Eins og nýtt barn eftir að lifrargjafi fannst á ögurstundu Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. nóvember 2021 20:37 Eldur Elí Bjarkason gekkst undir þrettán klukkustunda lifrarígræðslu í lok ágúst. Hann hefur braggast vel síðan. úr einkasafni Foreldrar átta mánaða drengs, sem gekkst undir lifrarskiptaaðgerð í Svíþjóð í sumar, segja lækna hafa unnið kraftaverk. Drengurinn sé eins og nýtt barn eftir að lifrargjafi fannst á ögurstundu. Eldur Elí fæddist í mars síðastliðnum. Fljótlega kom í ljós að hann var smitaður af veiru sem leiddi á endanum til lifrarbilunar. Í júlí síðastliðnum, þegar hann var um fjögurra mánaða, flugu foreldrar hans með hann til Svíþjóðar þar sem hann þurfti að gangast undir lifrarskiptaaðgerð. En erfiðlega gekk að finna gjafa - þangað til vinkonur Kristínar Gunnarsdóttur, móður Elds Elís, stigu fram ein af annarri. „Og það verður á endanum ein sem er algjörlega hundrað prósent match,“ segir Kristín. „Þeir hafa aldrei upplifað svona marga sem bjóða sig fram. Það eru kannski systkini eða foreldrar en ekki fimmtán manns sem hafa samband. Þeir spurðu bara hvað væri í vatninu hérna á Íslandi,“ bætir Bjarki Páll Eysteinsson, faðir Elds Elís, við. Kapphlaup við tímann á ögurstundu Og það mátti ekki tæpara standa. Eldur Elí var mjög hætt kominn daginn fyrir aðgerðina. „Hann var mjög veikur, hann var kominn á gjörgæslu, þannig að þegar þetta kemur í ljós þá er bara kapp við tímann að koma henni [líffæragjafanum] út og koma honum í aðgerð til að bjarga lífi hans,“ segir Kristín. Gult litarhaft er eitt af einkennum lífrarbilunarinnar sem Eldur Elí glímdi við.úr einkasafni Eldur Elí gekkst undir aðgerðina 27. ágúst. Hún tók fjórtán klukkutíma og honum var haldið sofandi næstu fjóra daga á eftir. Eitt aðaleinkenni veikindanna var gult litarhaft litla drengsins - og faðir hans er ekki í vafa þegar hann er spurður um eftirminnilegasta augnablikið úti í Svíþjóð. „Hann var náttúrulega búinn að vera gulur og með gul augu síðan hann fæddist. Svo opnar hann augun á fimmta degi og þau eru bara skjannahvít. Það var móment sem maður gleymir ekki. Ég hringdi beint í Kristínu og við skiptum, ég hleyp út og hún inn,“ segir Bjarki. Eldur Elí og eldri systkinin tvö, sem bjuggu hjá ömmu og afa á Íslandi þegar litli bróðir dvaldi á spítalanum.úr einkasafni Eins og nýtt barn Kristín og Bjarki voru þrjá mánuði úti í Svíþjóð með Eld Elí, fjarri eldri börnum sínum tveimur. Magnaður bati Elds Elís hefur vakið mikla athygli ytra en Kristín og Markus Gäbel, skurðlæknirinn sem gerði aðgerðina á Eldi Elí, hafa í dag rætt við sænska fjölmiðla um málið. „Það eru ótrúlegar framfarir. Það eru fimm vikur síðan við komum heim og munurinn á honum er bara, maður trúir því ekki. Þetta er nýtt barn,“ segir Bjarki. Kristín tekur heilshugar undir það. „Hann hefur fengið algjöra nýja byrjun. Hann er bara flottastur,“ segir Kristín. Viðtal við Kristínu og Bjarka (sem ranglega er nefndur Brynjar í sjónvarpsútgáfu fréttarinnar), og svipmyndir frá spítaladvölinni í Svíþjóð, má horfa á í spilaranum hér fyrir ofan. Ítarlega verður greint frá sögu Elds Elís, rætt við foreldra hans og líffæragjafann í Íslandi í dag á næstunni. Í fangi mömmu. Með pabba á sjúkrahúsinu.úr einkasafni Kristín og Eldur Elí, áður en hann fékk nýja lifur.úr einkasafni Börn og uppeldi Heilbrigðismál Íslendingar erlendis Líffæragjöf Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Eldur Elí fæddist í mars síðastliðnum. Fljótlega kom í ljós að hann var smitaður af veiru sem leiddi á endanum til lifrarbilunar. Í júlí síðastliðnum, þegar hann var um fjögurra mánaða, flugu foreldrar hans með hann til Svíþjóðar þar sem hann þurfti að gangast undir lifrarskiptaaðgerð. En erfiðlega gekk að finna gjafa - þangað til vinkonur Kristínar Gunnarsdóttur, móður Elds Elís, stigu fram ein af annarri. „Og það verður á endanum ein sem er algjörlega hundrað prósent match,“ segir Kristín. „Þeir hafa aldrei upplifað svona marga sem bjóða sig fram. Það eru kannski systkini eða foreldrar en ekki fimmtán manns sem hafa samband. Þeir spurðu bara hvað væri í vatninu hérna á Íslandi,“ bætir Bjarki Páll Eysteinsson, faðir Elds Elís, við. Kapphlaup við tímann á ögurstundu Og það mátti ekki tæpara standa. Eldur Elí var mjög hætt kominn daginn fyrir aðgerðina. „Hann var mjög veikur, hann var kominn á gjörgæslu, þannig að þegar þetta kemur í ljós þá er bara kapp við tímann að koma henni [líffæragjafanum] út og koma honum í aðgerð til að bjarga lífi hans,“ segir Kristín. Gult litarhaft er eitt af einkennum lífrarbilunarinnar sem Eldur Elí glímdi við.úr einkasafni Eldur Elí gekkst undir aðgerðina 27. ágúst. Hún tók fjórtán klukkutíma og honum var haldið sofandi næstu fjóra daga á eftir. Eitt aðaleinkenni veikindanna var gult litarhaft litla drengsins - og faðir hans er ekki í vafa þegar hann er spurður um eftirminnilegasta augnablikið úti í Svíþjóð. „Hann var náttúrulega búinn að vera gulur og með gul augu síðan hann fæddist. Svo opnar hann augun á fimmta degi og þau eru bara skjannahvít. Það var móment sem maður gleymir ekki. Ég hringdi beint í Kristínu og við skiptum, ég hleyp út og hún inn,“ segir Bjarki. Eldur Elí og eldri systkinin tvö, sem bjuggu hjá ömmu og afa á Íslandi þegar litli bróðir dvaldi á spítalanum.úr einkasafni Eins og nýtt barn Kristín og Bjarki voru þrjá mánuði úti í Svíþjóð með Eld Elí, fjarri eldri börnum sínum tveimur. Magnaður bati Elds Elís hefur vakið mikla athygli ytra en Kristín og Markus Gäbel, skurðlæknirinn sem gerði aðgerðina á Eldi Elí, hafa í dag rætt við sænska fjölmiðla um málið. „Það eru ótrúlegar framfarir. Það eru fimm vikur síðan við komum heim og munurinn á honum er bara, maður trúir því ekki. Þetta er nýtt barn,“ segir Bjarki. Kristín tekur heilshugar undir það. „Hann hefur fengið algjöra nýja byrjun. Hann er bara flottastur,“ segir Kristín. Viðtal við Kristínu og Bjarka (sem ranglega er nefndur Brynjar í sjónvarpsútgáfu fréttarinnar), og svipmyndir frá spítaladvölinni í Svíþjóð, má horfa á í spilaranum hér fyrir ofan. Ítarlega verður greint frá sögu Elds Elís, rætt við foreldra hans og líffæragjafann í Íslandi í dag á næstunni. Í fangi mömmu. Með pabba á sjúkrahúsinu.úr einkasafni Kristín og Eldur Elí, áður en hann fékk nýja lifur.úr einkasafni
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Íslendingar erlendis Líffæragjöf Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira