Lýsir yfir þungum áhyggjum af stöðu vísindastarfs á Landspítala Atli Ísleifsson skrifar 29. október 2021 07:45 Landspítalinn vermir nú botnsætið meðal norrænu háskólasjúkrahúsanna þegar kemur að tilvitnunum og er kominn langt undir heimsmeðaltal í tilvitnunum. Vísir/Vilhelm Stjórn Læknaráðs Landspítalans hefur lýst yfir þungum áhyggjum af bágri stöðu vísindastarfs á spítalanum, en hann vermir nú botnsætið meðal norrænu háskólasjúkrahúsanna þegar kemur að tilvitnunum og er kominn langt undir heimsmeðaltal. Þetta kemur fram í ályktun Læknaráðs, en þar er tekið fram að í árdaga sameinaðs Landspítala, á árunum 1999 til 2002, hafi Landspítali verið með hæsta tilvitnanastuðul fimm norrænna háskólasjúkrahúsa og langt fyrir ofan heimsmeðaltal skv. skýrslu NordForsk. „Síðan þá hefur hallað verulega undan fæti og vermir Landspítali nú botnsætið meðal norrænu háskólasjúkrahúsanna og er kominn langt undir heimsmeðaltal í tilvitnunum. Því má segja að um algjört hrun sé að ræða og er það gert að sérstöku umtalsefni í skýrslu NordForsk frá 2017.“ Arbær fjárfesting Læknaráð Landspítala segir það þekkt að öflugt vísinda-og nýsköpunarstarf á sviði heilbrigðisvísinda sé ein arðbærasta fjárfesting sem völ sé á. Auk þess laði slík ráðstöfun fjármuna á háskólasjúkrahúsi að hæft starfsfólk og auki gæði þjónustunnar. „Efling vísinda-og nýsköpunarstarfs hefur því sjaldan verið brýnni en nú, þegar alvarlegur og vaxandi mönnunarvandi blasir við innan margra sérgreina Landspítala. Víðast hvar í hinum vestræna heimi nemur kostnaður við vísinda- og nýsköpunarhlutverk háskólasjúkrahúsa 3-12% af rekstrarkostnaði. Á Landspítala er þetta hlutfall áætlað innan við 1%. Læknaráð Landspítala skorar á framkvæmdastjórn spítalans og á stjórnvöld að hefja þegar aðgerðir til að endurreisa vísindastarf innan spítalans. Auka þarf fjárframlög til vísindastarfs á háskólasjúkrahúsinu í takt við það sem gerist í löndunum í kringum okkur og eyrnamerkja þau sérstaklega. Einnig er brýnt að tryggja vægi og aðkomu akademísks starfsfólks að stjórnun spítalans og að efla og formgera tengsl Landspítala og Háskóla Íslands þegar kemur að klínísku vísindastarfi. Innan spítalans starfa fjölmargir öflugir vísindamenn sem þekkja vel til vandans og hvetur Læknaráð framkvæmdastjórn spítalans og stjórnvöld til að nýta reynslu þeirra og þekkingu í að móta þær aðgerðir sem óhjákvæmilega þarf að grípa til,“ segir í ályktun Læknaráðs Landspítala. Ályktunin er send á Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra, Bjarna Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra, Guðlaugu Rakel Guðjónsdóttur, forstjóra Landspítala, og Ólaf Baldursson, framkvæmdastjóra lækninga á Landspítalanum. Landspítalinn Heilbrigðismál Vísindi Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Þetta kemur fram í ályktun Læknaráðs, en þar er tekið fram að í árdaga sameinaðs Landspítala, á árunum 1999 til 2002, hafi Landspítali verið með hæsta tilvitnanastuðul fimm norrænna háskólasjúkrahúsa og langt fyrir ofan heimsmeðaltal skv. skýrslu NordForsk. „Síðan þá hefur hallað verulega undan fæti og vermir Landspítali nú botnsætið meðal norrænu háskólasjúkrahúsanna og er kominn langt undir heimsmeðaltal í tilvitnunum. Því má segja að um algjört hrun sé að ræða og er það gert að sérstöku umtalsefni í skýrslu NordForsk frá 2017.“ Arbær fjárfesting Læknaráð Landspítala segir það þekkt að öflugt vísinda-og nýsköpunarstarf á sviði heilbrigðisvísinda sé ein arðbærasta fjárfesting sem völ sé á. Auk þess laði slík ráðstöfun fjármuna á háskólasjúkrahúsi að hæft starfsfólk og auki gæði þjónustunnar. „Efling vísinda-og nýsköpunarstarfs hefur því sjaldan verið brýnni en nú, þegar alvarlegur og vaxandi mönnunarvandi blasir við innan margra sérgreina Landspítala. Víðast hvar í hinum vestræna heimi nemur kostnaður við vísinda- og nýsköpunarhlutverk háskólasjúkrahúsa 3-12% af rekstrarkostnaði. Á Landspítala er þetta hlutfall áætlað innan við 1%. Læknaráð Landspítala skorar á framkvæmdastjórn spítalans og á stjórnvöld að hefja þegar aðgerðir til að endurreisa vísindastarf innan spítalans. Auka þarf fjárframlög til vísindastarfs á háskólasjúkrahúsinu í takt við það sem gerist í löndunum í kringum okkur og eyrnamerkja þau sérstaklega. Einnig er brýnt að tryggja vægi og aðkomu akademísks starfsfólks að stjórnun spítalans og að efla og formgera tengsl Landspítala og Háskóla Íslands þegar kemur að klínísku vísindastarfi. Innan spítalans starfa fjölmargir öflugir vísindamenn sem þekkja vel til vandans og hvetur Læknaráð framkvæmdastjórn spítalans og stjórnvöld til að nýta reynslu þeirra og þekkingu í að móta þær aðgerðir sem óhjákvæmilega þarf að grípa til,“ segir í ályktun Læknaráðs Landspítala. Ályktunin er send á Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra, Bjarna Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra, Guðlaugu Rakel Guðjónsdóttur, forstjóra Landspítala, og Ólaf Baldursson, framkvæmdastjóra lækninga á Landspítalanum.
Landspítalinn Heilbrigðismál Vísindi Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira