Ræður fólki frá því að kaupa sér flatnefjuð gæludýr Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. október 2021 21:00 Hanna María Arnórsdóttir, dýralæknir á Dýraspítalanum í Garðabæ. Pug-hundar, eins og sá sem sést á myndinni til hægri, glíma sumir við alvarleg heilsufarsvandamál vegna óvarlegrar ræktunar. Vísir/Arnar Örkumlun og styttri lífími er á meðal þess sem getur fylgt flötu trýni, sem ræktað hefur verið upp í ýmsum gæludýrategundum. Dýralæknir ræður fólki frá því að fá sér slík dýr og kallar eftir stefnubreytingu hjá ræktendum. Pug-hundar eins og sá sem fréttamaður heldur á í meðfylgjandi myndskeiði eru ein vinsælasta hundategund á Íslandi. Þeir eru þekktir fyrir afbragðsgott geðslag en geta glímt við alvarlega heilsukvilla. Þar má nefna öndunarerfiðleika, vandræði með húðfellingar, tennur og hitastjórnun. Þetta má helst rekja til þess að trýni hundanna, sem og annarra vinsælla tegunda á borð við boxer, bolabíta og suma persneska ketti, hefur verið ræktað til að vera óeðlilega stutt og klesst. Hanna María Arnórsdóttir dýralæknir hjá Dýralæknaspítalanum í Garðabæ segir þessa ræktunarstefnu stefna velferð dýranna í voða - en tekur þó fram að ræktendur vilji flestir vel. „Sumir þessara hunda fá svokallað hemivertibrae og þeir hljóta örkuml, þeir geta lamast inn á milli, lamast varanlega og þetta eru dýr sem eru eins til fjögurra ára sem er náttúrulega enginn líftími.“ Fimm sentímetra trýni myndi breyta miklu Vandinn liggi í því að dýr með stutt og kubbsleg trýni fái framgang á sýningum - og þannig framgang í ræktun. Hanna bendir á að Evrópusambandið hafi unnið að tillögum, þar sem ekki megi rækta undan dýrum með ýkt útlitseinkenni sem hafi áhrif á heilsu þeirra. „Við hljótum að vilja skoða þetta mjög ígrundað, þannig að við getum öll allavega gengið út frá því að við eigum dýrin okkar í að minnsta kosti átta til tólf ár,“ segir Hanna. „Það myndi breyta miklu fyrir þessi dýr að hafa þó ekki nema fimm til sjö sentímetra trýni, versus jafnvel innfallið trýni sem maður sér í „extreme“ tilfellum.“ Evrópskir dýralæknar lýstu í vikunni yfir áhyggjum af stöðunni og biðluðu til fólks að kaupa ekki flatnefja gæludýr. Hanna tekur heilshugar undir þetta. „Með því að kaupa þau ertu að viðhalda ræktuninni á þeim. Vertu gagnrýninn,“ segir Hanna. Dýraheilbrigði Dýr Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Erlent Fleiri fréttir Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Sjá meira
Pug-hundar eins og sá sem fréttamaður heldur á í meðfylgjandi myndskeiði eru ein vinsælasta hundategund á Íslandi. Þeir eru þekktir fyrir afbragðsgott geðslag en geta glímt við alvarlega heilsukvilla. Þar má nefna öndunarerfiðleika, vandræði með húðfellingar, tennur og hitastjórnun. Þetta má helst rekja til þess að trýni hundanna, sem og annarra vinsælla tegunda á borð við boxer, bolabíta og suma persneska ketti, hefur verið ræktað til að vera óeðlilega stutt og klesst. Hanna María Arnórsdóttir dýralæknir hjá Dýralæknaspítalanum í Garðabæ segir þessa ræktunarstefnu stefna velferð dýranna í voða - en tekur þó fram að ræktendur vilji flestir vel. „Sumir þessara hunda fá svokallað hemivertibrae og þeir hljóta örkuml, þeir geta lamast inn á milli, lamast varanlega og þetta eru dýr sem eru eins til fjögurra ára sem er náttúrulega enginn líftími.“ Fimm sentímetra trýni myndi breyta miklu Vandinn liggi í því að dýr með stutt og kubbsleg trýni fái framgang á sýningum - og þannig framgang í ræktun. Hanna bendir á að Evrópusambandið hafi unnið að tillögum, þar sem ekki megi rækta undan dýrum með ýkt útlitseinkenni sem hafi áhrif á heilsu þeirra. „Við hljótum að vilja skoða þetta mjög ígrundað, þannig að við getum öll allavega gengið út frá því að við eigum dýrin okkar í að minnsta kosti átta til tólf ár,“ segir Hanna. „Það myndi breyta miklu fyrir þessi dýr að hafa þó ekki nema fimm til sjö sentímetra trýni, versus jafnvel innfallið trýni sem maður sér í „extreme“ tilfellum.“ Evrópskir dýralæknar lýstu í vikunni yfir áhyggjum af stöðunni og biðluðu til fólks að kaupa ekki flatnefja gæludýr. Hanna tekur heilshugar undir þetta. „Með því að kaupa þau ertu að viðhalda ræktuninni á þeim. Vertu gagnrýninn,“ segir Hanna.
Dýraheilbrigði Dýr Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Erlent Fleiri fréttir Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Sjá meira