Bjarki Már fór yfir hvað Xavi kemur með til Barcelona: „Ekki nóg að vinna 1-0, það á að jarða andstæðinginn“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. nóvember 2021 07:00 Bjarki Már þekkir þjálfarann Xavi ágætlega. Vísir/Samsett Bjarki Már Ólafsson, leikgreinandi og þjálfari hjá Al Arabi í Katar, ræddi við Sky Sports um það sem þjálfarinn Xavi hefur fram að færa. Sá tók við stjórn uppeldisfélags síns Barcelona í gær og er búist við miklu af þessum 41 árs gamla Katalóna. Xavi hefur undanfarið stýrt nær óstöðvandi liði Al Sadd í Katar en nú er komið að því að snúa heim. Eftir hörmulegt gengi fékk Hollendingurinn Ronald Koeman sparkið og á Xavi að koma Barcelona aftur í hæstu hæðir. Til að komast að því hvernig þjálfari Xavi er var rætt við Bjarka Má sem veitti ákveðna innsýn í hvernig Xavi er á hliðarlínunni og æfingasvæðinu. „Ég hef verið að skoða og greina Al Sadd síðan hann tók við. Ég hef eytt fjölda klukkustunda í að horfa á lið hans spila og greina leikstílinn. Það hefur verið áhugavert að fylgjast með vinnunni sem hann hefur lagt á sig síðan hann kom hingað. Fólk áttar sig ekki á vinnunni sem hann hefur unnið með Al Sadd,“ sagði Bjarki Már í viðtali við Sky Sports. Xavi Hernandez has been identified as the man to bring the good times back to Barcelona, but what sort of coach is he? Al Arabi match analyst Bjarki Mar Olafsson provides the tactical insight into what the Barca legend has been doing at Al Sadd — Sky Sports (@SkySports) November 5, 2021 „Það er ákveðin einföldun að tala eingöngu um Barcelona og tiki-taka fótbolta af því það sem hann er að gera er mjög spennandi. Hann er með nýstárlega nálgun er kemur að leikstíl.“ Mikil breyting á skömmum tíma Xavi hefur breytt leikstíl og hugmyndafræði félagsins frá því hann kom til félagsins árið 2015. Þar var hann í fjögur ár sem leikmaður áður en hann tók við sem þjálfari. „Ég myndi ekki segja að þeir hafi verið lið sem varðist í lágri blokk en þeir voru lið sem treysti á einstaklingsgæði til að vinna leiki. Eftir að hann tók við snerist allt um liðsheildina. Hann er með bestu leikmennina en hann fær þá til að spila fyrir liðið, bæði í vörn og sókn. Xavi nær því besta fyrir liðið út úr hverjum einasta þeirra.“ „Al Sadd hefur farið úr því að vera sterkt lið í að vera ógnarsterkt lið,“ sagði Bjarki Már en Al Sadd fór taplaust í gegnum deildina á síðustu leiktíð ásamt því að vinna báðar bikarkeppnirnar. Vilja halda boltanum en einnig tæta mótherja sína í sundur „Það snýst ekki allt um að halda boltanum. Leikstíll þeirra snýst um að hafa völd á öllu sem gerist á vellinum, í öllum aðstæðum. Þegar þeir eru ekki með boltann þá pressa þeir hátt og af miklum ákafa. Þeir vilja hafa boltann öllum stundum. Það snýst þó ekki að um að halda boltanum út í hið óendanlega heldur vilja þeir rífa andstæðinga sína í sig.“ „Leikstíll Xavi er eins og straumhörð á, ef þú setur grjót í ánna þá finnur vatnið leið í kringum grjótið. Þannig spilar liðið hans Xavi. Það er ekki nóg að vinna 1-0, það á að jarða andstæðinginn.“ Prinsinn hefur talað Gleymdir the dark side. En kannski kemur hún ekki í ljós — Freyr Alexandersson (@freyrale) November 5, 2021 Þá fær Xavi hrós frá Bjarka Má fyrir meðhöndlun sína á hópnum – sem er án efa sá langsterkasti í deildinni. Ásamt því að vera með Santi Cazorla og Andre Ayew þá inniheldur leikmannahópurinn 12 landsliðsmenn Katar. „Hæfileikar þjálfara maður á mann koma bersýnilega í ljós þegar þú ert með lið sem er fullt af stjörnum. Xavi hefur séð til þess að allir eru að róa í sömu átt, það var eitthvað sem ég efaðist um að myndi ganga í upphafi.“ Breytti um leikkerfi til að fá enn meira út úr leikmönnum sínum „Þegar þú spilar við Xavi-lið þá veistu við hverju má búast. Þú veist hverjar hreyfingarnar verða, hvað liðið mun gera á vinstri vængnum sem og þeim hægri, hvernig þeir staðsetja sig í uppspili. Ég gæti útskýrt alla fasa leiksins hjá liðinu hans Xavi, áherslurnar eru svo skýrar. Jafnvel þó menn skipti um stöður þá vita allir hvað er ætlast til af þeim.“ „Liðið hans vill vinna boltann til baka eins fljótt og auðið er svo það eru lykil augnablik. Þú þarft að komast í gegnum pressuna. Það er það sama þegar þú missir boltann, þú þarft að vera skipulagður því Xavi er svo skipulagður í glundroðanum. Þegar leikurinn er í óreiðu á vinnur liðið hans í níu skipti af hverjum tíu.“ „Það hefur einnig orðið breyting á leikskipulagi. Þegar Xavi tók fyrst við þá spilaði hann eingöngu 4-3-3 en hann var ekki ánægður. Hann taldi að sóknarmenn liðsins myndu nýtast betur í 3-4-3 leikkerfi en með sömu áherslur,“ sagði Bjarki Már áður en hann spáði því að allir í Katar myndu fylgjast spenntir með þróun ferils Xavi hjá Barcelona. Fótbolti Spænski boltinn Katarski boltinn Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Sjá meira
Xavi hefur undanfarið stýrt nær óstöðvandi liði Al Sadd í Katar en nú er komið að því að snúa heim. Eftir hörmulegt gengi fékk Hollendingurinn Ronald Koeman sparkið og á Xavi að koma Barcelona aftur í hæstu hæðir. Til að komast að því hvernig þjálfari Xavi er var rætt við Bjarka Má sem veitti ákveðna innsýn í hvernig Xavi er á hliðarlínunni og æfingasvæðinu. „Ég hef verið að skoða og greina Al Sadd síðan hann tók við. Ég hef eytt fjölda klukkustunda í að horfa á lið hans spila og greina leikstílinn. Það hefur verið áhugavert að fylgjast með vinnunni sem hann hefur lagt á sig síðan hann kom hingað. Fólk áttar sig ekki á vinnunni sem hann hefur unnið með Al Sadd,“ sagði Bjarki Már í viðtali við Sky Sports. Xavi Hernandez has been identified as the man to bring the good times back to Barcelona, but what sort of coach is he? Al Arabi match analyst Bjarki Mar Olafsson provides the tactical insight into what the Barca legend has been doing at Al Sadd — Sky Sports (@SkySports) November 5, 2021 „Það er ákveðin einföldun að tala eingöngu um Barcelona og tiki-taka fótbolta af því það sem hann er að gera er mjög spennandi. Hann er með nýstárlega nálgun er kemur að leikstíl.“ Mikil breyting á skömmum tíma Xavi hefur breytt leikstíl og hugmyndafræði félagsins frá því hann kom til félagsins árið 2015. Þar var hann í fjögur ár sem leikmaður áður en hann tók við sem þjálfari. „Ég myndi ekki segja að þeir hafi verið lið sem varðist í lágri blokk en þeir voru lið sem treysti á einstaklingsgæði til að vinna leiki. Eftir að hann tók við snerist allt um liðsheildina. Hann er með bestu leikmennina en hann fær þá til að spila fyrir liðið, bæði í vörn og sókn. Xavi nær því besta fyrir liðið út úr hverjum einasta þeirra.“ „Al Sadd hefur farið úr því að vera sterkt lið í að vera ógnarsterkt lið,“ sagði Bjarki Már en Al Sadd fór taplaust í gegnum deildina á síðustu leiktíð ásamt því að vinna báðar bikarkeppnirnar. Vilja halda boltanum en einnig tæta mótherja sína í sundur „Það snýst ekki allt um að halda boltanum. Leikstíll þeirra snýst um að hafa völd á öllu sem gerist á vellinum, í öllum aðstæðum. Þegar þeir eru ekki með boltann þá pressa þeir hátt og af miklum ákafa. Þeir vilja hafa boltann öllum stundum. Það snýst þó ekki að um að halda boltanum út í hið óendanlega heldur vilja þeir rífa andstæðinga sína í sig.“ „Leikstíll Xavi er eins og straumhörð á, ef þú setur grjót í ánna þá finnur vatnið leið í kringum grjótið. Þannig spilar liðið hans Xavi. Það er ekki nóg að vinna 1-0, það á að jarða andstæðinginn.“ Prinsinn hefur talað Gleymdir the dark side. En kannski kemur hún ekki í ljós — Freyr Alexandersson (@freyrale) November 5, 2021 Þá fær Xavi hrós frá Bjarka Má fyrir meðhöndlun sína á hópnum – sem er án efa sá langsterkasti í deildinni. Ásamt því að vera með Santi Cazorla og Andre Ayew þá inniheldur leikmannahópurinn 12 landsliðsmenn Katar. „Hæfileikar þjálfara maður á mann koma bersýnilega í ljós þegar þú ert með lið sem er fullt af stjörnum. Xavi hefur séð til þess að allir eru að róa í sömu átt, það var eitthvað sem ég efaðist um að myndi ganga í upphafi.“ Breytti um leikkerfi til að fá enn meira út úr leikmönnum sínum „Þegar þú spilar við Xavi-lið þá veistu við hverju má búast. Þú veist hverjar hreyfingarnar verða, hvað liðið mun gera á vinstri vængnum sem og þeim hægri, hvernig þeir staðsetja sig í uppspili. Ég gæti útskýrt alla fasa leiksins hjá liðinu hans Xavi, áherslurnar eru svo skýrar. Jafnvel þó menn skipti um stöður þá vita allir hvað er ætlast til af þeim.“ „Liðið hans vill vinna boltann til baka eins fljótt og auðið er svo það eru lykil augnablik. Þú þarft að komast í gegnum pressuna. Það er það sama þegar þú missir boltann, þú þarft að vera skipulagður því Xavi er svo skipulagður í glundroðanum. Þegar leikurinn er í óreiðu á vinnur liðið hans í níu skipti af hverjum tíu.“ „Það hefur einnig orðið breyting á leikskipulagi. Þegar Xavi tók fyrst við þá spilaði hann eingöngu 4-3-3 en hann var ekki ánægður. Hann taldi að sóknarmenn liðsins myndu nýtast betur í 3-4-3 leikkerfi en með sömu áherslur,“ sagði Bjarki Már áður en hann spáði því að allir í Katar myndu fylgjast spenntir með þróun ferils Xavi hjá Barcelona.
Fótbolti Spænski boltinn Katarski boltinn Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Sjá meira