Sjálfbær bankaþjónusta Sigríður Hrefna Hrafnkelsdóttir skrifar 5. nóvember 2021 08:30 Sjálfbærni og sjálfbær þróun eru áberandi hugtök í samfélagsumræðunni. Leiðandi fyrirtæki á borð við Íslandsbanka hafa mörg hver markað sér stefnu og sett sér markmið um sjálfbærni í rekstri sem tengd eru heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Þessi vitundarvakning styður við aukna umhverfisvitund viðskiptavina samhliða því sem umræða um umhverfismál og náttúruvernd verður mikilvægari. Í dag átta sig flestir á mikilvægi þess að við förum betur með nærumhverfi okkar og flest höfum við tekið afstöðu til þess hvernig samfélag við viljum sjá til framtíðar. Litlir þættir eins og flokkun sorps og notkun fjölnotapoka virðist lítið tiltökumál á heimilum í dag þó margir hafi mögulega miklað það fyrir sér áður, og plastnotkun fer ört minnkandi hérlendis samhliða aukinni áherslu á betri nýtingu og minni sóun. Hægt og rólega erum við að búa til betra samfélag fyrir komandi kynslóðir. Tækniþróun bætir umhverfið Starfræn umbylting hefur hrist upp í grunnþáttum fjármálakerfisins á síðustu árum. Mögulega tengja ekki allir þessar öru tæknibreytingar við sjálfbærni, enda tengslin ekki jafn augljós og tengslin á milli plastpokanotkunar og umhverfisáhrifa. Áhrifin eru engu að síður umtalsverð. Með nýtingu stafrænna þjónustuleiða banka dregur töluvert úr sótsporinu sem fylgir hverri heimsókn í útibú þeirra. Fyrir tíma stafrænnar þjónustu gat tekið allt að klukkutíma að heimsækja útibú til að hefja bankaviðskipti, stofna reikning og kort. Í dag nægir að opna síma eða tölvu og stafrænar lausnir bankans leiða þig áfram. Stofnun viðskipta tekur ekki lengur klukkutíma heldur fáar mínútur og fyrirhöfn viðskiptavina er lítil. Sögulega hefur mikið umfang pappírs fylgt bankaþjónustu, enda víðtæk krafa um rekjanleika viðskipta. Með stafrænum lausnum og tækifærum sem fylgja rafrænni auðkenningu og undirritun hefur verið hægt að draga umtalsvert úr pappírsnotkun, svo sem í tengslum við greiðslumat eða lántöku sem í dag er alfarið pappírslaus. Þá hafa ákvarðanir í rekstri bankans, sem virðast litlar þegar litið er í baksýnisspegilinn, eins og að hætta útsendingu á yfirlitum á pappírsformi í pósti til einstaklinga (nema þeim sem bankanum ber lögbundin skylda til), haft umtalsverð jákvæð áhrif á umhverfið, enda fleiri tonn af pappír sem hafa sparast við ákvarðanir sem þessar. Aukið val fyrir viðskiptavini Það er ekki bara breyting á samskiptum við viðskiptavini sem leiðir til sjálfbærari bankaþjónustu. Það úrval fjármálavara sem bankinn býður upp á þarf einnig að taka breytingum til að mæta þörfum viðskiptavina framtíðarinnar. Græn lán til einstaklinga, hvort heldur sem er til húsnæðis- eða bifreiðakaupa, eru dæmi um jákvæð skref á sjálfbærnivegferð bankans. Fjölgun vistvænna fasteigna eða vistvænna bifreiða í umferð er gott dæmi um hvernig Íslandsbanki hefur beitt sér sem hreyfiafl til góðra verka og sem slíkur vill bankinn vera í lykilhlutverki þegar kemur að því að hafa sem jákvæðust áhrif á umhverfið. Þá munu stafrænar greiðslulausnir draga úr þörf fyrir útgáfu plast debet- eða kreditkorta sem árlega hleypur á þúsundum. Ákvarðanir um að draga úr plastnotkun í útibúum og um flokkun á sorpi auka umhverfisvitund starfsmanna og viðskiptavina. Sem sterkt hreyfiafl í íslensku þjóðfélagi hefur Íslandsbanki þannig marktæk og varanleg áhrif í þessum málaflokki og gerir það sem hann getur til að viðskiptavinir bankans geti skarað fram úr á þessu sviðið líkt og öðrum sem bankinn kemur nálægt í lífi þeirra. Þannig má nefna að nýr sótsporsreiknir bankans, sem þróaður er í samstarfi við íslenska fjártæknifyrirtækið Meniga og var kynntur fyrr á þessu ári, mun einfalda viðskiptavinum enn frekar að fá betri sýn á hvernig dagleg innkaup geta haft áhrif á umhverfið og þá gripið til viðeigandi kolefnisjöfnunar. Með sótsporsreikninum í appi bankans verður með einföldum hætti hægt að sjá vænt áhrif daglegrar neyslu viðskiptavina á umhverfið. Allt eru þetta lítil skref sem hafa jákvæð áhrif á umhverfið en hefjast öll hjá okkur. Aukin fræðsla, aukin meðvitund og umhverfisvæn hugsun leiða til þess að við tryggjum komandi kynslóðum betra samfélag. Í dag eru umhverfisvænni vörur val sem viðskiptavinum stendur til boða. Einlæg ósk okkar og sýn er að áður en langt um líði verði umhverfisvænir valkostir ekki bara val sem viðskiptavinum standi til boða, heldur sjálfsögð krafa sem viðskiptavinir geri til banka og annarra leiðandi fyrirtækja. Höfundur er framkvæmdastjóri einstaklingssviðs Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenskir bankar Stafræn þróun Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Sjá meira
Sjálfbærni og sjálfbær þróun eru áberandi hugtök í samfélagsumræðunni. Leiðandi fyrirtæki á borð við Íslandsbanka hafa mörg hver markað sér stefnu og sett sér markmið um sjálfbærni í rekstri sem tengd eru heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Þessi vitundarvakning styður við aukna umhverfisvitund viðskiptavina samhliða því sem umræða um umhverfismál og náttúruvernd verður mikilvægari. Í dag átta sig flestir á mikilvægi þess að við förum betur með nærumhverfi okkar og flest höfum við tekið afstöðu til þess hvernig samfélag við viljum sjá til framtíðar. Litlir þættir eins og flokkun sorps og notkun fjölnotapoka virðist lítið tiltökumál á heimilum í dag þó margir hafi mögulega miklað það fyrir sér áður, og plastnotkun fer ört minnkandi hérlendis samhliða aukinni áherslu á betri nýtingu og minni sóun. Hægt og rólega erum við að búa til betra samfélag fyrir komandi kynslóðir. Tækniþróun bætir umhverfið Starfræn umbylting hefur hrist upp í grunnþáttum fjármálakerfisins á síðustu árum. Mögulega tengja ekki allir þessar öru tæknibreytingar við sjálfbærni, enda tengslin ekki jafn augljós og tengslin á milli plastpokanotkunar og umhverfisáhrifa. Áhrifin eru engu að síður umtalsverð. Með nýtingu stafrænna þjónustuleiða banka dregur töluvert úr sótsporinu sem fylgir hverri heimsókn í útibú þeirra. Fyrir tíma stafrænnar þjónustu gat tekið allt að klukkutíma að heimsækja útibú til að hefja bankaviðskipti, stofna reikning og kort. Í dag nægir að opna síma eða tölvu og stafrænar lausnir bankans leiða þig áfram. Stofnun viðskipta tekur ekki lengur klukkutíma heldur fáar mínútur og fyrirhöfn viðskiptavina er lítil. Sögulega hefur mikið umfang pappírs fylgt bankaþjónustu, enda víðtæk krafa um rekjanleika viðskipta. Með stafrænum lausnum og tækifærum sem fylgja rafrænni auðkenningu og undirritun hefur verið hægt að draga umtalsvert úr pappírsnotkun, svo sem í tengslum við greiðslumat eða lántöku sem í dag er alfarið pappírslaus. Þá hafa ákvarðanir í rekstri bankans, sem virðast litlar þegar litið er í baksýnisspegilinn, eins og að hætta útsendingu á yfirlitum á pappírsformi í pósti til einstaklinga (nema þeim sem bankanum ber lögbundin skylda til), haft umtalsverð jákvæð áhrif á umhverfið, enda fleiri tonn af pappír sem hafa sparast við ákvarðanir sem þessar. Aukið val fyrir viðskiptavini Það er ekki bara breyting á samskiptum við viðskiptavini sem leiðir til sjálfbærari bankaþjónustu. Það úrval fjármálavara sem bankinn býður upp á þarf einnig að taka breytingum til að mæta þörfum viðskiptavina framtíðarinnar. Græn lán til einstaklinga, hvort heldur sem er til húsnæðis- eða bifreiðakaupa, eru dæmi um jákvæð skref á sjálfbærnivegferð bankans. Fjölgun vistvænna fasteigna eða vistvænna bifreiða í umferð er gott dæmi um hvernig Íslandsbanki hefur beitt sér sem hreyfiafl til góðra verka og sem slíkur vill bankinn vera í lykilhlutverki þegar kemur að því að hafa sem jákvæðust áhrif á umhverfið. Þá munu stafrænar greiðslulausnir draga úr þörf fyrir útgáfu plast debet- eða kreditkorta sem árlega hleypur á þúsundum. Ákvarðanir um að draga úr plastnotkun í útibúum og um flokkun á sorpi auka umhverfisvitund starfsmanna og viðskiptavina. Sem sterkt hreyfiafl í íslensku þjóðfélagi hefur Íslandsbanki þannig marktæk og varanleg áhrif í þessum málaflokki og gerir það sem hann getur til að viðskiptavinir bankans geti skarað fram úr á þessu sviðið líkt og öðrum sem bankinn kemur nálægt í lífi þeirra. Þannig má nefna að nýr sótsporsreiknir bankans, sem þróaður er í samstarfi við íslenska fjártæknifyrirtækið Meniga og var kynntur fyrr á þessu ári, mun einfalda viðskiptavinum enn frekar að fá betri sýn á hvernig dagleg innkaup geta haft áhrif á umhverfið og þá gripið til viðeigandi kolefnisjöfnunar. Með sótsporsreikninum í appi bankans verður með einföldum hætti hægt að sjá vænt áhrif daglegrar neyslu viðskiptavina á umhverfið. Allt eru þetta lítil skref sem hafa jákvæð áhrif á umhverfið en hefjast öll hjá okkur. Aukin fræðsla, aukin meðvitund og umhverfisvæn hugsun leiða til þess að við tryggjum komandi kynslóðum betra samfélag. Í dag eru umhverfisvænni vörur val sem viðskiptavinum stendur til boða. Einlæg ósk okkar og sýn er að áður en langt um líði verði umhverfisvænir valkostir ekki bara val sem viðskiptavinum standi til boða, heldur sjálfsögð krafa sem viðskiptavinir geri til banka og annarra leiðandi fyrirtækja. Höfundur er framkvæmdastjóri einstaklingssviðs Íslandsbanka.
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun