Ökumaður rafhlaupahjólsins látinn og hinn á gjörgæslu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 10. nóvember 2021 15:52 Guðbrandur Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Sigurjón Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og rannsóknarnefnd samgönguslysa hafa til rannsóknar hvort átt hafi verið við innsigli á rafhlaupahjóli og vespu, sem rákust á í morgun, svo hægt væri að aka hraðar á þeim. Þetta segir Guðbrandur Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglu barst tilkynning um árekstur hjólanna við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Sæbrautar klukkan 8:08 í morgun. Annar ökumannanna lést og hinn slasaðist alvarlega. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var það ökumaður rafhlaupahjólsins sem lést. „Klukkan 08:08 fékk lögregla tilkynningu um umferðarslys þar sem rafhlaupahjól og vespa höfðu lent saman og orðið slys,“ segir Guðbrandur. Óljóst hvort ekið hafi verið á göngustíg eða reiðhjólastíg Að hans sögn er verið að kanna hvort vespan, eða léttbifhjólið eins og það kallast í regluverkinu, sé í öðrum eða fyrsta flokki slíkra ökutækja. Teljist það til annars flokks er hámarkshraði ökutækisins 45 km/klst en 25 km/klst sé það í fyrsta flokki. Aka má rafmagnsvespum á göngustígum komist þær ekki hraðar en 25 km/klst. Sé hraðinn meiri á að aka þeim á götunni. Slysið varð á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Sæbrautar.Vísir/Vilhelm „Ekki er alveg ljóst hér hvort það hafi verið á reiðhjólastígnum eða göngustígnum,“ segir Guðbrandur. Hann segir alla anga málsins til skoðunar en sérstaklega sé það kannað hvort innsigli á hjólunum tveimur hafi verið rofin. „Allir þræðir í málinu eru til skoðunar og málið til rannsóknar og það sem rannsakað er er hvort innsigli hafi verið rofin, bæði á rafmagnshlaupahjólinu og síðan á létta bifhjólinu. Þá er til skoðunar hvort létta bifhjólið sé í flokki eitt eða flokki tvö, með 25 km hámarkshraða eða 45 og hvort það hafi yfir höfuð mátt vera á gangstétt eða bara á vegi. Það er til skoðunar,“ segir Guðbrandur. Klippa: Rannsaka hvort átt hafi verið við hjólin Voru báðir með viðeigandi hjálma Báðir ökumennirnir hafi verið með viðeigandi öryggishjálma en þrátt fyrir það hlotið mjög alvarleg meiðsl. „Annar er látinn og hinn mikið slasaður á gjörgæslu.“ Þetta er fyrsta sinn sem einstaklingur lætur lífið við akstur á rafmagnshlaupahjóli hér á landi. „Jú, það er því miður. Það er eitthvað sem við höfum óttast að gæti komið upp miðað við mikla notkun og oft óvarfærnislega,“ segir Guðbrandur. Slysið var tilkynnt til lögreglu rétt eftir klukkan átta í morgun.Vísir/Vilhelm Hættulegar aðstæður skapist í myrkri og bleytu Ökumenn rafhlaupahjóla fari flestir varlega og eftir reglum en of mörg dæmi séu um að ekki sé farið eftir reglum um slík ökutæki. Talsverð aukning hafi verið í tilkynningum um slys á fólki við akstur slíkra tækja. „Þeim hefur farið fjölgandi og er sveiflukennt milli árstíða. Því miður er talsvert af slysum þar sem fólk hlýtur andlitsmeiðsl eða beinbrot en sem betur fer ekki mjög alvarlegt fyrr en nú. Þar af leiðandi getum við aldrei lagt á það nógu mikla áherslu að fólk fari eftir reglum og allir sýni varúð og varfærni,“ segir Guðbrandur. Lögregla og rannsóknarnefnd samgönglusysa var við rannsókn á slysstað í morgun.Vísir/Vilhelm Aðstæður í morgun hafi verið mjög slæmar, mikið myrkur og hálka vegna bleytu á gangstéttinni. „Við höfum áhyggjum af öllum vegfarendum við slíkar aðstæður, sama hvers konar ökutæki það eru en ekki síður það sem við köllum óvarna vegfarendur sem sjást oft illa í myrkri og bleytu eins og var í morgun. Það er eins og malbikið gleypi stundum umhverfið við slíkar aðstæður. Þá eru götuljós og ökuljós gríðarlega mikilvæg.“ Lögreglumál Samgönguslys Reykjavík Rafhlaupahjól Tengdar fréttir Ökumaður rafhlaupahjólsins lést í slysinu við Sæbraut Banaslys varð norðan gatnamóta Kringlumýrarbrautar og Sæbrautar á níunda tímanum í morgun þegar rafmagnshlaupahjól og létt bifhjól rákust þar saman. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. 10. nóvember 2021 13:37 Skoða hvort átt hafi verið við hjólin Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun við rannsókn sína á alvarlegu slysi við Sæbraut í morgun skoða hvort átt hafi verið við farartækin að því leyti að hægt væri að aka um á þeim yfir leyfilegum hámarkshraða. 10. nóvember 2021 13:03 Mjög alvarlegt slys á göngustíg við Sæbraut Tveir voru fluttir slasaðir á slysadeild Landspítalans eftir árekstur tveggja farartækja á göngustíg við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Sæbrautar á níunda tímanum í morgun. Þetta staðfestir varðstjóri hjá slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu. 10. nóvember 2021 10:13 Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Þetta segir Guðbrandur Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglu barst tilkynning um árekstur hjólanna við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Sæbrautar klukkan 8:08 í morgun. Annar ökumannanna lést og hinn slasaðist alvarlega. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var það ökumaður rafhlaupahjólsins sem lést. „Klukkan 08:08 fékk lögregla tilkynningu um umferðarslys þar sem rafhlaupahjól og vespa höfðu lent saman og orðið slys,“ segir Guðbrandur. Óljóst hvort ekið hafi verið á göngustíg eða reiðhjólastíg Að hans sögn er verið að kanna hvort vespan, eða léttbifhjólið eins og það kallast í regluverkinu, sé í öðrum eða fyrsta flokki slíkra ökutækja. Teljist það til annars flokks er hámarkshraði ökutækisins 45 km/klst en 25 km/klst sé það í fyrsta flokki. Aka má rafmagnsvespum á göngustígum komist þær ekki hraðar en 25 km/klst. Sé hraðinn meiri á að aka þeim á götunni. Slysið varð á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Sæbrautar.Vísir/Vilhelm „Ekki er alveg ljóst hér hvort það hafi verið á reiðhjólastígnum eða göngustígnum,“ segir Guðbrandur. Hann segir alla anga málsins til skoðunar en sérstaklega sé það kannað hvort innsigli á hjólunum tveimur hafi verið rofin. „Allir þræðir í málinu eru til skoðunar og málið til rannsóknar og það sem rannsakað er er hvort innsigli hafi verið rofin, bæði á rafmagnshlaupahjólinu og síðan á létta bifhjólinu. Þá er til skoðunar hvort létta bifhjólið sé í flokki eitt eða flokki tvö, með 25 km hámarkshraða eða 45 og hvort það hafi yfir höfuð mátt vera á gangstétt eða bara á vegi. Það er til skoðunar,“ segir Guðbrandur. Klippa: Rannsaka hvort átt hafi verið við hjólin Voru báðir með viðeigandi hjálma Báðir ökumennirnir hafi verið með viðeigandi öryggishjálma en þrátt fyrir það hlotið mjög alvarleg meiðsl. „Annar er látinn og hinn mikið slasaður á gjörgæslu.“ Þetta er fyrsta sinn sem einstaklingur lætur lífið við akstur á rafmagnshlaupahjóli hér á landi. „Jú, það er því miður. Það er eitthvað sem við höfum óttast að gæti komið upp miðað við mikla notkun og oft óvarfærnislega,“ segir Guðbrandur. Slysið var tilkynnt til lögreglu rétt eftir klukkan átta í morgun.Vísir/Vilhelm Hættulegar aðstæður skapist í myrkri og bleytu Ökumenn rafhlaupahjóla fari flestir varlega og eftir reglum en of mörg dæmi séu um að ekki sé farið eftir reglum um slík ökutæki. Talsverð aukning hafi verið í tilkynningum um slys á fólki við akstur slíkra tækja. „Þeim hefur farið fjölgandi og er sveiflukennt milli árstíða. Því miður er talsvert af slysum þar sem fólk hlýtur andlitsmeiðsl eða beinbrot en sem betur fer ekki mjög alvarlegt fyrr en nú. Þar af leiðandi getum við aldrei lagt á það nógu mikla áherslu að fólk fari eftir reglum og allir sýni varúð og varfærni,“ segir Guðbrandur. Lögregla og rannsóknarnefnd samgönglusysa var við rannsókn á slysstað í morgun.Vísir/Vilhelm Aðstæður í morgun hafi verið mjög slæmar, mikið myrkur og hálka vegna bleytu á gangstéttinni. „Við höfum áhyggjum af öllum vegfarendum við slíkar aðstæður, sama hvers konar ökutæki það eru en ekki síður það sem við köllum óvarna vegfarendur sem sjást oft illa í myrkri og bleytu eins og var í morgun. Það er eins og malbikið gleypi stundum umhverfið við slíkar aðstæður. Þá eru götuljós og ökuljós gríðarlega mikilvæg.“
Lögreglumál Samgönguslys Reykjavík Rafhlaupahjól Tengdar fréttir Ökumaður rafhlaupahjólsins lést í slysinu við Sæbraut Banaslys varð norðan gatnamóta Kringlumýrarbrautar og Sæbrautar á níunda tímanum í morgun þegar rafmagnshlaupahjól og létt bifhjól rákust þar saman. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. 10. nóvember 2021 13:37 Skoða hvort átt hafi verið við hjólin Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun við rannsókn sína á alvarlegu slysi við Sæbraut í morgun skoða hvort átt hafi verið við farartækin að því leyti að hægt væri að aka um á þeim yfir leyfilegum hámarkshraða. 10. nóvember 2021 13:03 Mjög alvarlegt slys á göngustíg við Sæbraut Tveir voru fluttir slasaðir á slysadeild Landspítalans eftir árekstur tveggja farartækja á göngustíg við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Sæbrautar á níunda tímanum í morgun. Þetta staðfestir varðstjóri hjá slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu. 10. nóvember 2021 10:13 Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Ökumaður rafhlaupahjólsins lést í slysinu við Sæbraut Banaslys varð norðan gatnamóta Kringlumýrarbrautar og Sæbrautar á níunda tímanum í morgun þegar rafmagnshlaupahjól og létt bifhjól rákust þar saman. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. 10. nóvember 2021 13:37
Skoða hvort átt hafi verið við hjólin Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun við rannsókn sína á alvarlegu slysi við Sæbraut í morgun skoða hvort átt hafi verið við farartækin að því leyti að hægt væri að aka um á þeim yfir leyfilegum hámarkshraða. 10. nóvember 2021 13:03
Mjög alvarlegt slys á göngustíg við Sæbraut Tveir voru fluttir slasaðir á slysadeild Landspítalans eftir árekstur tveggja farartækja á göngustíg við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Sæbrautar á níunda tímanum í morgun. Þetta staðfestir varðstjóri hjá slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu. 10. nóvember 2021 10:13