Eimskip hagnast um 5,6 milljarða við krefjandi aðstæður Eiður Þór Árnason skrifar 9. nóvember 2021 16:42 Rekstur Eimskips hefur verið góður það sem af er ári. Vísir/Vilhelm Hagnaður Eimskips nam 36,9 milljónum evra, eða um 5,6 milljörðum króna, á fyrstu níu mánuðum ársins samanborið við 3,7 milljónir evra fyrir sama tímabil í fyrra. Þar af hagnaðist félagið um 20,7 milljónir evra á þriðja ársfjórungi 2021, eða um 3,12 milljarða íslenskra króna. Tekjur námu 628,0 milljónum evra á fyrstu níu mánuðum ársins og hækkuðu um 135,3 milljónir evra eða 27,5% milli ára. Eimskip hefur fundið fyrir verulegri aukningu í kostnaði á þriðja ársfjórðungi vegna kaupa á þjónustu flutningsbirgja fyrir hönd viðskiptavina. Alls nam aðlagaður kostnaður á fyrstu níu mánuðum ársins 545,2 milljónum evra sem er hækkun um 99,3 milljónir evra milli tímabila. Skýrist aukningin að mestu af auknum umsvifum og kostnaði tengdum flutningsbirgjum. Aðlöguð EBITDA var 82,8 milljónir evra á síðustu þremur ársfjórðungum samanborið við 46,7 milljónir evra árið áður, sem er aukning um 36,1 milljón evra. Aðlagað EBIT nam 45,8 milljónum evra samanborið við 13,9 milljónir evra fyrir sama tímabil síðasta árs. Þetta kemur fram í nýbirtu uppgjöri Eimskips. Verðhækkanir leitt til aukningar í sölutekjum Að sögn stjórnenda hefur félagið sýnt góðan árangur í áætlunarsiglingum og flutningsmiðlun á síðasta ársfjórðungi, meðal annars vegna hagstæðra markaðstæðna á alþjóðavísu. Áframhaldandi sterkan árangur í gámasiglingum megi rekja til góðs magns, sérstaklega í útflutningi frá Íslandi og Trans-Atlantic flutningum, ásamt virkri tekjustýringu. „Frábær árangur í alþjóðaflutningsmiðlun á markaði sem einkennist af mjög háum alþjóða flutningsverðum sem og skorðum á afkastagetu á alþjóðaflutningamörkuðum,“ segir í tilkynningu. Þá kemur fram að umtalsverðar verðhækkanir frá flutningsbirgjum hafi haft í för með sér samsvarandi aukningu í sölutekjum og metafkoma hafi verið í starfsemi Eimskips í Asíu á þriðja ársfjórðungi. Markaðsaðstæður reynst krefjandi „Ég er mjög ánægður með áframhaldandi sterkan rekstrarárangur á þriðja ársfjórðungi. Niðurstöðurnar einkennast af góðu framlagi frá bæði áætlunarsiglingum og flutningsmiðlun sem eru helstu drifkraftar bættrar afkomu. Þær óvenjulegu markaðsaðstæður sem hafa verið á alþjóðaflutningamörkuðum halda áfram að vera krefjandi og sem fyrr hafa þessar aðstæður bæði áhrif á tekjur og kostnað. Við teljum okkur þó vera farin að sjá fyrstu merki um stöðugleika í alþjóðlegum verðvísitölum,“ segir Vilhelm Már Þorsteinsson, forstjóri fyrirtækisins. „Við áttum annan góðan ársfjórðung í gámasiglingakerfinu sem rekja má til góðrar magnþróunar, sérstaklega í útflutningi frá Íslandi og Trans-Atlantic flutningum, ásamt virkri tekjustýringu. Frystiflutningar í Noregi skiluðu einnig góðum árangri vegna góðrar nýtingar og betra jafnvægis í kerfinu. Í alþjóðaflutningsmiðluninni náðum við frábærum árangri á markaði sem einkennist af mjög háum alþjóða flutningsverðum ásamt skorðum á afkastagetu á alþjóðaflutningsmörkuðum. Þá er ég mjög ánægður að sjá metafkomu í fjórðungnum af starfseminni okkar í Asíu.“ Kauphöllin Skipaflutningar Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Sjá meira
Tekjur námu 628,0 milljónum evra á fyrstu níu mánuðum ársins og hækkuðu um 135,3 milljónir evra eða 27,5% milli ára. Eimskip hefur fundið fyrir verulegri aukningu í kostnaði á þriðja ársfjórðungi vegna kaupa á þjónustu flutningsbirgja fyrir hönd viðskiptavina. Alls nam aðlagaður kostnaður á fyrstu níu mánuðum ársins 545,2 milljónum evra sem er hækkun um 99,3 milljónir evra milli tímabila. Skýrist aukningin að mestu af auknum umsvifum og kostnaði tengdum flutningsbirgjum. Aðlöguð EBITDA var 82,8 milljónir evra á síðustu þremur ársfjórðungum samanborið við 46,7 milljónir evra árið áður, sem er aukning um 36,1 milljón evra. Aðlagað EBIT nam 45,8 milljónum evra samanborið við 13,9 milljónir evra fyrir sama tímabil síðasta árs. Þetta kemur fram í nýbirtu uppgjöri Eimskips. Verðhækkanir leitt til aukningar í sölutekjum Að sögn stjórnenda hefur félagið sýnt góðan árangur í áætlunarsiglingum og flutningsmiðlun á síðasta ársfjórðungi, meðal annars vegna hagstæðra markaðstæðna á alþjóðavísu. Áframhaldandi sterkan árangur í gámasiglingum megi rekja til góðs magns, sérstaklega í útflutningi frá Íslandi og Trans-Atlantic flutningum, ásamt virkri tekjustýringu. „Frábær árangur í alþjóðaflutningsmiðlun á markaði sem einkennist af mjög háum alþjóða flutningsverðum sem og skorðum á afkastagetu á alþjóðaflutningamörkuðum,“ segir í tilkynningu. Þá kemur fram að umtalsverðar verðhækkanir frá flutningsbirgjum hafi haft í för með sér samsvarandi aukningu í sölutekjum og metafkoma hafi verið í starfsemi Eimskips í Asíu á þriðja ársfjórðungi. Markaðsaðstæður reynst krefjandi „Ég er mjög ánægður með áframhaldandi sterkan rekstrarárangur á þriðja ársfjórðungi. Niðurstöðurnar einkennast af góðu framlagi frá bæði áætlunarsiglingum og flutningsmiðlun sem eru helstu drifkraftar bættrar afkomu. Þær óvenjulegu markaðsaðstæður sem hafa verið á alþjóðaflutningamörkuðum halda áfram að vera krefjandi og sem fyrr hafa þessar aðstæður bæði áhrif á tekjur og kostnað. Við teljum okkur þó vera farin að sjá fyrstu merki um stöðugleika í alþjóðlegum verðvísitölum,“ segir Vilhelm Már Þorsteinsson, forstjóri fyrirtækisins. „Við áttum annan góðan ársfjórðung í gámasiglingakerfinu sem rekja má til góðrar magnþróunar, sérstaklega í útflutningi frá Íslandi og Trans-Atlantic flutningum, ásamt virkri tekjustýringu. Frystiflutningar í Noregi skiluðu einnig góðum árangri vegna góðrar nýtingar og betra jafnvægis í kerfinu. Í alþjóðaflutningsmiðluninni náðum við frábærum árangri á markaði sem einkennist af mjög háum alþjóða flutningsverðum ásamt skorðum á afkastagetu á alþjóðaflutningsmörkuðum. Þá er ég mjög ánægður að sjá metafkomu í fjórðungnum af starfseminni okkar í Asíu.“
Kauphöllin Skipaflutningar Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Sjá meira