Segir Ísland hafa skilað auðu á loftslagsráðstefnunni Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 15. nóvember 2021 09:24 Tryggvi Felixson, formaður Landverndar. Egill Aðalsteinsson Ísland skilaði auðu á loftslagsráðstefnunni í Glasgow og þarf að gera mun betur í loftslagsmálum. Þetta segir formaður Landverndar sem varð fyrir vonbrigðum með niðurstöðu ráðstefnunnar þó ljósir punktar finnist í samningsdrögunum. Formaður Landverndar segir að fyrstu viðbrögð séu vonbrigði þar sem hann vonaðist til að gengið yrði lengra. Margt þurfi að gerast í loftslagsmálum á næstu átta árum. Hann segir þó nokkra ljósa punkta í samningsdrögunum. Þjóðir hafa myndað samstarf um að hætta algjörlega olíuleit og vinnslu á olíu. „Það er líka jákvætt að fleiri þjóðir nefna að þeir þurfi að vernda skóga og eins að draga úr losun metans,“ sagði Tryggvi Felixson, formaður Landverndar. Þá sé mikilvægt að samkomulag hafi náðst um að reyna að takmarka hlýnun jarðar við eina og hálfa gráðu. Segir að Ísland hafi engu bætt við Á næsta ári koma þjóðir að koma saman á ný og vonast Tryggvi til þess að leiðtogar komi þá með enn frekari tillögur um aðgerðir. Hann segir að fulltrúum Íslands veiti ekki af að bæta ráð sitt fyrir þann tíma en að mati Tryggva bætti Ísland engu við á ráðstefnunni. „Við skiluðum auðu á þessum fundi og vísuðum í það að það væri ekki eðlilegt pólitískt ástand en við höfðum langan tíma til að undirbúa okkur þannig það er frekar klén útskýring á því.“ Hann segir að Ísland standi sig ekki nægilega vel sem ein ríkasta þjóð í heimi. Hér sé mikil geta og að margoft hafi verið bent á leiðir til breytinga. „Og í aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar eru um fimmtíu leiðir skilgreindar en enn sem komið er sjáum við ekki að þær skili nema að hluta af því sem við ætlum okkur að gera þannig það vantar mikið upp á á Íslandi og við treystum því að það verði bætt úr þessum vanköntum í vetur og fram á næsta ár þannig þegar kemur að næstu ráðstefnu í Egyptalandi árið 2022 þá skilum við ekki auðu.“ Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Tengdar fréttir „Auðvitað hefði maður viljað sjá okkur ganga lengra“ Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segir að þrátt fyrir að niðurstaða loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna séu viss vonbrigði sé mjög mikilvægt að samkomulag hafi náðst um að reyna að takmarka hlýnun jarðar við 1,5 gráður. 14. nóvember 2021 00:18 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Fleiri fréttir Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Sjá meira
Formaður Landverndar segir að fyrstu viðbrögð séu vonbrigði þar sem hann vonaðist til að gengið yrði lengra. Margt þurfi að gerast í loftslagsmálum á næstu átta árum. Hann segir þó nokkra ljósa punkta í samningsdrögunum. Þjóðir hafa myndað samstarf um að hætta algjörlega olíuleit og vinnslu á olíu. „Það er líka jákvætt að fleiri þjóðir nefna að þeir þurfi að vernda skóga og eins að draga úr losun metans,“ sagði Tryggvi Felixson, formaður Landverndar. Þá sé mikilvægt að samkomulag hafi náðst um að reyna að takmarka hlýnun jarðar við eina og hálfa gráðu. Segir að Ísland hafi engu bætt við Á næsta ári koma þjóðir að koma saman á ný og vonast Tryggvi til þess að leiðtogar komi þá með enn frekari tillögur um aðgerðir. Hann segir að fulltrúum Íslands veiti ekki af að bæta ráð sitt fyrir þann tíma en að mati Tryggva bætti Ísland engu við á ráðstefnunni. „Við skiluðum auðu á þessum fundi og vísuðum í það að það væri ekki eðlilegt pólitískt ástand en við höfðum langan tíma til að undirbúa okkur þannig það er frekar klén útskýring á því.“ Hann segir að Ísland standi sig ekki nægilega vel sem ein ríkasta þjóð í heimi. Hér sé mikil geta og að margoft hafi verið bent á leiðir til breytinga. „Og í aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar eru um fimmtíu leiðir skilgreindar en enn sem komið er sjáum við ekki að þær skili nema að hluta af því sem við ætlum okkur að gera þannig það vantar mikið upp á á Íslandi og við treystum því að það verði bætt úr þessum vanköntum í vetur og fram á næsta ár þannig þegar kemur að næstu ráðstefnu í Egyptalandi árið 2022 þá skilum við ekki auðu.“
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Tengdar fréttir „Auðvitað hefði maður viljað sjá okkur ganga lengra“ Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segir að þrátt fyrir að niðurstaða loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna séu viss vonbrigði sé mjög mikilvægt að samkomulag hafi náðst um að reyna að takmarka hlýnun jarðar við 1,5 gráður. 14. nóvember 2021 00:18 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Fleiri fréttir Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Sjá meira
„Auðvitað hefði maður viljað sjá okkur ganga lengra“ Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segir að þrátt fyrir að niðurstaða loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna séu viss vonbrigði sé mjög mikilvægt að samkomulag hafi náðst um að reyna að takmarka hlýnun jarðar við 1,5 gráður. 14. nóvember 2021 00:18