„Mikilvægt að við sjáum smittölur strax ganga niður“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 4. nóvember 2021 12:15 Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi, segir mögulegt að aðgerðirnar verði framlengdar ef smittölur lækka ekki eftir helgi. Skjáskot/Stöð2 Smituðum einstaklingum fjölgar nú hratt á Akranesi og hefur bæjaráð gripið til þess ráðs að fella niður alla starfsemi í skólum á morgun. Lágmarksstarfsemi verður á öðrum stofnunum bæjarins. Bæjarstjóri segir að um sé að ræða nauðsynlega aðgerð. Alls greindust 50 manns smitaðir af kórónuveirunni á Akranesi í gær og eru nú 75 í einangrun. Þá eru 109 einstaklingar í sóttkví. Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi, segir mikilvægt að bregðast hratt við. „Við erum að sjá gríðarlega fjölgun smitaðra í samfélaginu hérna á Akranesi og það er að hafa veruleg áhrif á leikskóla, grunnskóla og frístundastarf þar sem eru að koma upp smit og við ætlum að bregðast við þessu,“ segir Sævar. Leikskólum, grunnskólum, tónlistarskólum og frístundastarfi bæjarins verður lokað á morgun og var því beint til foreldra að sækja börnin sín um hádegi í dag. Þá verður velferðarþjónusta skert, móttöku endurvinnslu lokað, heilsuefling aldraða fellur niður og endurhæfingarhúsinu Hver lokað auk þess sem íþróttaæfingar á vegum ÍA falla niður fram yfir helgi. Það mætti þá segja að það verði að mestu lokað í samfélaginu á morgun? „Já, það er það sem við ætlum að stuðla að og þannig munum við ná að komast í gegnum þetta,“ segir Sævar. Staðan verður síðan endurmetin reglulega um helgina. „Auðvitað er mikilvægt að við sjáum smittölur strax ganga niður, og það er auðvitað okkar von, en ef þörf krefur þá munum við framlengja þessar ráðstafanir,“ segir Sævar. Hann biðlar til fólks að fara áfram varlega. „Ég hvet fólk virkilega til að sýna samstöðu eins og við þekkjum vel í þessu samfélagi, nú erum við öll í miklu meira en æfingu, við landsmenn erum búin að fá meistarapróf í hvernig eigi að vinna úr þessu. Við þekkjum þetta og við kunnum þetta.“ Akranes Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Tengdar fréttir 144 greindust með Covid-19 í gær Alls greindust 144 með Covid-19 hér á landi í gær. Þetta staðfestir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við fréttastofu. Tæplega þriðjungur þeirra sem greindust eru á Akranesi. 4. nóvember 2021 11:20 Skemmtanahald síðustu helgar farið að segja til sín 144 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær en ekki hafa fleiri greinst í þrjá mánuði. Sóttvarnalæknir hefur þungar áhyggjur af stöðunni og íhugar leiðir til að bregðast við. 4. nóvember 2021 11:59 Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Fleiri fréttir Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Sjá meira
Alls greindust 50 manns smitaðir af kórónuveirunni á Akranesi í gær og eru nú 75 í einangrun. Þá eru 109 einstaklingar í sóttkví. Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi, segir mikilvægt að bregðast hratt við. „Við erum að sjá gríðarlega fjölgun smitaðra í samfélaginu hérna á Akranesi og það er að hafa veruleg áhrif á leikskóla, grunnskóla og frístundastarf þar sem eru að koma upp smit og við ætlum að bregðast við þessu,“ segir Sævar. Leikskólum, grunnskólum, tónlistarskólum og frístundastarfi bæjarins verður lokað á morgun og var því beint til foreldra að sækja börnin sín um hádegi í dag. Þá verður velferðarþjónusta skert, móttöku endurvinnslu lokað, heilsuefling aldraða fellur niður og endurhæfingarhúsinu Hver lokað auk þess sem íþróttaæfingar á vegum ÍA falla niður fram yfir helgi. Það mætti þá segja að það verði að mestu lokað í samfélaginu á morgun? „Já, það er það sem við ætlum að stuðla að og þannig munum við ná að komast í gegnum þetta,“ segir Sævar. Staðan verður síðan endurmetin reglulega um helgina. „Auðvitað er mikilvægt að við sjáum smittölur strax ganga niður, og það er auðvitað okkar von, en ef þörf krefur þá munum við framlengja þessar ráðstafanir,“ segir Sævar. Hann biðlar til fólks að fara áfram varlega. „Ég hvet fólk virkilega til að sýna samstöðu eins og við þekkjum vel í þessu samfélagi, nú erum við öll í miklu meira en æfingu, við landsmenn erum búin að fá meistarapróf í hvernig eigi að vinna úr þessu. Við þekkjum þetta og við kunnum þetta.“
Akranes Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Tengdar fréttir 144 greindust með Covid-19 í gær Alls greindust 144 með Covid-19 hér á landi í gær. Þetta staðfestir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við fréttastofu. Tæplega þriðjungur þeirra sem greindust eru á Akranesi. 4. nóvember 2021 11:20 Skemmtanahald síðustu helgar farið að segja til sín 144 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær en ekki hafa fleiri greinst í þrjá mánuði. Sóttvarnalæknir hefur þungar áhyggjur af stöðunni og íhugar leiðir til að bregðast við. 4. nóvember 2021 11:59 Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Fleiri fréttir Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Sjá meira
144 greindust með Covid-19 í gær Alls greindust 144 með Covid-19 hér á landi í gær. Þetta staðfestir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við fréttastofu. Tæplega þriðjungur þeirra sem greindust eru á Akranesi. 4. nóvember 2021 11:20
Skemmtanahald síðustu helgar farið að segja til sín 144 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær en ekki hafa fleiri greinst í þrjá mánuði. Sóttvarnalæknir hefur þungar áhyggjur af stöðunni og íhugar leiðir til að bregðast við. 4. nóvember 2021 11:59