Stefnir í stóra viku í pólitíkinni Sunna Sæmundsdóttir skrifar 3. nóvember 2021 12:04 Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins. vísir/Vilhelm Í næstu viku gæti dregið til tíðinda í stjórnarmyndunarviðræðum og líklegt er talið að Alþingi komi saman. Vinna undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa er nú á lokametrunum og greinargerð ætti að liggja fyrir á næstu dögum. Næsta vika gæti því orðið tíðindamikil á sviði stjórnmálanna. Undirbúningsnefndin hefur nú verið að störfum í um einn mánuð og unnið úr sautján kærum sem borist hafa vegna alþingiskosninganna. Flestar þeirra lúta að umdeildri endurtalningu í Norðvesturkjördæmi. Inga Sæland, fulltrúi Flokks fólksins í nefndinni, segir vinnuna á lokametrunum. „Við erum bara að vinna með öll gögnin og það er búið að setja þau heildstætt inn í skjal. Við erum að fara yfir það lið fyrir lið og bæta úr með tilliti til allra gagna sem við höfum. Núna eru það drögin en ég vona að um helgina verði þetta orðið algjörlega yfirfarið og heildstætt.“ Þegar greinargerðin liggur fyrir verður kærendum gefinn kostur á að andmæla henni. Samkvæmt heimildum fréttastofu er talið líklegt að þing komi saman um miðja næstu viku en þá verður kosið í kjörbréfanefnd sem skilar af sér tillögu sem síðan verður lögð fram á þingfundi - og þingmenn eiga síðasta orðið um í atkvæðagreiðslu. Hver er þín tilfinning fyrir málinu á þessu stigi? „Maður hefur enga sérstaka tilfinningu fyrir því hvort þetta verði ofan á eða hitt verði ofan á, eða hvað það verður sem við leggjum til í lok dags. Þetta er ekki komið þangað. En á föstudaginn gæti ég ímyndað mér að þú gætir spurt mig að þessu,“ segir Inga Sæland. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir vinnu undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa á lokametrunum.vísir/Vilhelm Afgreiðsla kjörbréfanefndar helst í hendur við stjórnarmyndunarviðræður sem nú hafa staðið yfir í um fimm vikur þar sem formenn stjórnarflokkanna hafa sagt ólíklegt að ný ríkisstjórn verði formlega mynduð áður en niðurstaða nefndarinnar liggur fyrir. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir drög að stjórnarsáttmála tilbúin að einhverju leyti og að ný ríkisstjórn gæti litið dagsins ljós í næstu viku. „Það er alveg möguleiki. Okkur hefur gengið ágætlega, það hefur verið smá pása hjá okkur á meðan við erum annars staðar, en það skýrist núna á næstu dögum og það er góður möguleiki að það geti gengið,“ segir Sigurður. Hann segir tímabært að Alþingi fari að koma saman. „Það er í raun og veru fer að verða nauðsynlegt, bæði til að klára fjárlög og aðra hluti sem þarf að klára fyrir jól. En ég minni reyndar á að það [þingið] kom saman 11. desember fyrir fjórum árum og það gekk líka ágætlega.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingiskosningar 2021 Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Alþingi Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Sjá meira
Undirbúningsnefndin hefur nú verið að störfum í um einn mánuð og unnið úr sautján kærum sem borist hafa vegna alþingiskosninganna. Flestar þeirra lúta að umdeildri endurtalningu í Norðvesturkjördæmi. Inga Sæland, fulltrúi Flokks fólksins í nefndinni, segir vinnuna á lokametrunum. „Við erum bara að vinna með öll gögnin og það er búið að setja þau heildstætt inn í skjal. Við erum að fara yfir það lið fyrir lið og bæta úr með tilliti til allra gagna sem við höfum. Núna eru það drögin en ég vona að um helgina verði þetta orðið algjörlega yfirfarið og heildstætt.“ Þegar greinargerðin liggur fyrir verður kærendum gefinn kostur á að andmæla henni. Samkvæmt heimildum fréttastofu er talið líklegt að þing komi saman um miðja næstu viku en þá verður kosið í kjörbréfanefnd sem skilar af sér tillögu sem síðan verður lögð fram á þingfundi - og þingmenn eiga síðasta orðið um í atkvæðagreiðslu. Hver er þín tilfinning fyrir málinu á þessu stigi? „Maður hefur enga sérstaka tilfinningu fyrir því hvort þetta verði ofan á eða hitt verði ofan á, eða hvað það verður sem við leggjum til í lok dags. Þetta er ekki komið þangað. En á föstudaginn gæti ég ímyndað mér að þú gætir spurt mig að þessu,“ segir Inga Sæland. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir vinnu undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa á lokametrunum.vísir/Vilhelm Afgreiðsla kjörbréfanefndar helst í hendur við stjórnarmyndunarviðræður sem nú hafa staðið yfir í um fimm vikur þar sem formenn stjórnarflokkanna hafa sagt ólíklegt að ný ríkisstjórn verði formlega mynduð áður en niðurstaða nefndarinnar liggur fyrir. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir drög að stjórnarsáttmála tilbúin að einhverju leyti og að ný ríkisstjórn gæti litið dagsins ljós í næstu viku. „Það er alveg möguleiki. Okkur hefur gengið ágætlega, það hefur verið smá pása hjá okkur á meðan við erum annars staðar, en það skýrist núna á næstu dögum og það er góður möguleiki að það geti gengið,“ segir Sigurður. Hann segir tímabært að Alþingi fari að koma saman. „Það er í raun og veru fer að verða nauðsynlegt, bæði til að klára fjárlög og aðra hluti sem þarf að klára fyrir jól. En ég minni reyndar á að það [þingið] kom saman 11. desember fyrir fjórum árum og það gekk líka ágætlega.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingiskosningar 2021 Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Alþingi Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Sjá meira