Bein útsending: Fulltrúar stríðandi fylkinga í Eflingu mæta í Pallborðið Heimir Már Pétursson skrifar 4. nóvember 2021 11:30 Guðmundur Baldursson stjórnarmaður í Eflingu og Viðar Þorsteinsson fráfarandi framkvæmdastjóri mæta í beina útsendingu í Pallborðinu á Vísi og Stöð 2/Vísi klukkan 12 á hádegi. Lagt verður til á stjórnarfundi Eflingar í dag að Agnieszka Ewa Ziółkowska varaformaður félagsins verði sett í embætti formanns til bráðabirgða í stað Sólveigar Önnu Jónsdóttur sem sagði af sér formannsembættinu á sunnudagskvöld. Ólgan innan Eflingar verður til umræðu í beinni útsendingu í Pallborðinu á Vísi og Stöð2/Vísi klukkan tólf á hádegi í dag. Heimir Már Pétursson fréttamaður fær til sín Guðmund Baldursson stjórnarmann í Eflingu og Viðar Þorsteinsson fráfarandi framkvæmdastjóra sem báðir hafa leikið stór hlutverk í hræringunum innan félagsins undanfarnar vikur. Í gærkvöldi sendu Ragnheiður Valgarðsdóttir og Hjördís Ólafsdóttir trúnaðarmenn starfsmanna á skrifstofu Eflingar yfirlýsingu til fjölmiðla þar sem þær fullyrða að eftir að þær sendu formanni og framkvæmdastjóra ályktun í sumar um líðan starfsmanna hafi þær verið algjörlega hunsaðar af formanninum og framkvæmdarstjóra Eflingar. Það væri fáheyrt að stjórnendur réðust á trúnaðarmenn innan eigins stéttarfélags með þeim hætti sem átt hefði sér stað. Viðar segir þetta hins vegar rangt og vísar til þess að málið hafi verið rætt í stjórn félagsins. Eftir fund hans og formannsins með trúnaðarmönnum hinn 16. júní hafi ályktun þeirra verið rædd á fundi stjórnar hinn 22. júní. Í tölvupósti sem Viðar sendi trúnaðarmönnunum tveimur dögum eftir stjórnarfundinn segir hann niðurstöðu stjórnarfundarins hafa verið að ekki væri nauðsynlegt að leggja ályktun trúnaðarmanna fyrir stjórnina. Á stjórnarfundinum hjá Eflingu í dag verður samkvæmt heimildum fréttastofunnar einnig lagt til að trúnaðarráð félagsns sem í sitja um hundrað fulltrúar verði kallað saman til að ræða framhald mála. Pallborðið Ólga innan Eflingar Kjaramál Tengdar fréttir Sólveig og Viðar enn einir yfirmennirnir sem fari illa með starfsmenn sína Fyrrverandi starfsmaður á skrifstofu Eflingar segir að Sólveig Anna Jónsdóttir og Viðar Þorsteinsson hafi tekið upp sömu misnotkun á starfsfólki og þau sögðust berjast gegn. Bæði nýir og gamlir starfsmenn á skrifstofunni hafi sömu sögu að segja um stjórnarhætti þeirra. 4. nóvember 2021 06:00 Segir starfsfólk Eflingar lokað inni í skrifstofuvirki og aftengt veruleika félagsmanna Sólveig Anna Jónsdóttir segir starfsfólk Eflingar hafa þegið góð laun og haft allt til alls, „lokuð inní einhverskonar skrifstofuvirki, aftengd efnahagslegum veruleika þeirra sem greiddu félagsgjöldin“. 3. nóvember 2021 12:49 Segir framgöngu trúnaðarmanna óverjandi Framkvæmdastjóri Eflingar, sem sagði upp í kjölfar afsagnar Sólveigar Önnu Jónsdóttur, er sammála henni um það að starfsmenn félagsins hafi svipt hana ærunni opinberlega. Hann fer einnig hörðum orðum um trúnaðarmenn starfsmannahópsins. 3. nóvember 2021 12:03 Trúnaðarmenn Eflingar: „Þessar árásir í fjölmiðlum eru bæði særandi og vanvirðing við störf trúnaðarmanna.“ Trúnaðarmenn Eflingar, sem lögðu fram títtrædda ályktun um meinta vanlíðan starfsfólks á skrifstofu félagsins, segja engar ásakanir að finna þar um kjarasamningsbrot „heldur beinar lýsingar á upplifunum starfsfólks“. 3. nóvember 2021 21:09 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Sjá meira
Ólgan innan Eflingar verður til umræðu í beinni útsendingu í Pallborðinu á Vísi og Stöð2/Vísi klukkan tólf á hádegi í dag. Heimir Már Pétursson fréttamaður fær til sín Guðmund Baldursson stjórnarmann í Eflingu og Viðar Þorsteinsson fráfarandi framkvæmdastjóra sem báðir hafa leikið stór hlutverk í hræringunum innan félagsins undanfarnar vikur. Í gærkvöldi sendu Ragnheiður Valgarðsdóttir og Hjördís Ólafsdóttir trúnaðarmenn starfsmanna á skrifstofu Eflingar yfirlýsingu til fjölmiðla þar sem þær fullyrða að eftir að þær sendu formanni og framkvæmdastjóra ályktun í sumar um líðan starfsmanna hafi þær verið algjörlega hunsaðar af formanninum og framkvæmdarstjóra Eflingar. Það væri fáheyrt að stjórnendur réðust á trúnaðarmenn innan eigins stéttarfélags með þeim hætti sem átt hefði sér stað. Viðar segir þetta hins vegar rangt og vísar til þess að málið hafi verið rætt í stjórn félagsins. Eftir fund hans og formannsins með trúnaðarmönnum hinn 16. júní hafi ályktun þeirra verið rædd á fundi stjórnar hinn 22. júní. Í tölvupósti sem Viðar sendi trúnaðarmönnunum tveimur dögum eftir stjórnarfundinn segir hann niðurstöðu stjórnarfundarins hafa verið að ekki væri nauðsynlegt að leggja ályktun trúnaðarmanna fyrir stjórnina. Á stjórnarfundinum hjá Eflingu í dag verður samkvæmt heimildum fréttastofunnar einnig lagt til að trúnaðarráð félagsns sem í sitja um hundrað fulltrúar verði kallað saman til að ræða framhald mála.
Pallborðið Ólga innan Eflingar Kjaramál Tengdar fréttir Sólveig og Viðar enn einir yfirmennirnir sem fari illa með starfsmenn sína Fyrrverandi starfsmaður á skrifstofu Eflingar segir að Sólveig Anna Jónsdóttir og Viðar Þorsteinsson hafi tekið upp sömu misnotkun á starfsfólki og þau sögðust berjast gegn. Bæði nýir og gamlir starfsmenn á skrifstofunni hafi sömu sögu að segja um stjórnarhætti þeirra. 4. nóvember 2021 06:00 Segir starfsfólk Eflingar lokað inni í skrifstofuvirki og aftengt veruleika félagsmanna Sólveig Anna Jónsdóttir segir starfsfólk Eflingar hafa þegið góð laun og haft allt til alls, „lokuð inní einhverskonar skrifstofuvirki, aftengd efnahagslegum veruleika þeirra sem greiddu félagsgjöldin“. 3. nóvember 2021 12:49 Segir framgöngu trúnaðarmanna óverjandi Framkvæmdastjóri Eflingar, sem sagði upp í kjölfar afsagnar Sólveigar Önnu Jónsdóttur, er sammála henni um það að starfsmenn félagsins hafi svipt hana ærunni opinberlega. Hann fer einnig hörðum orðum um trúnaðarmenn starfsmannahópsins. 3. nóvember 2021 12:03 Trúnaðarmenn Eflingar: „Þessar árásir í fjölmiðlum eru bæði særandi og vanvirðing við störf trúnaðarmanna.“ Trúnaðarmenn Eflingar, sem lögðu fram títtrædda ályktun um meinta vanlíðan starfsfólks á skrifstofu félagsins, segja engar ásakanir að finna þar um kjarasamningsbrot „heldur beinar lýsingar á upplifunum starfsfólks“. 3. nóvember 2021 21:09 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Sjá meira
Sólveig og Viðar enn einir yfirmennirnir sem fari illa með starfsmenn sína Fyrrverandi starfsmaður á skrifstofu Eflingar segir að Sólveig Anna Jónsdóttir og Viðar Þorsteinsson hafi tekið upp sömu misnotkun á starfsfólki og þau sögðust berjast gegn. Bæði nýir og gamlir starfsmenn á skrifstofunni hafi sömu sögu að segja um stjórnarhætti þeirra. 4. nóvember 2021 06:00
Segir starfsfólk Eflingar lokað inni í skrifstofuvirki og aftengt veruleika félagsmanna Sólveig Anna Jónsdóttir segir starfsfólk Eflingar hafa þegið góð laun og haft allt til alls, „lokuð inní einhverskonar skrifstofuvirki, aftengd efnahagslegum veruleika þeirra sem greiddu félagsgjöldin“. 3. nóvember 2021 12:49
Segir framgöngu trúnaðarmanna óverjandi Framkvæmdastjóri Eflingar, sem sagði upp í kjölfar afsagnar Sólveigar Önnu Jónsdóttur, er sammála henni um það að starfsmenn félagsins hafi svipt hana ærunni opinberlega. Hann fer einnig hörðum orðum um trúnaðarmenn starfsmannahópsins. 3. nóvember 2021 12:03
Trúnaðarmenn Eflingar: „Þessar árásir í fjölmiðlum eru bæði særandi og vanvirðing við störf trúnaðarmanna.“ Trúnaðarmenn Eflingar, sem lögðu fram títtrædda ályktun um meinta vanlíðan starfsfólks á skrifstofu félagsins, segja engar ásakanir að finna þar um kjarasamningsbrot „heldur beinar lýsingar á upplifunum starfsfólks“. 3. nóvember 2021 21:09