„Er að byggja feril sinn upp á nýtt sem tilvonandi atvinnumaður ef hann heldur rétt á spilunum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. október 2021 23:31 Þórir Guðmundur skýst á milli tveggja varnarmanna Njarðvíkur. Vísir/Bára Dröfn Frammistaða Þóris Guðmundar Þorbjarnarsonar – eða Tóta Túrbó eins og hann er kallaður í Vesturbænum – í sigri KR á Njarðvík var til umræðu í síðasta þætti Körfuboltakvölds. Þórir Guðmundur skoraði 19 stig ásamt því að taka átta fráköst. Var hann með 25 framlagsstig í leik sem KR varð einfaldlega að vinna. Ásamt Kjartani Atla Kjartanssyni þáttastjórnanda Körfuboltakvölds voru þeir Darri Freyr Atlason og Matthías Sigurðsson með honum í setti. Darri Freyr þjálfaði Þóri Guðmund á síðustu leiktíð og Matthías lék með honum en Þórir var þá að snúa heim eftir fjögur ár í bandaríska háskólaboltanum þar sem hann lék með Nebraska. „Það sem gerðist á þessum tíma (hjá Nebraska) er að hann settist í hlutverk sem eru svona skilyrtari. Þar sem hann er að gera einfaldari hluti og með mjög sérhæft hlutverk. Þú getur ekki beðið Þóri um að gera það í íslensku deildinni, hann er bara of góður. Þú verður að biðja um meira frá honum,“ sagði Darri Freyr og hélt áfram. „Þú vilt að hann sé á boltanum í „pick and roll,“ vilt að hann sé að „slash-a“ á hálfum velli og svo framvegis. Mér finnst hann núna vera að finna þennan takt aftur. Það var kannski búið að þröngva honum í aðeins of lítið eða sérhæft hlutverk hjá Nebraska og hann er aðeins að brjótast út úr þessu.“ Þórir Guðmundur í baráttunni undir körfunni í leik KR og Njarðvíkur.Vísir/Bára Dröfn „Ég held að hann muni bara verða betri. Búið að vera tala eins og hann hafi verið dapur fyrstu fjóra leikina, ég er bara ekkert svo sammála því. Maður tekur eftir því ef hann klikkar á tveimur þristum en á heildina litið myndi ég segja að hann sé búinn að vera á pari og held að hann geti orðið töluvert betri,“ sagði Matthías um fyrrum liðsfélaga sinn. „Ég held það taki mislangan tíma fyrir menn að brjótast út úr ramma eins og hann var í fjögur ár hjá risastórum skóla. Þetta er það stórt batterí og mikið undir í hverjum einasta leik. Það er bara eðlilegt að hann taki sér aðeins lengri tíma. Mér finnst hann búinn að gera það vel. Virðist ekkert fá á hann að eiga upp og niður leiki, hægt og rólega finnst mér hann vera að finna sig í sínu eigin skinni í þessum opna og að einhverju leyti villta íslenska leik,“ sagði bætti hann svo við. „Það má hrósa honum fyrir hvernig hann er að díla við tilfinningar sem fylgja þessu líka. Skrítið að koma frá þjálfara sem var síðast í NBA-deildinni og svo er einhver unglingur sem tekur á móti þér í KR heimilinu og ætlar að fara segja þér hvað þú átt að gera. Hann hefur tekið þessu af miklu æðruleysi og er að byggja ferilinn sinn upp á nýtt sem tilvonandi atvinnumaður ef hann heldur rétt á spilunum,“ sagði Darri Freyr að endingu. Klippa: Körfuboltakvöld: Umræða um Þóri Guðmund [Tóta Túrbó] Körfubolti Íslenski körfuboltinn Körfuboltakvöld KR Mest lesið Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Íslenski boltinn Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Körfubolti Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Körfubolti Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Sjá meira
Þórir Guðmundur skoraði 19 stig ásamt því að taka átta fráköst. Var hann með 25 framlagsstig í leik sem KR varð einfaldlega að vinna. Ásamt Kjartani Atla Kjartanssyni þáttastjórnanda Körfuboltakvölds voru þeir Darri Freyr Atlason og Matthías Sigurðsson með honum í setti. Darri Freyr þjálfaði Þóri Guðmund á síðustu leiktíð og Matthías lék með honum en Þórir var þá að snúa heim eftir fjögur ár í bandaríska háskólaboltanum þar sem hann lék með Nebraska. „Það sem gerðist á þessum tíma (hjá Nebraska) er að hann settist í hlutverk sem eru svona skilyrtari. Þar sem hann er að gera einfaldari hluti og með mjög sérhæft hlutverk. Þú getur ekki beðið Þóri um að gera það í íslensku deildinni, hann er bara of góður. Þú verður að biðja um meira frá honum,“ sagði Darri Freyr og hélt áfram. „Þú vilt að hann sé á boltanum í „pick and roll,“ vilt að hann sé að „slash-a“ á hálfum velli og svo framvegis. Mér finnst hann núna vera að finna þennan takt aftur. Það var kannski búið að þröngva honum í aðeins of lítið eða sérhæft hlutverk hjá Nebraska og hann er aðeins að brjótast út úr þessu.“ Þórir Guðmundur í baráttunni undir körfunni í leik KR og Njarðvíkur.Vísir/Bára Dröfn „Ég held að hann muni bara verða betri. Búið að vera tala eins og hann hafi verið dapur fyrstu fjóra leikina, ég er bara ekkert svo sammála því. Maður tekur eftir því ef hann klikkar á tveimur þristum en á heildina litið myndi ég segja að hann sé búinn að vera á pari og held að hann geti orðið töluvert betri,“ sagði Matthías um fyrrum liðsfélaga sinn. „Ég held það taki mislangan tíma fyrir menn að brjótast út úr ramma eins og hann var í fjögur ár hjá risastórum skóla. Þetta er það stórt batterí og mikið undir í hverjum einasta leik. Það er bara eðlilegt að hann taki sér aðeins lengri tíma. Mér finnst hann búinn að gera það vel. Virðist ekkert fá á hann að eiga upp og niður leiki, hægt og rólega finnst mér hann vera að finna sig í sínu eigin skinni í þessum opna og að einhverju leyti villta íslenska leik,“ sagði bætti hann svo við. „Það má hrósa honum fyrir hvernig hann er að díla við tilfinningar sem fylgja þessu líka. Skrítið að koma frá þjálfara sem var síðast í NBA-deildinni og svo er einhver unglingur sem tekur á móti þér í KR heimilinu og ætlar að fara segja þér hvað þú átt að gera. Hann hefur tekið þessu af miklu æðruleysi og er að byggja ferilinn sinn upp á nýtt sem tilvonandi atvinnumaður ef hann heldur rétt á spilunum,“ sagði Darri Freyr að endingu. Klippa: Körfuboltakvöld: Umræða um Þóri Guðmund [Tóta Túrbó]
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Körfuboltakvöld KR Mest lesið Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Íslenski boltinn Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Körfubolti Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Körfubolti Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Sjá meira