„Kemur ekki inn í svona leik með svona frammistöðu og ætlast til að góðir hlutir gerist“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. október 2021 21:57 Bjarni Magnússon hefði viljað sjá Haukana sína spila miklu betur í fyrri hálfleik gegn Brno. vísir/vilhelm Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, var afar ósáttur með frammistöðu liðsins í fyrri hálfleik gegn Brno í Evrópubikarnum í kvöld. Haukar voru 19-45 undir í hálfleik en náðu sér betur á strik í seinni hálfleiknum sem þeir unnu, 42-35. Á endanum vann Brno nítján stiga sigur, 61-80. „Þetta var sitt hvor leikurinn. Ég var mjög óánægður með frammistöðuna í fyrri hálfleik. Ég var langt frá því að vera sáttur. Við vorum hægar, hálf hræddar og eins og við hefðum enga trú á verkefninu,“ sagði Bjarni við Vísi í leikslok. „Seinni hálfleikurinn var mun betri, áræðnin var meiri og þegar þeir fengum hreyfingu í sóknina gekk þetta ágætlega. En svo datt þetta niður inn á milli og var alltof hægt. Á móti þessum liðum þurfum við að halda uppi meiri hraða og færa boltann milli kanta.“ Bjarni var sérstaklega svekktur með frammistöðuna í fyrri hálfleik miðað við hvernig Haukar spiluðu í þeim seinni. Hann hefði viljað sjá lykilmenn liðsins gera meira. „Þetta var alls ekki það sem við ætluðum að koma með í dag. Ég skil ekki hvar við vorum andlega. Og þessir lykilmenn hjá okkur sem ætla og vilja gera stóra hluta og spila um titla, þú kemur ekki inn í svona leik með svona frammistöðu og ætlast til að góðir hlutir gerist,“ sagði Bjarni. En hvað breyttist til batnaðar hjá Haukum í seinni hálfleik? „Við vorum áræðnari og grimmari í vörninni. Við héldum mönnum fyrir framan okkur sem gekk ekki í fyrri hálfleik. Þær löbbuðu allar framhjá okkur í einn á einn vörninni en hún varð aðeins betri,“ sagði Bjarni. „Svo komu kaflar í sókninni þar sem við færðum boltann betur og þá fengum við betri skot. Heilt yfir hittum við ekki vel en það er eins og það er. En frammistaðan í seinni hálfleik var góð og þess vegna er ennþá meira svekkjandi hvað fyrri hálfleikurinn var dapur.“ Evrópubikarinn í körfubolta kvenna Haukar Tengdar fréttir Umfjöllun: Haukar - Brno 61-80 | Skaðinn skeður í hálfleik Haukar töpuðu fyrir Brno frá Tékklandi, 61-80, í þriðja leik sínum í L-riðli Evrópubikars kvenna í körfubolta í kvöld. Haukar hafa tapað öllum leikjum sínum í riðlinum. 28. október 2021 21:45 Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Sjá meira
Haukar voru 19-45 undir í hálfleik en náðu sér betur á strik í seinni hálfleiknum sem þeir unnu, 42-35. Á endanum vann Brno nítján stiga sigur, 61-80. „Þetta var sitt hvor leikurinn. Ég var mjög óánægður með frammistöðuna í fyrri hálfleik. Ég var langt frá því að vera sáttur. Við vorum hægar, hálf hræddar og eins og við hefðum enga trú á verkefninu,“ sagði Bjarni við Vísi í leikslok. „Seinni hálfleikurinn var mun betri, áræðnin var meiri og þegar þeir fengum hreyfingu í sóknina gekk þetta ágætlega. En svo datt þetta niður inn á milli og var alltof hægt. Á móti þessum liðum þurfum við að halda uppi meiri hraða og færa boltann milli kanta.“ Bjarni var sérstaklega svekktur með frammistöðuna í fyrri hálfleik miðað við hvernig Haukar spiluðu í þeim seinni. Hann hefði viljað sjá lykilmenn liðsins gera meira. „Þetta var alls ekki það sem við ætluðum að koma með í dag. Ég skil ekki hvar við vorum andlega. Og þessir lykilmenn hjá okkur sem ætla og vilja gera stóra hluta og spila um titla, þú kemur ekki inn í svona leik með svona frammistöðu og ætlast til að góðir hlutir gerist,“ sagði Bjarni. En hvað breyttist til batnaðar hjá Haukum í seinni hálfleik? „Við vorum áræðnari og grimmari í vörninni. Við héldum mönnum fyrir framan okkur sem gekk ekki í fyrri hálfleik. Þær löbbuðu allar framhjá okkur í einn á einn vörninni en hún varð aðeins betri,“ sagði Bjarni. „Svo komu kaflar í sókninni þar sem við færðum boltann betur og þá fengum við betri skot. Heilt yfir hittum við ekki vel en það er eins og það er. En frammistaðan í seinni hálfleik var góð og þess vegna er ennþá meira svekkjandi hvað fyrri hálfleikurinn var dapur.“
Evrópubikarinn í körfubolta kvenna Haukar Tengdar fréttir Umfjöllun: Haukar - Brno 61-80 | Skaðinn skeður í hálfleik Haukar töpuðu fyrir Brno frá Tékklandi, 61-80, í þriðja leik sínum í L-riðli Evrópubikars kvenna í körfubolta í kvöld. Haukar hafa tapað öllum leikjum sínum í riðlinum. 28. október 2021 21:45 Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Sjá meira
Umfjöllun: Haukar - Brno 61-80 | Skaðinn skeður í hálfleik Haukar töpuðu fyrir Brno frá Tékklandi, 61-80, í þriðja leik sínum í L-riðli Evrópubikars kvenna í körfubolta í kvöld. Haukar hafa tapað öllum leikjum sínum í riðlinum. 28. október 2021 21:45