„Mælast ekki til þess að þú fáir fleiri en fjóra gesti yfir sólarhringinn“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 14. nóvember 2021 23:00 Kristrún Helga Jóhannsdóttir og Una María Magnúsdóttir. Samsett Óbólusettir sæta útgöngubanni í Austurríki vegna fjölgunar kórónuveirusmita. Á sama tíma eru litlar sem engar samkomutakmarkanir í Danmörku. Íslendingur sem búsettur er í Kaupmannahöfn segir Dani svifaseina í viðbrögðum og óttast harðar aðgerðir á næstunni. Faraldur kórónuveirunnar er ekki bara þreytandi fyrir okkur Íslendinga þar sem faraldurinn er í vexti víða í Evrópu og því fylgja takmarkanir, en mis miklar eftir löndum. Óbólusettir lifa við litlar takmarkanir Bólusettir Danir finna lítið fyrir veirunni þar sem einu takmarkanirnar eru þær að sýna þarf fram á bólusetningarvottorð áður en farið er á veitingastaði, söfn og aðra staði þar sem fólk kemur saman. Óbólusettir þurfa að sýna fram á neikvætt hraðpróf í stað vottorðs. „Þannig í raun hefur þetta engin áhrif á þá sem eru bólusettir, bara á þá sem eru óbólusettir,“ sagði Kristrún Helga Jóhannsdóttir, búsett í Kaupmannahöfn. Kristrún segir að þrátt fyrir litlar sem engar takmarkanir sé mikill uppgangur í smitum en um þrjú þúsund smitast á degi hverjum þar í landi. Útgöngubann fyrir óbólusetta Aðra sögu er að segja af aðgerðum í Hollandi þar sem um 13 þúsund smituðust í gær. Þar taka hertar aðgerðir gildi í kvöld. Veitingastöðum og matvöruverslunum er gert að loka klukkan átta og grímuskylda er nær alls staðar, þar á meðal í skólum. „Þeir eru rosa mikið í reglum um það hversu marga þú mátt fá heim til þín og reglurnar eru þannig núna að þeir mælast ekki til þess að þú fáir fleiri en fjóra gesti yfir sólarhringinn,“ sagði Una María Magnúsdóttir, búsett í Amsterdam. Þá þarf að sýna fram á bólusetningarvottorð þegar farið er á fjölmenna staði líkt og í Danmörku. Hér á landi þekkist það þó ekki með beinum hætti. Það þekkist þó að viðburðarhaldarar krefji fólk um neikvætt hraðpróf. Og svo geta vinnustaðir í einhverjum tilvikum gert kröfu um bólusetningu starfsmanna. Kristrúnu þykir Danir grípa heldur seint í rassinn og óttast að það komi til öfgafullra aðgerða fari smittölur úr böndunum. „Það sem við erum smeyk við hérna er að þeir [Danir] eru svo lengi að grípa í að svo þegar þeir gera það loksins þá dugar ekki það litla sem maður er að sjá á Íslandi heldur fer þetta í þetta harða útgöngubann sem maður hefur ekki upplifað á Íslandi. Grunnskólum hefur ekki verið lokað á Íslandi en það hefur gerst tvisvar hér og í marga mánuði í senn,“ sagði Kristrún. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Holland Íslendingar erlendis Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Faraldur kórónuveirunnar er ekki bara þreytandi fyrir okkur Íslendinga þar sem faraldurinn er í vexti víða í Evrópu og því fylgja takmarkanir, en mis miklar eftir löndum. Óbólusettir lifa við litlar takmarkanir Bólusettir Danir finna lítið fyrir veirunni þar sem einu takmarkanirnar eru þær að sýna þarf fram á bólusetningarvottorð áður en farið er á veitingastaði, söfn og aðra staði þar sem fólk kemur saman. Óbólusettir þurfa að sýna fram á neikvætt hraðpróf í stað vottorðs. „Þannig í raun hefur þetta engin áhrif á þá sem eru bólusettir, bara á þá sem eru óbólusettir,“ sagði Kristrún Helga Jóhannsdóttir, búsett í Kaupmannahöfn. Kristrún segir að þrátt fyrir litlar sem engar takmarkanir sé mikill uppgangur í smitum en um þrjú þúsund smitast á degi hverjum þar í landi. Útgöngubann fyrir óbólusetta Aðra sögu er að segja af aðgerðum í Hollandi þar sem um 13 þúsund smituðust í gær. Þar taka hertar aðgerðir gildi í kvöld. Veitingastöðum og matvöruverslunum er gert að loka klukkan átta og grímuskylda er nær alls staðar, þar á meðal í skólum. „Þeir eru rosa mikið í reglum um það hversu marga þú mátt fá heim til þín og reglurnar eru þannig núna að þeir mælast ekki til þess að þú fáir fleiri en fjóra gesti yfir sólarhringinn,“ sagði Una María Magnúsdóttir, búsett í Amsterdam. Þá þarf að sýna fram á bólusetningarvottorð þegar farið er á fjölmenna staði líkt og í Danmörku. Hér á landi þekkist það þó ekki með beinum hætti. Það þekkist þó að viðburðarhaldarar krefji fólk um neikvætt hraðpróf. Og svo geta vinnustaðir í einhverjum tilvikum gert kröfu um bólusetningu starfsmanna. Kristrúnu þykir Danir grípa heldur seint í rassinn og óttast að það komi til öfgafullra aðgerða fari smittölur úr böndunum. „Það sem við erum smeyk við hérna er að þeir [Danir] eru svo lengi að grípa í að svo þegar þeir gera það loksins þá dugar ekki það litla sem maður er að sjá á Íslandi heldur fer þetta í þetta harða útgöngubann sem maður hefur ekki upplifað á Íslandi. Grunnskólum hefur ekki verið lokað á Íslandi en það hefur gerst tvisvar hér og í marga mánuði í senn,“ sagði Kristrún.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Holland Íslendingar erlendis Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira