Óttast að sala Mílu fái litla umfjöllun vegna starfa kjörbréfanefndar Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 15. nóvember 2021 11:52 Oddný G. Harðardóttir telur tvær vikur of knappan tíma fyrir þingið til að fara vel yfir söluna á Mílu. vísir/vilhelm Þingmaður Samfylkingarinnar í þjóðaröryggisráði hefur áhyggjur af því að þingið fái ekki nægan tíma til að fjalla um söluna á Mílu vegna starfa undirbúningskjörbréfanefndar. Frestur til að stöðva söluna rennur út eftir mánuð Samningar voru kláraðir við fjárfestingafélagið Ardian France seinni part síðasta mánaðar. Þjóðaröryggisráð hefur átt nokkra fundi um söluna en Míla sér um rekstur og á stærstan hluta ljósleiðarakerfis Íslands. Þingkona Samfylkingarinnar segir ljóst hve mikilvæg starfsemi fyrirtækisins sé fyrir almannahag og óttast að netöryggi Íslendinga verði háð geðþótta erlends fjárfestingafélags. „Það væri fullkomlega óeðlilegt og ég leyfi mér að segja glapræði að ætla að ganga frá þessari sölu án þess að Alþingi Íslendinga fái að fjalla um skilyrðin,“ segir Oddný G. Harðardóttir, sem á sæti í þjóðaröryggisráði. Þeim skilyrðum verði hugsanlega að fylgja lagasetningar og þingið þurfi því góðan tíma. Gangi ekki að ríkisstjórnin yppi bara öxlum Ráðherra hefur heimild til að stöðva söluna allt að átta vikum frá því að samningar voru gerðir. Sá frestur rennur út 17. desember. En störf undirbúningskjörbréfanefndar hafa gengið mun hægar en margir höfðu vonast eftir. Nefndin lauk gagnaöflun sinni síðasta föstudag og hóf þá í fyrsta skipti að ræða málið efnislega af alvöru. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru nokkuð skiptar skoðanir meðal nefndarmanna um lausnir á málinu en haldið verður áfram að reyna að finna sameiginlega leið á lokuðum fundi nefndarinnar í dag. Formenn ríkisstjórnarflokkanna hafa sagt að þeir muni ekki kynna nýjan stjórnarsáttmála fyrr en nefndin hefur lokið sínum störfum. „Mér finnst það ekki ganga að ríkisstjórn Íslands yppi bara öxlum og segi: „Við ráðum ekki við það að það séu einhver vandræði þarna í Norðvesturkjördæmi.“ Og láti söluna ganga þegjandi og hljóðlaust í gegn,“ segir Oddný. Tvær vikur versti kostur í stöðunni En þing verður að koma saman innan við 10 vikum frá kosningum en sá frestur rennur út 4. desember. Þá hefði það tvær vikur til að fjalla um söluna á Mílu. Væri það nóg? „Ég held að það sé afskaplega knappur tími og það er einmitt það sem ég óttast. Að það verði sett einhver skilyrði á borð fyrir framan okkur Alþingismenn og við okkur verði sagt: „Þið verðið að samþykkja þetta því annars fer salan athugasemdalaust í gegn“,“ segir Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Netöryggi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Frakkland Fjarskipti Salan á Mílu Alþingi Alþingiskosningar 2021 Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir „Það sem má ekki fara á hausinn á ekki að vera í frjálsri eigu“ Drífa Snædal, forseti ASÍ, telur að sala Símans á Mílu geti haft alvarlegar afleiðingar. Viðræðum um söluna lauk í nótt með undirritun kaupsamnings við franska sjóðstýringarfyrirtækið Ardian á hundrað prósent hlutafé í Mílu. 23. október 2021 11:50 Hefði viljað sjá lífeyrissjóðina stíga fastar inn í söluna á Mílu og krefst skýringa Þingmaður Vinstri grænna hefði viljað sjá lífeyrissjóðina stíga fastar inn í söluna á Mílu og fer fram á að stjórnendur þeirra verði spurðir út málið. Hún segist sammála þingmanni Sjálfstæðisflokksins um nauðsyn þess að ný fjarskiptalög verði samþykkt. 24. október 2021 11:36 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Samningar voru kláraðir við fjárfestingafélagið Ardian France seinni part síðasta mánaðar. Þjóðaröryggisráð hefur átt nokkra fundi um söluna en Míla sér um rekstur og á stærstan hluta ljósleiðarakerfis Íslands. Þingkona Samfylkingarinnar segir ljóst hve mikilvæg starfsemi fyrirtækisins sé fyrir almannahag og óttast að netöryggi Íslendinga verði háð geðþótta erlends fjárfestingafélags. „Það væri fullkomlega óeðlilegt og ég leyfi mér að segja glapræði að ætla að ganga frá þessari sölu án þess að Alþingi Íslendinga fái að fjalla um skilyrðin,“ segir Oddný G. Harðardóttir, sem á sæti í þjóðaröryggisráði. Þeim skilyrðum verði hugsanlega að fylgja lagasetningar og þingið þurfi því góðan tíma. Gangi ekki að ríkisstjórnin yppi bara öxlum Ráðherra hefur heimild til að stöðva söluna allt að átta vikum frá því að samningar voru gerðir. Sá frestur rennur út 17. desember. En störf undirbúningskjörbréfanefndar hafa gengið mun hægar en margir höfðu vonast eftir. Nefndin lauk gagnaöflun sinni síðasta föstudag og hóf þá í fyrsta skipti að ræða málið efnislega af alvöru. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru nokkuð skiptar skoðanir meðal nefndarmanna um lausnir á málinu en haldið verður áfram að reyna að finna sameiginlega leið á lokuðum fundi nefndarinnar í dag. Formenn ríkisstjórnarflokkanna hafa sagt að þeir muni ekki kynna nýjan stjórnarsáttmála fyrr en nefndin hefur lokið sínum störfum. „Mér finnst það ekki ganga að ríkisstjórn Íslands yppi bara öxlum og segi: „Við ráðum ekki við það að það séu einhver vandræði þarna í Norðvesturkjördæmi.“ Og láti söluna ganga þegjandi og hljóðlaust í gegn,“ segir Oddný. Tvær vikur versti kostur í stöðunni En þing verður að koma saman innan við 10 vikum frá kosningum en sá frestur rennur út 4. desember. Þá hefði það tvær vikur til að fjalla um söluna á Mílu. Væri það nóg? „Ég held að það sé afskaplega knappur tími og það er einmitt það sem ég óttast. Að það verði sett einhver skilyrði á borð fyrir framan okkur Alþingismenn og við okkur verði sagt: „Þið verðið að samþykkja þetta því annars fer salan athugasemdalaust í gegn“,“ segir Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Netöryggi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Frakkland Fjarskipti Salan á Mílu Alþingi Alþingiskosningar 2021 Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir „Það sem má ekki fara á hausinn á ekki að vera í frjálsri eigu“ Drífa Snædal, forseti ASÍ, telur að sala Símans á Mílu geti haft alvarlegar afleiðingar. Viðræðum um söluna lauk í nótt með undirritun kaupsamnings við franska sjóðstýringarfyrirtækið Ardian á hundrað prósent hlutafé í Mílu. 23. október 2021 11:50 Hefði viljað sjá lífeyrissjóðina stíga fastar inn í söluna á Mílu og krefst skýringa Þingmaður Vinstri grænna hefði viljað sjá lífeyrissjóðina stíga fastar inn í söluna á Mílu og fer fram á að stjórnendur þeirra verði spurðir út málið. Hún segist sammála þingmanni Sjálfstæðisflokksins um nauðsyn þess að ný fjarskiptalög verði samþykkt. 24. október 2021 11:36 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
„Það sem má ekki fara á hausinn á ekki að vera í frjálsri eigu“ Drífa Snædal, forseti ASÍ, telur að sala Símans á Mílu geti haft alvarlegar afleiðingar. Viðræðum um söluna lauk í nótt með undirritun kaupsamnings við franska sjóðstýringarfyrirtækið Ardian á hundrað prósent hlutafé í Mílu. 23. október 2021 11:50
Hefði viljað sjá lífeyrissjóðina stíga fastar inn í söluna á Mílu og krefst skýringa Þingmaður Vinstri grænna hefði viljað sjá lífeyrissjóðina stíga fastar inn í söluna á Mílu og fer fram á að stjórnendur þeirra verði spurðir út málið. Hún segist sammála þingmanni Sjálfstæðisflokksins um nauðsyn þess að ný fjarskiptalög verði samþykkt. 24. október 2021 11:36