Bjarni segir verðbólguna ekki komna úr böndunum Heimir Már Pétursson skrifar 27. október 2021 12:00 Formenn stjórnarflokkanna eru að móta nýjan stjórnarsáttmála þessa dagana. Í þeim viðræðum er fjárlagafrumvarp næsta árs væntanlega einnig rætt og þar með mögulegar hækkanir á eldsneytisgjöldum. Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra segir verðbólguna ekki farna úr böndunum en hún hélt áfram að aukast í þessum mánuði og mælist nú fjögur komma fimm prósent. Hækkun húsnæðisverðs heldur áfram að drífa verðbólguna áfram en án hennar mælist verðbólgan þrjú prósent á síðustu tólf mánuðum. Seðlabankinn hefur brugðist við vaxandi verðbólgu undanfarna mánuði með því að hækka meginvexti sína í þrígang úr 0,75 prósentum í 1,5 prósent eftir síðustu hækkun. Þetta hefur síðan leitt til þess að viðskiptabankarnir hafa hækkað vexti á óverðtryggðum húsnæðislánum með breytilegum vöxtum þannig að greiðslubyrði meðalláns hefur aukist um tugi þúsunda króna. Án hækkunar húsnæðisverðs er verðbólgan nú þrjú prósent og mun nær tveggja komma fimm prósenta verðbólgumarkmiði Seðlabankans en heildarverðbólgan upp á 4,5 prósent þegar hækkun húsnæðisverðs er tekin með í reikninginn. Þá hefur hækkun á hráefnisverði í útlöndum einnig áhrif en samkvæmt útreikningum Hagstofunnar hækkaði bensínverð um 4,2 prósent frá september til október. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði eftir ríkisstjórnarfund í gær að ekki væri útséð með hvernig verðlag í landinu þróist á næstu misserum. En gjöld ríkisins á eldsneyti eru stór hluti af verðinu og þau gjöld eru gjarnan hækkuð í fjárlögum um hver áramót. Bjarni Benediktssontelur verðbólguna ekki komna úr böndnunum enn þá og þar af leiðandi ekki forsendur fyrir því að stjórnvöld grípi inn í þróunina.Vísir/Vilhelm „Við erum jú vissulega að sjá einhverja hækkun á verðbólgunni. Það verður bara að koma í ljós að hvaða marki er skynsamlegt að stjórnvöld bregðist við því. Eitt af því sem við getum gert er að beita ríkisfjármálum. Mikill slaki í ríkisfjármálunum getur hvatt til verðbólgu. Þannig að það þarf að skoða þetta í stóra samhenginu. Við skulum bara sjá. Verðbólgan er svo sannarlega ekki farin úr böndunum enn þá,“ segir Bjarni. Ríkisstjórnin muni ekki draga úr fyrirhuguðum framkvæmdum og vilji skapa rými fyrir arðbærar fjárfestingar. „En það er erfitt að verjast innfluttri verðbólgu þegar það á í hlut. Það eru dálítið skiptar skoðanir um hvernig spilast muni úr hækkunum og hvernig þær muni síðan smitast inn í verðlag á Íslandi. Það á bara eftir að koma í ljós,“ segir Bjarni. Enn hafi ekkert komið fram sem gefi tilefni til þess að stjórnvöld grípi inn í þróunina. Bæði Seðlabankinn og spádeild Landsbankans gera hins vegar ráð fyrir að hrávöruverðshækkanir í útlöndum séu tímabundnar. Efnahagsmál Verðlag Húsnæðismál Tengdar fréttir Senda Seðlabankanum tóninn og hyggjast sækja hverja einustu krónu Verkalýðshreyfingin mun ekki veita neinn afslátt í komandi kjaraviðræðum og hyggst sækja hverja einustu viðbótarkrónu sem heimilin hafa greitt í kjölfar vaxtahækkana Seðlabankans. 26. október 2021 22:25 Covid kreppunni lokið að mati Landsbankans Covid kreppunni er lokið samkvæmt þjóðhagsspá Landsbankans sem birt var í dag þar sem gert er ráð fyrir miklum hagvexti á þessu ári og því næsta. Ekki sé ástæða til að hafa áhyggjur af húsnæðismarkaðnum þar sem framboð á íbúðum muni aukast á næstu árum. 20. október 2021 19:20 Vildu aftur ganga lengra en seðlabankastjóri Tveir af fimm nefndarmönnum í peningastefnunefnd Seðlabankans vildu hækka stýrivexti meira en gert var við síðustu vaxtákvörðun. Þann 6. október tilkynnti nefndin að vextir yrðu hækkaðir úr 1,25 prósentum í 1,50 prósent. 20. október 2021 17:04 Telja að stýrivextir nái 4,25 prósentum árið 2023 Efnahagsbatinn er hafinn af fullum krafti og horfur eru á kröftugum hagvexti á þessu og næsta ári. Reiknað er með samfelldum hagvexti næstu þrjú árin, 5,5% á næsta ári, 1,7% árið 2023 og 2% árið 2024. Áætlað er að verg landsframleiðsla nái sama stigi og fyrir faraldurinn undir lok næsta árs. 20. október 2021 09:32 Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Einu verslun Þingeyringa lokað Innlent Fleiri fréttir Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Sjá meira
Seðlabankinn hefur brugðist við vaxandi verðbólgu undanfarna mánuði með því að hækka meginvexti sína í þrígang úr 0,75 prósentum í 1,5 prósent eftir síðustu hækkun. Þetta hefur síðan leitt til þess að viðskiptabankarnir hafa hækkað vexti á óverðtryggðum húsnæðislánum með breytilegum vöxtum þannig að greiðslubyrði meðalláns hefur aukist um tugi þúsunda króna. Án hækkunar húsnæðisverðs er verðbólgan nú þrjú prósent og mun nær tveggja komma fimm prósenta verðbólgumarkmiði Seðlabankans en heildarverðbólgan upp á 4,5 prósent þegar hækkun húsnæðisverðs er tekin með í reikninginn. Þá hefur hækkun á hráefnisverði í útlöndum einnig áhrif en samkvæmt útreikningum Hagstofunnar hækkaði bensínverð um 4,2 prósent frá september til október. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði eftir ríkisstjórnarfund í gær að ekki væri útséð með hvernig verðlag í landinu þróist á næstu misserum. En gjöld ríkisins á eldsneyti eru stór hluti af verðinu og þau gjöld eru gjarnan hækkuð í fjárlögum um hver áramót. Bjarni Benediktssontelur verðbólguna ekki komna úr böndnunum enn þá og þar af leiðandi ekki forsendur fyrir því að stjórnvöld grípi inn í þróunina.Vísir/Vilhelm „Við erum jú vissulega að sjá einhverja hækkun á verðbólgunni. Það verður bara að koma í ljós að hvaða marki er skynsamlegt að stjórnvöld bregðist við því. Eitt af því sem við getum gert er að beita ríkisfjármálum. Mikill slaki í ríkisfjármálunum getur hvatt til verðbólgu. Þannig að það þarf að skoða þetta í stóra samhenginu. Við skulum bara sjá. Verðbólgan er svo sannarlega ekki farin úr böndunum enn þá,“ segir Bjarni. Ríkisstjórnin muni ekki draga úr fyrirhuguðum framkvæmdum og vilji skapa rými fyrir arðbærar fjárfestingar. „En það er erfitt að verjast innfluttri verðbólgu þegar það á í hlut. Það eru dálítið skiptar skoðanir um hvernig spilast muni úr hækkunum og hvernig þær muni síðan smitast inn í verðlag á Íslandi. Það á bara eftir að koma í ljós,“ segir Bjarni. Enn hafi ekkert komið fram sem gefi tilefni til þess að stjórnvöld grípi inn í þróunina. Bæði Seðlabankinn og spádeild Landsbankans gera hins vegar ráð fyrir að hrávöruverðshækkanir í útlöndum séu tímabundnar.
Efnahagsmál Verðlag Húsnæðismál Tengdar fréttir Senda Seðlabankanum tóninn og hyggjast sækja hverja einustu krónu Verkalýðshreyfingin mun ekki veita neinn afslátt í komandi kjaraviðræðum og hyggst sækja hverja einustu viðbótarkrónu sem heimilin hafa greitt í kjölfar vaxtahækkana Seðlabankans. 26. október 2021 22:25 Covid kreppunni lokið að mati Landsbankans Covid kreppunni er lokið samkvæmt þjóðhagsspá Landsbankans sem birt var í dag þar sem gert er ráð fyrir miklum hagvexti á þessu ári og því næsta. Ekki sé ástæða til að hafa áhyggjur af húsnæðismarkaðnum þar sem framboð á íbúðum muni aukast á næstu árum. 20. október 2021 19:20 Vildu aftur ganga lengra en seðlabankastjóri Tveir af fimm nefndarmönnum í peningastefnunefnd Seðlabankans vildu hækka stýrivexti meira en gert var við síðustu vaxtákvörðun. Þann 6. október tilkynnti nefndin að vextir yrðu hækkaðir úr 1,25 prósentum í 1,50 prósent. 20. október 2021 17:04 Telja að stýrivextir nái 4,25 prósentum árið 2023 Efnahagsbatinn er hafinn af fullum krafti og horfur eru á kröftugum hagvexti á þessu og næsta ári. Reiknað er með samfelldum hagvexti næstu þrjú árin, 5,5% á næsta ári, 1,7% árið 2023 og 2% árið 2024. Áætlað er að verg landsframleiðsla nái sama stigi og fyrir faraldurinn undir lok næsta árs. 20. október 2021 09:32 Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Einu verslun Þingeyringa lokað Innlent Fleiri fréttir Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Sjá meira
Senda Seðlabankanum tóninn og hyggjast sækja hverja einustu krónu Verkalýðshreyfingin mun ekki veita neinn afslátt í komandi kjaraviðræðum og hyggst sækja hverja einustu viðbótarkrónu sem heimilin hafa greitt í kjölfar vaxtahækkana Seðlabankans. 26. október 2021 22:25
Covid kreppunni lokið að mati Landsbankans Covid kreppunni er lokið samkvæmt þjóðhagsspá Landsbankans sem birt var í dag þar sem gert er ráð fyrir miklum hagvexti á þessu ári og því næsta. Ekki sé ástæða til að hafa áhyggjur af húsnæðismarkaðnum þar sem framboð á íbúðum muni aukast á næstu árum. 20. október 2021 19:20
Vildu aftur ganga lengra en seðlabankastjóri Tveir af fimm nefndarmönnum í peningastefnunefnd Seðlabankans vildu hækka stýrivexti meira en gert var við síðustu vaxtákvörðun. Þann 6. október tilkynnti nefndin að vextir yrðu hækkaðir úr 1,25 prósentum í 1,50 prósent. 20. október 2021 17:04
Telja að stýrivextir nái 4,25 prósentum árið 2023 Efnahagsbatinn er hafinn af fullum krafti og horfur eru á kröftugum hagvexti á þessu og næsta ári. Reiknað er með samfelldum hagvexti næstu þrjú árin, 5,5% á næsta ári, 1,7% árið 2023 og 2% árið 2024. Áætlað er að verg landsframleiðsla nái sama stigi og fyrir faraldurinn undir lok næsta árs. 20. október 2021 09:32
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent