Leikarinn Þórir Sæmundsson: „Fyrsta síðan á Google setur mig fram sem eitthvað skrímsli“ Þorgils Jónsson skrifar 2. nóvember 2021 21:01 Þórir Sæmundsson var í mörgum stórum hlutverkum í Þjóðleikhúsinu áður en hann var rekinn í kjölfar þess að hann sendi ungum stúlkum kynferðislegar myndir. Hann var í viðtali um stöðu sína í Kveik á RÚV í kvöld. Skjáskot/RÚV Leikarinn Þórir Sæmundsson segist ekki hafa fengið vinnu í fjögur ár síðan hann var rekinn úr starfi frá Þjóðleikhúsinu, eftir að upp komst að hann hafði sent ungum stúlkum kynferðislegar myndir. Þetta kom fram í viðtali við Þóri í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV fyrr í kvöld. Hann var á þeim tíma fastráðinn og fór með stór hlutverk í sýningum leikhússins, þegar hann var kallaður til fundar með Ara Matthíassyni Þjóðleikhússtjóra í mars 2017. Þar var Þóri tjáð að leikhúsinu hefði borist kvörtun frá föður 15 ára stúlku um að hann hafi sent henni myndir af kynfærum sínum. Þórir gengst við því en að hans sögn hafi hann fengið skilaboð á Snapchat frá stúlkum sem sögðust vera 18 ára. Þær hefðu fyrst sent honum kynferðislegar myndir og hann svo sent myndir á móti. Stúlkurnar hafi þá tilkynnt honum að þær væru 15 ára. Þórir segir að honum hafi brugðið, en ekki haldið að þetta yrði mikið mál. „Mín frásögn af þessu hefur ekkert breyst. Í fjögur ár hef ég sagt sömu söguna af þessu.“ Skömmu seinna var Þórir kallaður aftur til Þjóðleikhússtjóra þar sem honum var sagt upp störfum, að sögn vegna rekstrarlegra ástæðna. Síðan þá hafi hann ekki fengið fasta vinnu. Hann hafi sótt um 200-300 störf og þegar hann hafi fengið vinnu hafi hann fljótlega verið rekinn eftir að upp komst um hans mál. „Af því að fyrsta síðan á Google setur mig fram sem eitthvað skrímsli.“ Meðal annars hafi hann sótt sér aukin ökuréttindi og farið að vinna við að aka fötluðum og öryrkjum, en hafi verið rekinn fjórum dögum síðar eftir að Strætó hafi borist kvörtun um að hann væri að keyra. Þórir segist vera orðinn ráðalaus. Hann fái ekki lengur atvinnuleysisbætur á Íslandi. „Ég er svo mikið fórnarlamb í þessu einhvern veginn. En mig langar ekkert að vera það og mig langar ekki að tala um það. Og mig langar ekki að sitja hérna og fokking tala um það í sjónvarpinu einu sinni. En ég veit ekki hvað ég á að gera.“ Hann segist ekki hafa viljað flýja land, því að það gæti verið túlkað sem viðurkenning á sekt. Hann eigi þó ekki margra kosta völ. „Ég þarf annað hvort að flýja þetta land eða gerast glæpamaður.“ Misjöfn viðbrögð á samfélagsmiðlum Viðtalið vakti nokkuð umtal á samfélagsmiðlum. Nei sorrí en HVAÐ Í ANDSKOTANUM? Ha? Er þetta í alvöru framlag @RUVohf til #metoo? pic.twitter.com/LXkmryRnTf— Hildur ♀ 🇵🇸 BLM (@hillldur) November 2, 2021 Afhverju í ósköpunum er Kveikur að taka eitthvað “Þórir Sæm er saklaus og gerði ekkert rangt” teik?— Sandra Smára (@ovinkona) November 2, 2021 Þórir Sæm er imo að hóta landanum að verða glæpamaður ef hann fær ekki vinnu bráðum— Adda (@addathsmara) November 2, 2021 Enginn:Þórir Sæm: ég ætla halda áfram að vera ömurlegur :)— agnes rugl (@ruglagnes) November 2, 2021 Ég gæti sagt margt um þennan Kveiksþátt. En þetta finnst mér mikilvægast í bili: Að halda því fram að fólk þori ekki að tala um þessi mál af því þau séu svo mikið jarðsprengjusvæði er beinlínis rangt.— Sóley Tómasdóttir (@soleytomasar) November 2, 2021 Mjög valid umræða um það hvenær menn eiga afturkvæmt í samfélagið og allt það - finnst persónulega að það eigi ekki heima í sviðsljósinu en á mjög erfitt með að trúa því að þeim sé neitað um hinar og þessar iðnaðarvinnur sem eru m.a. með fyrrum dæmda handrukkara en það er bara ég— Kolbrún Birna (@kolla_swag666) November 2, 2021 Umm var ekki allur þátturinn í kvöld um það hvernig gerandi var útskúfaður og slaufað? Það er ekki að sjá á kommentum á fb hjá #kveikur Finnst ykkur hjá @ruvkveikur þið ekki bera neina ábyrgð á því að kynda undir þessa orðræðu sem er að birtast á miðlunum ykkar?— Ásta Marteins (@astamarteins1) November 2, 2021 Greinin var uppfærð MeToo Leikhús Vinnumarkaður Mál Þóris Sæmundssonar Mest lesið Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Erlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Erlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Erlent „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Innlent Fleiri fréttir Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Sjá meira
Þetta kom fram í viðtali við Þóri í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV fyrr í kvöld. Hann var á þeim tíma fastráðinn og fór með stór hlutverk í sýningum leikhússins, þegar hann var kallaður til fundar með Ara Matthíassyni Þjóðleikhússtjóra í mars 2017. Þar var Þóri tjáð að leikhúsinu hefði borist kvörtun frá föður 15 ára stúlku um að hann hafi sent henni myndir af kynfærum sínum. Þórir gengst við því en að hans sögn hafi hann fengið skilaboð á Snapchat frá stúlkum sem sögðust vera 18 ára. Þær hefðu fyrst sent honum kynferðislegar myndir og hann svo sent myndir á móti. Stúlkurnar hafi þá tilkynnt honum að þær væru 15 ára. Þórir segir að honum hafi brugðið, en ekki haldið að þetta yrði mikið mál. „Mín frásögn af þessu hefur ekkert breyst. Í fjögur ár hef ég sagt sömu söguna af þessu.“ Skömmu seinna var Þórir kallaður aftur til Þjóðleikhússtjóra þar sem honum var sagt upp störfum, að sögn vegna rekstrarlegra ástæðna. Síðan þá hafi hann ekki fengið fasta vinnu. Hann hafi sótt um 200-300 störf og þegar hann hafi fengið vinnu hafi hann fljótlega verið rekinn eftir að upp komst um hans mál. „Af því að fyrsta síðan á Google setur mig fram sem eitthvað skrímsli.“ Meðal annars hafi hann sótt sér aukin ökuréttindi og farið að vinna við að aka fötluðum og öryrkjum, en hafi verið rekinn fjórum dögum síðar eftir að Strætó hafi borist kvörtun um að hann væri að keyra. Þórir segist vera orðinn ráðalaus. Hann fái ekki lengur atvinnuleysisbætur á Íslandi. „Ég er svo mikið fórnarlamb í þessu einhvern veginn. En mig langar ekkert að vera það og mig langar ekki að tala um það. Og mig langar ekki að sitja hérna og fokking tala um það í sjónvarpinu einu sinni. En ég veit ekki hvað ég á að gera.“ Hann segist ekki hafa viljað flýja land, því að það gæti verið túlkað sem viðurkenning á sekt. Hann eigi þó ekki margra kosta völ. „Ég þarf annað hvort að flýja þetta land eða gerast glæpamaður.“ Misjöfn viðbrögð á samfélagsmiðlum Viðtalið vakti nokkuð umtal á samfélagsmiðlum. Nei sorrí en HVAÐ Í ANDSKOTANUM? Ha? Er þetta í alvöru framlag @RUVohf til #metoo? pic.twitter.com/LXkmryRnTf— Hildur ♀ 🇵🇸 BLM (@hillldur) November 2, 2021 Afhverju í ósköpunum er Kveikur að taka eitthvað “Þórir Sæm er saklaus og gerði ekkert rangt” teik?— Sandra Smára (@ovinkona) November 2, 2021 Þórir Sæm er imo að hóta landanum að verða glæpamaður ef hann fær ekki vinnu bráðum— Adda (@addathsmara) November 2, 2021 Enginn:Þórir Sæm: ég ætla halda áfram að vera ömurlegur :)— agnes rugl (@ruglagnes) November 2, 2021 Ég gæti sagt margt um þennan Kveiksþátt. En þetta finnst mér mikilvægast í bili: Að halda því fram að fólk þori ekki að tala um þessi mál af því þau séu svo mikið jarðsprengjusvæði er beinlínis rangt.— Sóley Tómasdóttir (@soleytomasar) November 2, 2021 Mjög valid umræða um það hvenær menn eiga afturkvæmt í samfélagið og allt það - finnst persónulega að það eigi ekki heima í sviðsljósinu en á mjög erfitt með að trúa því að þeim sé neitað um hinar og þessar iðnaðarvinnur sem eru m.a. með fyrrum dæmda handrukkara en það er bara ég— Kolbrún Birna (@kolla_swag666) November 2, 2021 Umm var ekki allur þátturinn í kvöld um það hvernig gerandi var útskúfaður og slaufað? Það er ekki að sjá á kommentum á fb hjá #kveikur Finnst ykkur hjá @ruvkveikur þið ekki bera neina ábyrgð á því að kynda undir þessa orðræðu sem er að birtast á miðlunum ykkar?— Ásta Marteins (@astamarteins1) November 2, 2021 Greinin var uppfærð
MeToo Leikhús Vinnumarkaður Mál Þóris Sæmundssonar Mest lesið Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Erlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Erlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Erlent „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Innlent Fleiri fréttir Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Sjá meira