Farsóttanefnd hefur áhyggjur af fjölda smitaðra Árni Sæberg skrifar 29. október 2021 18:04 Farsóttanefnd Landspítalans hefur áhyggjur af stöðu mála. Vísir/Vilhelm Farsóttanefnd Landspítala hefur áhyggjur af fjölda smita í samfélaginu og þeim fjölda innlagna sem óhjákvæmilega leiðir af því. Því hafa breyttar reglur tekið á Landspítalanum, meðal annars hvað varðar heimsóknir. Í tilkynningu sem farsóttarnefnd birti á vefsíðu Landspítalans segir að heimsóknarreglum hafi verið breytt og að nú megi einungis einn gestur heimsækja hvern sjúkling í að hámarki eina klukkustund á dag. Miðað sé við auglýsta heimsóknartíma en eins og áður sé deildum heimilt að hnika þeim tímasetningum til eftir því sem hentar starfseminni. Auglýstir heimsóknartímar séu hið almenna viðmið. Börnum undir tólf ára aldri sé meinað að heimsækja sjúklinga nema í samráði við forsvarsmenn deilda. Sjúklingar fái ekki leyfi til að fara í veislur Um leyfi sjúklinga gildi sömu reglur og áður. Þau séu heimil þegar tilgangur leyfis er að undirbúa útskrift eða leyfið er mikilvægur hluti af endurhæfingu sjúklings. Miða skuli við að sjúklingur fari heim til sín eða ættingja og hitta fáa. Leyfi séu ekki veitt til þess að sækja veislur eða önnur mannamót. Í tilkynningunni segir að Landspítali verði að gæta ítrustu varúðar við afléttingu aðgerða til að vernda starfsemi sem enginn annar getur sinnt. Nýjar reglur um lengd sóttkvíar og einangrunar gildi um starfsmenn spítalans líkt og um aðra landsmenn. Sé starfsmanni skipað í sóttkví vegna nálægðar við smit í samfélaginu þá fær hann strikamerki fyrir sýnatöku á fimmta degi í stað sjöunda dags áður. Reynist það neikvætt megi hann snúa til vinnu og fylgir þá gildandi sóttvarnaráðstöfunum spítalans í hvívetna. Vinnusóttkví C vegna útsetningar í starfi verður áfram sjö dagar og lýkur með neikvæðu sýni á sjöunda degi. Afléttingar hafi ekki reynst vel Sem áður segir hefur farsóttanefnd áhyggjur af fjölda smita í samfélaginu og þeim fjölda innlagna sem óhjákvæmilega leiðir af því. Í tilkynningu segir að áhrif á starfsemi spítalans séu mikil og að geta til að sinna venjubundnum verkefnum minnkar eftir því sem umfangið vegna faraldursins stækkar. Nefndin ráðleggur starfsfólki Landspítala að að hvika í engu frá persónubundnum sóttvörnum, nota grímur í margmennni, þvo og spritta af kappi og vera stöðugt á verði gagnvart mögulegum einkennum. „Nýlegar afléttingar mildra og skynsamlegra sóttvarnaaðgerða hafa ekki reynst vel, hvorki á Íslandi né annars staðar,“ segir í lok tilkynningar. Landspítalinn Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
Í tilkynningu sem farsóttarnefnd birti á vefsíðu Landspítalans segir að heimsóknarreglum hafi verið breytt og að nú megi einungis einn gestur heimsækja hvern sjúkling í að hámarki eina klukkustund á dag. Miðað sé við auglýsta heimsóknartíma en eins og áður sé deildum heimilt að hnika þeim tímasetningum til eftir því sem hentar starfseminni. Auglýstir heimsóknartímar séu hið almenna viðmið. Börnum undir tólf ára aldri sé meinað að heimsækja sjúklinga nema í samráði við forsvarsmenn deilda. Sjúklingar fái ekki leyfi til að fara í veislur Um leyfi sjúklinga gildi sömu reglur og áður. Þau séu heimil þegar tilgangur leyfis er að undirbúa útskrift eða leyfið er mikilvægur hluti af endurhæfingu sjúklings. Miða skuli við að sjúklingur fari heim til sín eða ættingja og hitta fáa. Leyfi séu ekki veitt til þess að sækja veislur eða önnur mannamót. Í tilkynningunni segir að Landspítali verði að gæta ítrustu varúðar við afléttingu aðgerða til að vernda starfsemi sem enginn annar getur sinnt. Nýjar reglur um lengd sóttkvíar og einangrunar gildi um starfsmenn spítalans líkt og um aðra landsmenn. Sé starfsmanni skipað í sóttkví vegna nálægðar við smit í samfélaginu þá fær hann strikamerki fyrir sýnatöku á fimmta degi í stað sjöunda dags áður. Reynist það neikvætt megi hann snúa til vinnu og fylgir þá gildandi sóttvarnaráðstöfunum spítalans í hvívetna. Vinnusóttkví C vegna útsetningar í starfi verður áfram sjö dagar og lýkur með neikvæðu sýni á sjöunda degi. Afléttingar hafi ekki reynst vel Sem áður segir hefur farsóttanefnd áhyggjur af fjölda smita í samfélaginu og þeim fjölda innlagna sem óhjákvæmilega leiðir af því. Í tilkynningu segir að áhrif á starfsemi spítalans séu mikil og að geta til að sinna venjubundnum verkefnum minnkar eftir því sem umfangið vegna faraldursins stækkar. Nefndin ráðleggur starfsfólki Landspítala að að hvika í engu frá persónubundnum sóttvörnum, nota grímur í margmennni, þvo og spritta af kappi og vera stöðugt á verði gagnvart mögulegum einkennum. „Nýlegar afléttingar mildra og skynsamlegra sóttvarnaaðgerða hafa ekki reynst vel, hvorki á Íslandi né annars staðar,“ segir í lok tilkynningar.
Landspítalinn Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira