Fjölga í kynferðisbrotadeild vegna holskeflu mála Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. október 2021 19:01 Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/arnar Málum á borði kynferðisbrotadeildar lögreglu hefur fjölgað um tæpan þriðjung milli ára á höfuðborgarsvæðinu. Mesta fjölgunin er í flokki mála þar sem brotið er gegn börnum, auk þess sem málin eru erfiðari í rannsókn en áður. Bætt verður við mannskap til að anna álaginu. Málin hafa hlaðist upp hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar síðustu mánuði. 240 mál eru nú á borði deildarinnar en hún vill koma fjöldanum niður í ásættanlegt horf, 140 mál. Yfirlögregluþjónn segir mestu fjölgunina hafa orðið í upphafi árs. Fjölgunin yfir þessa fyrstu tíu mánuði ársins hafi haft veruleg áhrif á störf kynferðisbrotadeildar en þar eru yfirleitt starfandi um tólf starfsmenn. Málin verði jafnframt flóknari í rannsókn ár frá ári. „Það eru gögn úr símum tölvum og þess háttar gögn sem lengja rannsóknina að einhverju leyti. Þetta eru myndir, myndskeið, skilaboð og hvernig síminn hefur verið að ferðast, hvar hann hefur tengst,“ segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu á höfuðborgarsvæðinu. Álagið mjög mikið Til að bregðast við vandanum munu þrír starfsmenn innan rannsóknardeildar hefja störf hjá kynferðisbrotadeild 1. nóvember og starfa þar í sex mánuði. „En varðandi akkúrat þessi brot þá er álagið líka á ákærusviðinu, mjög mikið, og hvernig verður brugðist við því verður bara að koma í ljós þannig að ég bara ítreka það, álagið hefur verið mjög mikið og er mjög mikið,“ segir Grímur. Fjölgunin gangi ekki jafnt yfir alla flokka. „Málin sem eru í kynferðisbrotadeildinni eru nauðgunarmál og það eru brot gegn börnum og fólki í viðkvæmri stöðu, svo öll önnur mál. Við skiptum þessu í þrennt og það hefur verið mesta fjölgunin í þeim flokki sem við köllum brot gegn börnum og fólki í viðkvæmri stöðu.“ Inntur eftir því hvort MeToo-bylgjur síðustu ára gæti hafa stuðlað að þessari fjölgun segir Grímur að svo gæti verið. „Umræða um kynferðisbrot held ég að ég geti næstum fullyrt að hafi áhrif á fjölda mála sem koma inn á borð til okkar, já.“ Kynferðisofbeldi Lögreglumál Lögreglan Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Málin hafa hlaðist upp hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar síðustu mánuði. 240 mál eru nú á borði deildarinnar en hún vill koma fjöldanum niður í ásættanlegt horf, 140 mál. Yfirlögregluþjónn segir mestu fjölgunina hafa orðið í upphafi árs. Fjölgunin yfir þessa fyrstu tíu mánuði ársins hafi haft veruleg áhrif á störf kynferðisbrotadeildar en þar eru yfirleitt starfandi um tólf starfsmenn. Málin verði jafnframt flóknari í rannsókn ár frá ári. „Það eru gögn úr símum tölvum og þess háttar gögn sem lengja rannsóknina að einhverju leyti. Þetta eru myndir, myndskeið, skilaboð og hvernig síminn hefur verið að ferðast, hvar hann hefur tengst,“ segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu á höfuðborgarsvæðinu. Álagið mjög mikið Til að bregðast við vandanum munu þrír starfsmenn innan rannsóknardeildar hefja störf hjá kynferðisbrotadeild 1. nóvember og starfa þar í sex mánuði. „En varðandi akkúrat þessi brot þá er álagið líka á ákærusviðinu, mjög mikið, og hvernig verður brugðist við því verður bara að koma í ljós þannig að ég bara ítreka það, álagið hefur verið mjög mikið og er mjög mikið,“ segir Grímur. Fjölgunin gangi ekki jafnt yfir alla flokka. „Málin sem eru í kynferðisbrotadeildinni eru nauðgunarmál og það eru brot gegn börnum og fólki í viðkvæmri stöðu, svo öll önnur mál. Við skiptum þessu í þrennt og það hefur verið mesta fjölgunin í þeim flokki sem við köllum brot gegn börnum og fólki í viðkvæmri stöðu.“ Inntur eftir því hvort MeToo-bylgjur síðustu ára gæti hafa stuðlað að þessari fjölgun segir Grímur að svo gæti verið. „Umræða um kynferðisbrot held ég að ég geti næstum fullyrt að hafi áhrif á fjölda mála sem koma inn á borð til okkar, já.“
Kynferðisofbeldi Lögreglumál Lögreglan Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent