Þarna fékk ég verkefni sem ég svo sannarlega tók ekki léttvægt. Ég ákvað að fara á stúfana, kynna mér öll kerfi, verkefni, umdæmi, stjórnsýslur sem eru og tengjast (sem tengdust samt ekki) og reyna að tengja þau. Það var með meðvitund minni að tengja þau og ég held að það hafi gengið bara ágætlega,“ segir Hrönn. „Fyrir mér er þetta ekkert svo flókið en það er annarra að dæma um það. Ég horfi á það sem svo að við erum frekar lítið land og við eigum að geta tengt kerfi og unnið saman. Það að það eru alls konar ráðuneyti sem tala ekki alltaf saman, það er að mínu mati fáranlegt.“ Hrönn segist virkilega vona að einhver sæki um starf verkefnastjóra Neyðarmóttöku sem brenni fyrir hag þolenda. „Ég mun gera allt til að kynna starfið fyrir þeim einstaklingi,“ segir Hrönn. Hún skrifaði færsluna á miðnætti í gær að loknum annasömum vinnudegi þar sem hún veitti fjórum fjölmiðlum viðtöl um viðkvæm mál. „Ég kalla ekki allt ömmu mína þegar að kemur að viðtölum um flókin málefni. Byrlanir og mansal eru samt erfiðustu málaflokkarnir að mínu mati og ég vanda sérstaklega mál mitt þegar að kemur að umfjöllun um þau málefni.“ Hún segist þakklát ýmsum fyrir samstarfið og tínir til Landspítalann, Frú Ragnheiði, VORteymi Rvk borgar, Kvennaathvarf, Konukot, Bjarkarhlíð, Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, Stígamót, Rótin, Barnahús og öll þau ráðuneyti sem hún hafi unnið með. „Bara allir sem ég er kannski að gleyma. Takk fyrir traustið, takk fyrir pallformið, takk fyrir allt í þágu þolenda. Takk fyrir að leyfa mér líka að vinna með ykkur.“ Landspítalinn Vistaskipti Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Hrönn greinir frá þessu í færslu á Facebook en hún hefur starfað sem verkefnastjóri Neyðarmóttöku frá árinu 2016. Þá tók við starfinu af Eyrúnu Björgu Jónsdóttur. „Þarna fékk ég verkefni sem ég svo sannarlega tók ekki léttvægt. Ég ákvað að fara á stúfana, kynna mér öll kerfi, verkefni, umdæmi, stjórnsýslur sem eru og tengjast (sem tengdust samt ekki) og reyna að tengja þau. Það var með meðvitund minni að tengja þau og ég held að það hafi gengið bara ágætlega,“ segir Hrönn. „Fyrir mér er þetta ekkert svo flókið en það er annarra að dæma um það. Ég horfi á það sem svo að við erum frekar lítið land og við eigum að geta tengt kerfi og unnið saman. Það að það eru alls konar ráðuneyti sem tala ekki alltaf saman, það er að mínu mati fáranlegt.“ Hrönn segist virkilega vona að einhver sæki um starf verkefnastjóra Neyðarmóttöku sem brenni fyrir hag þolenda. „Ég mun gera allt til að kynna starfið fyrir þeim einstaklingi,“ segir Hrönn. Hún skrifaði færsluna á miðnætti í gær að loknum annasömum vinnudegi þar sem hún veitti fjórum fjölmiðlum viðtöl um viðkvæm mál. „Ég kalla ekki allt ömmu mína þegar að kemur að viðtölum um flókin málefni. Byrlanir og mansal eru samt erfiðustu málaflokkarnir að mínu mati og ég vanda sérstaklega mál mitt þegar að kemur að umfjöllun um þau málefni.“ Hún segist þakklát ýmsum fyrir samstarfið og tínir til Landspítalann, Frú Ragnheiði, VORteymi Rvk borgar, Kvennaathvarf, Konukot, Bjarkarhlíð, Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, Stígamót, Rótin, Barnahús og öll þau ráðuneyti sem hún hafi unnið með. „Bara allir sem ég er kannski að gleyma. Takk fyrir traustið, takk fyrir pallformið, takk fyrir allt í þágu þolenda. Takk fyrir að leyfa mér líka að vinna með ykkur.“
Landspítalinn Vistaskipti Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira