Fjöldi fólks höfðar mál á hendur Travis Scott vegna tónleika þar sem átta létust Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. nóvember 2021 23:37 Scott er hér á tónleikunum örlagaríku um helgina, þar sem átta létu lífið. Rick Kern/Getty Bandaríski rapparinn Travis Scott stendur frammi fyrir fjölda málsókna eftir að minnst átta létu lífið og hundruð slösuðust í örtröð sem varð á tónleikum hans á tónlistarhátíðinni Astroworld í Texas um helgina. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins, sem segir að einn tónleikagesta sem slasaðist saki rapparann um að hafa hvatt til óeirða meðal tónleikagesta. Sá hefur einnig höfðað mál gegn rapparanum Drake sem steig óvænt á svið á tónleikunum og krefst hann einnar milljónar dollara í miskabætur, eða um 130 milljóna íslenskra króna. Svo virðist sem nokkuð óðagot hafi orðið á tónleikunum þegar hópur tónleikagesta ýtti fólki fyrir framan sig nær sviðinu um leið og Scott birtist þar. BBC hefur eftir tónleikagesti að nokkrum mínútum eftir að tónleikarnir hófust hafi hann verið nokkuð viss um að fólk myndi verða undir og deyja í mannhafinu. „Maður gat ekki hreyft sig eða klórað sér í frama, svo þröngt var þarna,“ sagði Lucas Naccarati við BBC. Ástæðan fyrir troðningnum sem myndaðist virðist hafa verið einföld. Of margir hafi verið á tónleikasvæðinu. Sú staðreynd, auk geðshræringarinnar sem greip um sig þegar rapparinn steig á svið, hafi orðið þess valdandi að minnst átta hafi troðist undir og látist. Ítrekuðum hjálparköllum ekki svarað Breska ríkisútvarpið hefur eftir Tony Buzbee, lögmanni í Houston-borg í Texas, að lögmannsstofa hans væri nú með mál 35 einstaklinga á sinni könnu. Þau mál tengdust öll því „vítaverða gáleysi“ sem leitt hefði til ástandsins sem skapaðist við tónleikasviðið. Buzbee segir að mál hafi verið höfðuð á hendur Scott sjálfum, skipuleggjendum tónleikanna og framkvæmdaaðilum sem að þeim komu. Þar á meðal sé fyrirtækið sem sá um öryggisráðstafanir á tónleikastaðnum. Meðal þess sem Buzbee fer fram á fyrir hendur skjólstæðinga sinna er bráðabirgðalögbann sem myndi skylda Scott og aðra sem málshöfðanirnar beinast að til þess að varðveita sönnunargögn tengd málinu, til að mynda smáskilaboð og önnur samskipti tengd tónleikunum. Meðal skjólstæðinga Buzbee er fjölskylda hins 21 árs Axel Acosta, sem lést þegar hann var troðinn undir í mannfjöldanum. „Þegar hann hneig niður tröðkuðu aðrir tónleikagestir, sem sjálfir voru að reyna að ná andanum, á honum eins og rusli,“ sagði Buzbee á fréttamannafundi með fjölskyldu Acosta sér við hlið. Þá segir í gögnum annarrar málsóknar að tónleikagestir hafi ítrekað beðið öryggisverði á svæðinu um hjálp, en þeir hafi verið hundsaðir með öllu. Breska ríkisútvarpið greinir þá frá því að minnst einn annar lögmaður muni fyrir hönd fleiri en eins umbjóðanda höfða mál á hendur Scott vegna þess hvernig staðið var að tónleikunum. Ekki fyrstu tónleikar Scott sem enda illa Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Scott hefur legið undir ámæli fyrir hegðun sína á mannmörgum tónleikum. Árið 2018 gekkst hann við ákæru um óspektir á almannafæri þegar honum var gefið að sök að hafa hvatt gesti á tónleikum sínum til þess að fylkja sér eins nálægt sviðinu og hægt var. Þá er hann sagður hafa greitt um sjö þúsund dollara, rúmlega 900 þúsund krónur, í miskabætur til þeirra sem slösuðust í það skiptið. Í yfirlýsingu sem rapparinn gaf út vegna atburða helgarinnar sagðist Scott ætla að vinna með samfélaginu í Houston til þess að láta gróa um heilt og styðja við fjölskyldur sem ættu um sárt að binda vegna þeirra. Eins sagðist hann ætla að greiða fyrir útfarir þeirra átta sem létust á tónleikunum. Bandaríkin Tengdar fréttir Lögregla rannsakar dauða átta sem tróðust undir á tónleikum Lögreglan í Houston í Texas hefur hafið rannsókn á dauða átta sem tróðust undir á tónleikum á tónleikahátíðinni Astroworld á föstudag. Hinir látnu voru á aldrinum fjórtán til 27 ára. 7. nóvember 2021 09:00 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Sjá meira
Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins, sem segir að einn tónleikagesta sem slasaðist saki rapparann um að hafa hvatt til óeirða meðal tónleikagesta. Sá hefur einnig höfðað mál gegn rapparanum Drake sem steig óvænt á svið á tónleikunum og krefst hann einnar milljónar dollara í miskabætur, eða um 130 milljóna íslenskra króna. Svo virðist sem nokkuð óðagot hafi orðið á tónleikunum þegar hópur tónleikagesta ýtti fólki fyrir framan sig nær sviðinu um leið og Scott birtist þar. BBC hefur eftir tónleikagesti að nokkrum mínútum eftir að tónleikarnir hófust hafi hann verið nokkuð viss um að fólk myndi verða undir og deyja í mannhafinu. „Maður gat ekki hreyft sig eða klórað sér í frama, svo þröngt var þarna,“ sagði Lucas Naccarati við BBC. Ástæðan fyrir troðningnum sem myndaðist virðist hafa verið einföld. Of margir hafi verið á tónleikasvæðinu. Sú staðreynd, auk geðshræringarinnar sem greip um sig þegar rapparinn steig á svið, hafi orðið þess valdandi að minnst átta hafi troðist undir og látist. Ítrekuðum hjálparköllum ekki svarað Breska ríkisútvarpið hefur eftir Tony Buzbee, lögmanni í Houston-borg í Texas, að lögmannsstofa hans væri nú með mál 35 einstaklinga á sinni könnu. Þau mál tengdust öll því „vítaverða gáleysi“ sem leitt hefði til ástandsins sem skapaðist við tónleikasviðið. Buzbee segir að mál hafi verið höfðuð á hendur Scott sjálfum, skipuleggjendum tónleikanna og framkvæmdaaðilum sem að þeim komu. Þar á meðal sé fyrirtækið sem sá um öryggisráðstafanir á tónleikastaðnum. Meðal þess sem Buzbee fer fram á fyrir hendur skjólstæðinga sinna er bráðabirgðalögbann sem myndi skylda Scott og aðra sem málshöfðanirnar beinast að til þess að varðveita sönnunargögn tengd málinu, til að mynda smáskilaboð og önnur samskipti tengd tónleikunum. Meðal skjólstæðinga Buzbee er fjölskylda hins 21 árs Axel Acosta, sem lést þegar hann var troðinn undir í mannfjöldanum. „Þegar hann hneig niður tröðkuðu aðrir tónleikagestir, sem sjálfir voru að reyna að ná andanum, á honum eins og rusli,“ sagði Buzbee á fréttamannafundi með fjölskyldu Acosta sér við hlið. Þá segir í gögnum annarrar málsóknar að tónleikagestir hafi ítrekað beðið öryggisverði á svæðinu um hjálp, en þeir hafi verið hundsaðir með öllu. Breska ríkisútvarpið greinir þá frá því að minnst einn annar lögmaður muni fyrir hönd fleiri en eins umbjóðanda höfða mál á hendur Scott vegna þess hvernig staðið var að tónleikunum. Ekki fyrstu tónleikar Scott sem enda illa Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Scott hefur legið undir ámæli fyrir hegðun sína á mannmörgum tónleikum. Árið 2018 gekkst hann við ákæru um óspektir á almannafæri þegar honum var gefið að sök að hafa hvatt gesti á tónleikum sínum til þess að fylkja sér eins nálægt sviðinu og hægt var. Þá er hann sagður hafa greitt um sjö þúsund dollara, rúmlega 900 þúsund krónur, í miskabætur til þeirra sem slösuðust í það skiptið. Í yfirlýsingu sem rapparinn gaf út vegna atburða helgarinnar sagðist Scott ætla að vinna með samfélaginu í Houston til þess að láta gróa um heilt og styðja við fjölskyldur sem ættu um sárt að binda vegna þeirra. Eins sagðist hann ætla að greiða fyrir útfarir þeirra átta sem létust á tónleikunum.
Bandaríkin Tengdar fréttir Lögregla rannsakar dauða átta sem tróðust undir á tónleikum Lögreglan í Houston í Texas hefur hafið rannsókn á dauða átta sem tróðust undir á tónleikum á tónleikahátíðinni Astroworld á föstudag. Hinir látnu voru á aldrinum fjórtán til 27 ára. 7. nóvember 2021 09:00 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Sjá meira
Lögregla rannsakar dauða átta sem tróðust undir á tónleikum Lögreglan í Houston í Texas hefur hafið rannsókn á dauða átta sem tróðust undir á tónleikum á tónleikahátíðinni Astroworld á föstudag. Hinir látnu voru á aldrinum fjórtán til 27 ára. 7. nóvember 2021 09:00