Vilja láta banna „njósnaauglýsingar“ Þorgils Jónsson skrifar 31. október 2021 10:37 Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Vísir/Vilhelm Neytendasamtökin hvetja íslensk stjórnvöld til að beita sér á alþjóðavettvangi fyrir banni við því sem þau kalla „njósnaauglýsingum“, eða netauglýsingum sem byggja á persónusniði og eftirliti með notendum. Tryggja þurfi stafræn réttindi neytenda á veraldarvefnum. Ályktun þess efnis var samþykkt á aðalfundi samtakanna í gær. „Nú tröllríða slíkar auglýsingar og annað efni sem byggir á eftirliti með einstaklingum netheimum og veldur neytendum margvíslegum skaða – og stofna í verstu tilfellum lýðræðinu í hættu.“ Auk þess ályktaði aðalfundurinn um valfrelsi neytenda og stuðning við bændur. Mikilvægt sé fyrir neytendur að stundaður sé öflugur landbúnaður innanlands, enda sýni það sig að neytendur velji gjarna innlenda framleiðslu. „Matvælaframleiðendur verða að treysta eigin framleiðslu, og treysta íslenskum neytendum til að velja, en leggja til hliðar hamlandi stuðning tollmúra og neyslustýringar. Tollar og verndarmúrar mynda úr sér gengið kerfi hamlandi aðstoðar við landbúnaðarframleiðsluna, og á því tapa bæði neytendur og bændur. Það þarf að leggja af hið fyrsta og leggja í staðinn áherslu á styðjandi aðstoð, stuðning við nýsköpun og beinan stuðning við bændur.“ Þá beindi fundurinn því til fyrirtækja og hagsmunasamtaka atvinnulífsins að hækka ekki vöruverð til neytenda í þeim aðstæðum sem nú ríkja. „Við tímabundnum hækkunum hrávöruverðs og flutningstruflana af völdum kórónuveirufaraldursins, verði fyrirtæki þess í stað að hagræða, lækka álögur og draga úr arðsemiskröfum.“ Þæa er tekið undir nýlega áskorun Samkeppniseftirlitsins til neytenda um að vera á varðbergi og tilkynna ef vert verður við óeðlilegar verðhækkanir eða ef grunur leiki á að fyrirtæki fari á svið við samkeppnislög. Loks hvatti fundurinn stjórnvöld til að gera neytendamálum hátt undir höfði á kjörtímabilinu sem er að hefjast, enda liggi fyrir, að mati samtakanna, mörg brýn neytendamál sem varða almenn lífskjör. Meðal annars þurfi að: Stórefla neytendavernd með því að eyða óvissu um stjórnskipan neytendamála og eflingu eftirlits á sviði neytendamála. Gera neytendum auðvelt að sækja skaðabætur vegna samkeppnislagabrota. Skýra lög og heimildir fyrir almannaheillasamtök að efna til hópmálsókna. Stemma stigu við óhóflegum innheimtukostnaði, svo sem með því að setja hámark á innheimtukostnað. Allt eftirlit með innheimtustarfsemi á að vera á einni hendi, óháð sérstökum hagsmunaaðilum. Á fundinum var sjálfkjörið í stjórn samtakanna, en kosið er ár hvert um helming stjórnarmanna og sitja þeir í tvö ár. Neytendur Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Ályktun þess efnis var samþykkt á aðalfundi samtakanna í gær. „Nú tröllríða slíkar auglýsingar og annað efni sem byggir á eftirliti með einstaklingum netheimum og veldur neytendum margvíslegum skaða – og stofna í verstu tilfellum lýðræðinu í hættu.“ Auk þess ályktaði aðalfundurinn um valfrelsi neytenda og stuðning við bændur. Mikilvægt sé fyrir neytendur að stundaður sé öflugur landbúnaður innanlands, enda sýni það sig að neytendur velji gjarna innlenda framleiðslu. „Matvælaframleiðendur verða að treysta eigin framleiðslu, og treysta íslenskum neytendum til að velja, en leggja til hliðar hamlandi stuðning tollmúra og neyslustýringar. Tollar og verndarmúrar mynda úr sér gengið kerfi hamlandi aðstoðar við landbúnaðarframleiðsluna, og á því tapa bæði neytendur og bændur. Það þarf að leggja af hið fyrsta og leggja í staðinn áherslu á styðjandi aðstoð, stuðning við nýsköpun og beinan stuðning við bændur.“ Þá beindi fundurinn því til fyrirtækja og hagsmunasamtaka atvinnulífsins að hækka ekki vöruverð til neytenda í þeim aðstæðum sem nú ríkja. „Við tímabundnum hækkunum hrávöruverðs og flutningstruflana af völdum kórónuveirufaraldursins, verði fyrirtæki þess í stað að hagræða, lækka álögur og draga úr arðsemiskröfum.“ Þæa er tekið undir nýlega áskorun Samkeppniseftirlitsins til neytenda um að vera á varðbergi og tilkynna ef vert verður við óeðlilegar verðhækkanir eða ef grunur leiki á að fyrirtæki fari á svið við samkeppnislög. Loks hvatti fundurinn stjórnvöld til að gera neytendamálum hátt undir höfði á kjörtímabilinu sem er að hefjast, enda liggi fyrir, að mati samtakanna, mörg brýn neytendamál sem varða almenn lífskjör. Meðal annars þurfi að: Stórefla neytendavernd með því að eyða óvissu um stjórnskipan neytendamála og eflingu eftirlits á sviði neytendamála. Gera neytendum auðvelt að sækja skaðabætur vegna samkeppnislagabrota. Skýra lög og heimildir fyrir almannaheillasamtök að efna til hópmálsókna. Stemma stigu við óhóflegum innheimtukostnaði, svo sem með því að setja hámark á innheimtukostnað. Allt eftirlit með innheimtustarfsemi á að vera á einni hendi, óháð sérstökum hagsmunaaðilum. Á fundinum var sjálfkjörið í stjórn samtakanna, en kosið er ár hvert um helming stjórnarmanna og sitja þeir í tvö ár.
Neytendur Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira