Flugu með lúðrasveit til Íslands en Haukar ætla að vera háværari í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 28. október 2021 12:00 Stuðningsmenn Hauka gætu þurft að hafa sig alla við til að yfirgnæfa gestina frá Tékklandi í kvöld. vísir/vilhelm Haukar vilja allar hendur á dekk í Ólafssal í kvöld þegar liðið freistar þess að vinna sinn fyrsta sigur í riðlakeppni Evrópubikars kvenna í körfubolta. Gestirnir frá Tékklandi mæta með kröftuga stuðningsmannasveit með sér. Þetta segir Bragi Magnússon, formaður körfuknattleiksdeildar Hauka, sem hvetur körfuboltaáhugafólk til að mæta á Ásvelli í kvöld. Haukar mæta þar tékkneska liðinu Brno klukkan 19.30 eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjum sínum í keppninni, gegn frönsku liðunum Tarbes og Villeneuve d‘Ascq. Það er ekki á hverjum degi sem íslensk lið leika í Evrópukeppni í körfubolta en Haukar eru nú með eftir 15 ára hlé og hafa skapað skemmtilega stemningu á heimaleikjum sínum, þar sem klappstýrur hafa meðal annars sýnt listir sínar. Það var góð stemning þegar Haukar mættu franska liðinu Villeneuve D'Ascq fyrr í haust.vísir/vilhelm En betur má ef duga skal í kvöld segir Bragi: „Stemningin hefur verið frábær en við erum að smala núna. Við komumst að því að liðið sem er að heimsækja okkur núna er með 28 manns í fararteymi sínu og þar af er lúðrasveit. Þau eru sem sagt að mæta með lúðrasveit á pallana og við erum ekki að fara að lúffa fyrir þeim. Ég vil helst kalla á alla körfuboltaaðdáendur á landinu til að mæta hingað í Ólafssal því við erum ekki að fara að láta eitthvað erlent lið koma til Íslands og pakka okkur saman á pöllunum. Það kemur ekki til greina.“ Bragi Magnússon, formaður körfuknattleiksdeildar Hauka, og Bjarni Magnússon þjálfari liðsins.vísir/Sigurjón Eins og fram hefur komið frumsýna Haukar nýjan leikmann í kvöld en það er framherjinn Briana Gray. Í innslaginu hér að ofan ræðir Svava Kristín Gretarsdóttir við þjálfarann Bjarna Magnússon um Gray og við Braga um stemninguna á leiknum í kvöld. Leikur Hauka og Brno hefst klukkan 19:30 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4. Haukar Evrópubikarinn í körfubolta kvenna Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Íslenski boltinn Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Körfubolti Dagskráin: Risaleikur í Kópavogi, U21-slagur, Lokasóknin og Big Ben Sport „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Handbolti Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Körfubolti Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Körfubolti Fleiri fréttir Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Sjá meira
Þetta segir Bragi Magnússon, formaður körfuknattleiksdeildar Hauka, sem hvetur körfuboltaáhugafólk til að mæta á Ásvelli í kvöld. Haukar mæta þar tékkneska liðinu Brno klukkan 19.30 eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjum sínum í keppninni, gegn frönsku liðunum Tarbes og Villeneuve d‘Ascq. Það er ekki á hverjum degi sem íslensk lið leika í Evrópukeppni í körfubolta en Haukar eru nú með eftir 15 ára hlé og hafa skapað skemmtilega stemningu á heimaleikjum sínum, þar sem klappstýrur hafa meðal annars sýnt listir sínar. Það var góð stemning þegar Haukar mættu franska liðinu Villeneuve D'Ascq fyrr í haust.vísir/vilhelm En betur má ef duga skal í kvöld segir Bragi: „Stemningin hefur verið frábær en við erum að smala núna. Við komumst að því að liðið sem er að heimsækja okkur núna er með 28 manns í fararteymi sínu og þar af er lúðrasveit. Þau eru sem sagt að mæta með lúðrasveit á pallana og við erum ekki að fara að lúffa fyrir þeim. Ég vil helst kalla á alla körfuboltaaðdáendur á landinu til að mæta hingað í Ólafssal því við erum ekki að fara að láta eitthvað erlent lið koma til Íslands og pakka okkur saman á pöllunum. Það kemur ekki til greina.“ Bragi Magnússon, formaður körfuknattleiksdeildar Hauka, og Bjarni Magnússon þjálfari liðsins.vísir/Sigurjón Eins og fram hefur komið frumsýna Haukar nýjan leikmann í kvöld en það er framherjinn Briana Gray. Í innslaginu hér að ofan ræðir Svava Kristín Gretarsdóttir við þjálfarann Bjarna Magnússon um Gray og við Braga um stemninguna á leiknum í kvöld. Leikur Hauka og Brno hefst klukkan 19:30 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4.
Haukar Evrópubikarinn í körfubolta kvenna Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Íslenski boltinn Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Körfubolti Dagskráin: Risaleikur í Kópavogi, U21-slagur, Lokasóknin og Big Ben Sport „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Handbolti Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Körfubolti Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Körfubolti Fleiri fréttir Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Sjá meira