Íslenskan er hafsjór Gréta María Grétarsdóttir skrifar 16. nóvember 2021 11:00 Tungumálið er eitt helsta persónueinkenni hverrar manneskju. Tengsl tungumálsins og hugsunar mannsins eru mikil og geta jafnvel talist órjúfanleg heild. Íslenskan er auðvitað ein helsta prýði íslenskrar menningar og höfuðatriði í þeim þáttum sem skilgreina okkur sem þjóð. Hún er einangrað mál sem hlutfallslega fáir tala og orðaforðinn ber þess ýmis merki að vegferðin hefur stundum verið önnur en nágranna í suðri. Hann telur vissulega færri orð en mörg útbreiddari tungumál en er fær um að teikna upp stórbrotnar myndir í hugum fólks á augabragði. Orð og orðtök segja söguna af því hvaðan við komum og því sem við höfum fengist við í gegn um aldirnar. Það ætti ekki að koma mörgum á óvart að mörg orðtök í íslenskunni eiga rætur sínar að rekja til sjósóknar og hafsins, sem hefur verið uppspretta lífsviðurværis, ógnað öryggi okkar, einangrað okkur, en gert okkur kleift að sigla á fjarlægar slóðir að leita ævintýra. Ef tungumálið glatar dýpt sinni gerir það okkur erfiðara að tjá okkur. Hér búa sömuleiðis í dag tugþúsundir nýrra Íslendinga. Fyrir þeim er íslenskan framandi fyrirbæri, áskorun sem hver og einn tekst á við eftir bestu getu. En við eigum auðvitað að aðstoða fólk, gera tungumálið aðgengilegra og hjálpa fólki að kynnast því og sérkennum þess. Eftir því sem skilningur okkar á tungumálinu er betri, þess betur gengur okkur að tala saman. Orðtök þjóna þess vegna mikilvægu hlutverki, að útskýra eða setja í samhengi tilfinningar eða atburði í fáum orðum, þannig að margir skilji. Vegna þess hve samfélagið breytist hratt hættir okkur samt til að gleyma inntaki eða uppruna orðanna sem við notum og þannig týnast þau stundum eða fá óljósari merkingu. Ef við höfum sæmilega tilfinningu fyrir málinu þá rennum við ekki blint í sjóinn þegar við eigum í samskiptum. Ef við til dæmis viljum fara á fjörurnar við einhvern þurfum við að kunna að leggja út netin og vona að viðkomandi bíti á agnið, þeir fiska nefnilega sem róa. Ef svo eitthvað óvænt kemur upp úr kafinu er fátt annað að gera en að reyna að haga seglum eftir vindi, eða í versta falli láta viðkomandi sigla sinn sjó. Það rekur nefnilega margt á fjörur okkar í lífsins ólgusjó, sumt gott en annað slæmt og ein báran er sjaldnast stök. Þá þýðir ekki að leggja árar í bát, við sem höfum marga fjöruna sopið vitum að öldurnar lægir alltaf um síðir. Brim stendur þessa dagana fyrir átaki sem miðar að því að minna á haftengd orðtök í íslensku og merkinguna að baki þeim. Það er við hæfi að hrinda átakinu af stað á degi íslenskrar tungu. Vonandi hefur fólk gaman af en líka gagn. Íslenskan er nefnilega hafsjór. Góð þekking á henni eykur gagnkvæman skilning okkar og hjálpar okkur að eiga í samskiptum. Við þurfum að gæta vel að henni, svo við höfnum ekki á endanum sem fiskar á þurru landi. Höfundur er framkvæmdastjóri nýsköpunar, samfélagsábyrgðar og fjárfestatengsla hjá Brim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenska á tækniöld Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Tungumálið er eitt helsta persónueinkenni hverrar manneskju. Tengsl tungumálsins og hugsunar mannsins eru mikil og geta jafnvel talist órjúfanleg heild. Íslenskan er auðvitað ein helsta prýði íslenskrar menningar og höfuðatriði í þeim þáttum sem skilgreina okkur sem þjóð. Hún er einangrað mál sem hlutfallslega fáir tala og orðaforðinn ber þess ýmis merki að vegferðin hefur stundum verið önnur en nágranna í suðri. Hann telur vissulega færri orð en mörg útbreiddari tungumál en er fær um að teikna upp stórbrotnar myndir í hugum fólks á augabragði. Orð og orðtök segja söguna af því hvaðan við komum og því sem við höfum fengist við í gegn um aldirnar. Það ætti ekki að koma mörgum á óvart að mörg orðtök í íslenskunni eiga rætur sínar að rekja til sjósóknar og hafsins, sem hefur verið uppspretta lífsviðurværis, ógnað öryggi okkar, einangrað okkur, en gert okkur kleift að sigla á fjarlægar slóðir að leita ævintýra. Ef tungumálið glatar dýpt sinni gerir það okkur erfiðara að tjá okkur. Hér búa sömuleiðis í dag tugþúsundir nýrra Íslendinga. Fyrir þeim er íslenskan framandi fyrirbæri, áskorun sem hver og einn tekst á við eftir bestu getu. En við eigum auðvitað að aðstoða fólk, gera tungumálið aðgengilegra og hjálpa fólki að kynnast því og sérkennum þess. Eftir því sem skilningur okkar á tungumálinu er betri, þess betur gengur okkur að tala saman. Orðtök þjóna þess vegna mikilvægu hlutverki, að útskýra eða setja í samhengi tilfinningar eða atburði í fáum orðum, þannig að margir skilji. Vegna þess hve samfélagið breytist hratt hættir okkur samt til að gleyma inntaki eða uppruna orðanna sem við notum og þannig týnast þau stundum eða fá óljósari merkingu. Ef við höfum sæmilega tilfinningu fyrir málinu þá rennum við ekki blint í sjóinn þegar við eigum í samskiptum. Ef við til dæmis viljum fara á fjörurnar við einhvern þurfum við að kunna að leggja út netin og vona að viðkomandi bíti á agnið, þeir fiska nefnilega sem róa. Ef svo eitthvað óvænt kemur upp úr kafinu er fátt annað að gera en að reyna að haga seglum eftir vindi, eða í versta falli láta viðkomandi sigla sinn sjó. Það rekur nefnilega margt á fjörur okkar í lífsins ólgusjó, sumt gott en annað slæmt og ein báran er sjaldnast stök. Þá þýðir ekki að leggja árar í bát, við sem höfum marga fjöruna sopið vitum að öldurnar lægir alltaf um síðir. Brim stendur þessa dagana fyrir átaki sem miðar að því að minna á haftengd orðtök í íslensku og merkinguna að baki þeim. Það er við hæfi að hrinda átakinu af stað á degi íslenskrar tungu. Vonandi hefur fólk gaman af en líka gagn. Íslenskan er nefnilega hafsjór. Góð þekking á henni eykur gagnkvæman skilning okkar og hjálpar okkur að eiga í samskiptum. Við þurfum að gæta vel að henni, svo við höfnum ekki á endanum sem fiskar á þurru landi. Höfundur er framkvæmdastjóri nýsköpunar, samfélagsábyrgðar og fjárfestatengsla hjá Brim.
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar