Biden keikur þrátt fyrir kosningahremmingar demókrata Þorgils Jónsson skrifar 5. nóvember 2021 06:00 Joe Biden Bandaríkjaforseti segist fullviss um að hagur demókrata muni vænkast þegar umbótalög hans komast í gegnum þingið. AP/Susan Walsh Joe Biden Bandaríkjaforseti segir enga ástæðu til að örvænta þó að samflokksfólk hans í Demókrataflokknum hafi átt misjöfnu gengi að fagna í kosningum sem fóru fram í vikunni. Þetta kemur fram í úttekt fréttastofu AP. Terry McAuliffe tapaði ríkisstjórasætinu í Virginíu til Repúblikana, og flokksbróðir hans Phil Murphy hélt sínum ríkisstjórastól í New Jersey með næfurþunnum mun. Ári eftir að Biden lagði Donald Trump að velli, hafa vinsældir hans farið ört dvínandi, svo að farið hefur um marga af tilhugsun um þingkosningarnar sem fara fram á næsta ári. Fari sem horfir, eiga Demókratar á hættu að missa meirihlutann í báðum þingdeildum, en Biden segir að fólk þurfi að slaka á. Demókratar muni ná vopnum sínum þegar þingið komi í gegn umbóta- og uppbyggingarlögum hans. Frumvörp eftir forskrift Bidens um félagslegar umbætur og stóreflis fjárfestingar í innviðum og umhverfisvænum lausnum Build Back Better hafa setið föst í þinginu í lengri tíma þar sem þingmenn hans eigin flokks hafa ekki náð lendingu sín á milli um endanlegar áherslur. „Ef mér tekst að koma Build Back Better í gegnum þingið, munum við sjá þessar áhyggjur hverfa fljótt,“ hefur AP eftir forsetanum. Bandaríkin Tengdar fréttir Demókratinn hélt velli í New Jersey Demókratinn Philip Murphy mun sitja annað tímabil sem ríkisstjóri í New Jersey, en hann sigraði repúblikanann Jack Ciattarelli afar naumlega. 3. nóvember 2021 23:42 Árangur Repúblikana skekur Demókrataflokkinn Demókratar hafa áhyggjur af því að niðurstöður ríkisstjórakosninga í Virginíu gefi til kynna að þingkosningarnar á næsta ári muni reynast flokknum erfiðar. Ríkisstjóri Virginíu, sem er Demókrati, tókst ekki að halda embættinu og það þrátt fyrir að Joe Biden, forseti, hafi sigrað Donald Trump með tíu prósentustigum í Virginíu í fyrra. 3. nóvember 2021 14:12 Allar líkur á óvæntum sigri Repúblikana í vígi Demókrata Repúblikaninn Glenn Youngkin verður að öllum líkindum næsti ríkisstjóri Virginíu í Bandaríkjunum en kosningar fóru fram í ríkinu í gær. Hann er tæpum þremur prósentum á undan frambjóðanda Demókrata þegar 95 prósent atkvæða hafa verið talin. 3. nóvember 2021 07:23 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Þetta kemur fram í úttekt fréttastofu AP. Terry McAuliffe tapaði ríkisstjórasætinu í Virginíu til Repúblikana, og flokksbróðir hans Phil Murphy hélt sínum ríkisstjórastól í New Jersey með næfurþunnum mun. Ári eftir að Biden lagði Donald Trump að velli, hafa vinsældir hans farið ört dvínandi, svo að farið hefur um marga af tilhugsun um þingkosningarnar sem fara fram á næsta ári. Fari sem horfir, eiga Demókratar á hættu að missa meirihlutann í báðum þingdeildum, en Biden segir að fólk þurfi að slaka á. Demókratar muni ná vopnum sínum þegar þingið komi í gegn umbóta- og uppbyggingarlögum hans. Frumvörp eftir forskrift Bidens um félagslegar umbætur og stóreflis fjárfestingar í innviðum og umhverfisvænum lausnum Build Back Better hafa setið föst í þinginu í lengri tíma þar sem þingmenn hans eigin flokks hafa ekki náð lendingu sín á milli um endanlegar áherslur. „Ef mér tekst að koma Build Back Better í gegnum þingið, munum við sjá þessar áhyggjur hverfa fljótt,“ hefur AP eftir forsetanum.
Bandaríkin Tengdar fréttir Demókratinn hélt velli í New Jersey Demókratinn Philip Murphy mun sitja annað tímabil sem ríkisstjóri í New Jersey, en hann sigraði repúblikanann Jack Ciattarelli afar naumlega. 3. nóvember 2021 23:42 Árangur Repúblikana skekur Demókrataflokkinn Demókratar hafa áhyggjur af því að niðurstöður ríkisstjórakosninga í Virginíu gefi til kynna að þingkosningarnar á næsta ári muni reynast flokknum erfiðar. Ríkisstjóri Virginíu, sem er Demókrati, tókst ekki að halda embættinu og það þrátt fyrir að Joe Biden, forseti, hafi sigrað Donald Trump með tíu prósentustigum í Virginíu í fyrra. 3. nóvember 2021 14:12 Allar líkur á óvæntum sigri Repúblikana í vígi Demókrata Repúblikaninn Glenn Youngkin verður að öllum líkindum næsti ríkisstjóri Virginíu í Bandaríkjunum en kosningar fóru fram í ríkinu í gær. Hann er tæpum þremur prósentum á undan frambjóðanda Demókrata þegar 95 prósent atkvæða hafa verið talin. 3. nóvember 2021 07:23 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Demókratinn hélt velli í New Jersey Demókratinn Philip Murphy mun sitja annað tímabil sem ríkisstjóri í New Jersey, en hann sigraði repúblikanann Jack Ciattarelli afar naumlega. 3. nóvember 2021 23:42
Árangur Repúblikana skekur Demókrataflokkinn Demókratar hafa áhyggjur af því að niðurstöður ríkisstjórakosninga í Virginíu gefi til kynna að þingkosningarnar á næsta ári muni reynast flokknum erfiðar. Ríkisstjóri Virginíu, sem er Demókrati, tókst ekki að halda embættinu og það þrátt fyrir að Joe Biden, forseti, hafi sigrað Donald Trump með tíu prósentustigum í Virginíu í fyrra. 3. nóvember 2021 14:12
Allar líkur á óvæntum sigri Repúblikana í vígi Demókrata Repúblikaninn Glenn Youngkin verður að öllum líkindum næsti ríkisstjóri Virginíu í Bandaríkjunum en kosningar fóru fram í ríkinu í gær. Hann er tæpum þremur prósentum á undan frambjóðanda Demókrata þegar 95 prósent atkvæða hafa verið talin. 3. nóvember 2021 07:23