Lýsir yfir þungum áhyggjum af stöðu vísindastarfs á Landspítala Atli Ísleifsson skrifar 29. október 2021 07:45 Landspítalinn vermir nú botnsætið meðal norrænu háskólasjúkrahúsanna þegar kemur að tilvitnunum og er kominn langt undir heimsmeðaltal í tilvitnunum. Vísir/Vilhelm Stjórn Læknaráðs Landspítalans hefur lýst yfir þungum áhyggjum af bágri stöðu vísindastarfs á spítalanum, en hann vermir nú botnsætið meðal norrænu háskólasjúkrahúsanna þegar kemur að tilvitnunum og er kominn langt undir heimsmeðaltal. Þetta kemur fram í ályktun Læknaráðs, en þar er tekið fram að í árdaga sameinaðs Landspítala, á árunum 1999 til 2002, hafi Landspítali verið með hæsta tilvitnanastuðul fimm norrænna háskólasjúkrahúsa og langt fyrir ofan heimsmeðaltal skv. skýrslu NordForsk. „Síðan þá hefur hallað verulega undan fæti og vermir Landspítali nú botnsætið meðal norrænu háskólasjúkrahúsanna og er kominn langt undir heimsmeðaltal í tilvitnunum. Því má segja að um algjört hrun sé að ræða og er það gert að sérstöku umtalsefni í skýrslu NordForsk frá 2017.“ Arbær fjárfesting Læknaráð Landspítala segir það þekkt að öflugt vísinda-og nýsköpunarstarf á sviði heilbrigðisvísinda sé ein arðbærasta fjárfesting sem völ sé á. Auk þess laði slík ráðstöfun fjármuna á háskólasjúkrahúsi að hæft starfsfólk og auki gæði þjónustunnar. „Efling vísinda-og nýsköpunarstarfs hefur því sjaldan verið brýnni en nú, þegar alvarlegur og vaxandi mönnunarvandi blasir við innan margra sérgreina Landspítala. Víðast hvar í hinum vestræna heimi nemur kostnaður við vísinda- og nýsköpunarhlutverk háskólasjúkrahúsa 3-12% af rekstrarkostnaði. Á Landspítala er þetta hlutfall áætlað innan við 1%. Læknaráð Landspítala skorar á framkvæmdastjórn spítalans og á stjórnvöld að hefja þegar aðgerðir til að endurreisa vísindastarf innan spítalans. Auka þarf fjárframlög til vísindastarfs á háskólasjúkrahúsinu í takt við það sem gerist í löndunum í kringum okkur og eyrnamerkja þau sérstaklega. Einnig er brýnt að tryggja vægi og aðkomu akademísks starfsfólks að stjórnun spítalans og að efla og formgera tengsl Landspítala og Háskóla Íslands þegar kemur að klínísku vísindastarfi. Innan spítalans starfa fjölmargir öflugir vísindamenn sem þekkja vel til vandans og hvetur Læknaráð framkvæmdastjórn spítalans og stjórnvöld til að nýta reynslu þeirra og þekkingu í að móta þær aðgerðir sem óhjákvæmilega þarf að grípa til,“ segir í ályktun Læknaráðs Landspítala. Ályktunin er send á Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra, Bjarna Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra, Guðlaugu Rakel Guðjónsdóttur, forstjóra Landspítala, og Ólaf Baldursson, framkvæmdastjóra lækninga á Landspítalanum. Landspítalinn Heilbrigðismál Vísindi Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Þetta kemur fram í ályktun Læknaráðs, en þar er tekið fram að í árdaga sameinaðs Landspítala, á árunum 1999 til 2002, hafi Landspítali verið með hæsta tilvitnanastuðul fimm norrænna háskólasjúkrahúsa og langt fyrir ofan heimsmeðaltal skv. skýrslu NordForsk. „Síðan þá hefur hallað verulega undan fæti og vermir Landspítali nú botnsætið meðal norrænu háskólasjúkrahúsanna og er kominn langt undir heimsmeðaltal í tilvitnunum. Því má segja að um algjört hrun sé að ræða og er það gert að sérstöku umtalsefni í skýrslu NordForsk frá 2017.“ Arbær fjárfesting Læknaráð Landspítala segir það þekkt að öflugt vísinda-og nýsköpunarstarf á sviði heilbrigðisvísinda sé ein arðbærasta fjárfesting sem völ sé á. Auk þess laði slík ráðstöfun fjármuna á háskólasjúkrahúsi að hæft starfsfólk og auki gæði þjónustunnar. „Efling vísinda-og nýsköpunarstarfs hefur því sjaldan verið brýnni en nú, þegar alvarlegur og vaxandi mönnunarvandi blasir við innan margra sérgreina Landspítala. Víðast hvar í hinum vestræna heimi nemur kostnaður við vísinda- og nýsköpunarhlutverk háskólasjúkrahúsa 3-12% af rekstrarkostnaði. Á Landspítala er þetta hlutfall áætlað innan við 1%. Læknaráð Landspítala skorar á framkvæmdastjórn spítalans og á stjórnvöld að hefja þegar aðgerðir til að endurreisa vísindastarf innan spítalans. Auka þarf fjárframlög til vísindastarfs á háskólasjúkrahúsinu í takt við það sem gerist í löndunum í kringum okkur og eyrnamerkja þau sérstaklega. Einnig er brýnt að tryggja vægi og aðkomu akademísks starfsfólks að stjórnun spítalans og að efla og formgera tengsl Landspítala og Háskóla Íslands þegar kemur að klínísku vísindastarfi. Innan spítalans starfa fjölmargir öflugir vísindamenn sem þekkja vel til vandans og hvetur Læknaráð framkvæmdastjórn spítalans og stjórnvöld til að nýta reynslu þeirra og þekkingu í að móta þær aðgerðir sem óhjákvæmilega þarf að grípa til,“ segir í ályktun Læknaráðs Landspítala. Ályktunin er send á Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra, Bjarna Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra, Guðlaugu Rakel Guðjónsdóttur, forstjóra Landspítala, og Ólaf Baldursson, framkvæmdastjóra lækninga á Landspítalanum.
Landspítalinn Heilbrigðismál Vísindi Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira