Alþingi jafnvel kallað saman fyrir lok vikunnar Heimir Már Pétursson skrifar 16. nóvember 2021 13:17 Alþingi verður kallað saman með stuttum fyrirvara eftir að undirbúningskjörbréfanefnd lýkur störfum. Vísir/Viljelm Forsætisráðherra segir formenn stjórnarflokkanna langt komna með texta að nýjum stjórnarsáttmála en ekki sé farið að ræða verkaskiptingu. Kynnig á sáttmálanum muni bíða þar til endanleg niðurstaða liggi fyrir í Norðvesturkjördæmi. Undirbúningskjörbréfanefnd kom saman til fundar klukkan tíu í morgun og bindur formaður nefndarinnar vonir við að hún ljúki störfum sínum fyrir lok þessarar viku. Næst komandi laugardag eru átta vikur liðnar frá alþingiskosningunum hinn 25. september en þing skal koma saman eigi síðar en tíu vikum frá kjördegi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir formenn stjórnarflokkanna langt komna í textagerð stjórnarsáttmála til næstu fjögurra ára.Verið sé að fara yfir textann og fínpússa. Katrín Jakobsdóttir segir samningu ný stjórnarsáttmála langt komna en kynning á honum og nýrri ríkisstjórn bíði endanlegrar niðurstöðu Alþingis varðandi kjörbréf í Norðvesturkjördæmi.Stöð 2/Sigurjón „Við erum ekki enn komin á þann stað að við séum búin að botna umræðu bæði um verkefnatilflutninga og verkaskiptingu í ráðuneytum. En við stefnum að því að vera tilbúin um leið og sú staða skapast. Það hangir auðvitað á því að Alþingi komi saman og taki afstöðu til kjörbréfa,“ segir Katrín. Þegar undirbúningskjörbréfanefnd hefur lokið sínu hlutverki verður strax boðað til fyrsta þingfundar kjörtímabilsins þar sem formlega verið kosið í kjörbréfanefnd. Það gæti gerst einhver næstu daga, jafnvel á laugardag. Nefndin þarf að minnsta kosti einn sólarhring til að kynna málið í þingflokkum og koma fram með endanlega tillögu til þingmanna að greiða atkvæði um. „Þegar Alþingi hefur lokið afgreiðslu málsins er hægt að taka næstu skref. Það veltur auðvitað á því hver niðurstaða Alþingis verður. En þá er hægt að fara að undirbúa að kynna nýja ríkisstjórn og stjórnarsáttmála,“ segir forsætisráðherra. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins segir alþingiskosningunum ekki lokið fyrr en Alþingi hafi afgreitt kjörbréf þingmanna.vísir/vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra tekur í sama streng. Endurnýjaður stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar og kannski einhver endurskipulagning á stjórnkerfi og nýir ráðherrar; það er ekki hægt að gera það fyrr en eftir kosningar og kosningum er ekki lokið fyrr en þessari vinnu er lokið,“ segir Sigurður Ingi. Alþingiskosningar 2021 Alþingi Norðvesturkjördæmi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Niðurstöðu að vænta varðandi Norðvesturkjördæmi eftir helgi Undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis er byrjuð ræða efnislega þau álitaefni sem ráða munu niðurstöðu hennar varðandi tillögu um afgreiðslu útgefinna kjörbréfa til þingmanna í Norðvesturkjördæmi. Nýr stjórnarsáttmáli mögulega kynntur í næstu viku. 12. nóvember 2021 21:18 Fleiri frávik fundust í kjörgögnum Norðvesturkjördæmis í dag Undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis fann í dag fleiri frávik frá talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi en komu fram við endurtalningu og síðar. Tillaga nefndarinnar um hvernig bregðast skuli við frávikunum liggur væntanlega fyrir í næstu viku. 11. nóvember 2021 19:20 Kynning ríkisstjórnar gæti dregist um eina til þrjár vikur Eftir að undirbúningskjörbréfanefnd hefur skilað af sér gætu liðið ein til þrjár vikur í að ný ríkisstjórn yrði kynnt, allt eftir því hver niðurstaða nefndarinnar verður. Hún mun mögulega fara í aðra vettvangsheimsókn á talningarstað í Borgarnesi á morgun. 10. nóvember 2021 11:55 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Sjá meira
Undirbúningskjörbréfanefnd kom saman til fundar klukkan tíu í morgun og bindur formaður nefndarinnar vonir við að hún ljúki störfum sínum fyrir lok þessarar viku. Næst komandi laugardag eru átta vikur liðnar frá alþingiskosningunum hinn 25. september en þing skal koma saman eigi síðar en tíu vikum frá kjördegi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir formenn stjórnarflokkanna langt komna í textagerð stjórnarsáttmála til næstu fjögurra ára.Verið sé að fara yfir textann og fínpússa. Katrín Jakobsdóttir segir samningu ný stjórnarsáttmála langt komna en kynning á honum og nýrri ríkisstjórn bíði endanlegrar niðurstöðu Alþingis varðandi kjörbréf í Norðvesturkjördæmi.Stöð 2/Sigurjón „Við erum ekki enn komin á þann stað að við séum búin að botna umræðu bæði um verkefnatilflutninga og verkaskiptingu í ráðuneytum. En við stefnum að því að vera tilbúin um leið og sú staða skapast. Það hangir auðvitað á því að Alþingi komi saman og taki afstöðu til kjörbréfa,“ segir Katrín. Þegar undirbúningskjörbréfanefnd hefur lokið sínu hlutverki verður strax boðað til fyrsta þingfundar kjörtímabilsins þar sem formlega verið kosið í kjörbréfanefnd. Það gæti gerst einhver næstu daga, jafnvel á laugardag. Nefndin þarf að minnsta kosti einn sólarhring til að kynna málið í þingflokkum og koma fram með endanlega tillögu til þingmanna að greiða atkvæði um. „Þegar Alþingi hefur lokið afgreiðslu málsins er hægt að taka næstu skref. Það veltur auðvitað á því hver niðurstaða Alþingis verður. En þá er hægt að fara að undirbúa að kynna nýja ríkisstjórn og stjórnarsáttmála,“ segir forsætisráðherra. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins segir alþingiskosningunum ekki lokið fyrr en Alþingi hafi afgreitt kjörbréf þingmanna.vísir/vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra tekur í sama streng. Endurnýjaður stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar og kannski einhver endurskipulagning á stjórnkerfi og nýir ráðherrar; það er ekki hægt að gera það fyrr en eftir kosningar og kosningum er ekki lokið fyrr en þessari vinnu er lokið,“ segir Sigurður Ingi.
Alþingiskosningar 2021 Alþingi Norðvesturkjördæmi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Niðurstöðu að vænta varðandi Norðvesturkjördæmi eftir helgi Undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis er byrjuð ræða efnislega þau álitaefni sem ráða munu niðurstöðu hennar varðandi tillögu um afgreiðslu útgefinna kjörbréfa til þingmanna í Norðvesturkjördæmi. Nýr stjórnarsáttmáli mögulega kynntur í næstu viku. 12. nóvember 2021 21:18 Fleiri frávik fundust í kjörgögnum Norðvesturkjördæmis í dag Undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis fann í dag fleiri frávik frá talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi en komu fram við endurtalningu og síðar. Tillaga nefndarinnar um hvernig bregðast skuli við frávikunum liggur væntanlega fyrir í næstu viku. 11. nóvember 2021 19:20 Kynning ríkisstjórnar gæti dregist um eina til þrjár vikur Eftir að undirbúningskjörbréfanefnd hefur skilað af sér gætu liðið ein til þrjár vikur í að ný ríkisstjórn yrði kynnt, allt eftir því hver niðurstaða nefndarinnar verður. Hún mun mögulega fara í aðra vettvangsheimsókn á talningarstað í Borgarnesi á morgun. 10. nóvember 2021 11:55 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Sjá meira
Niðurstöðu að vænta varðandi Norðvesturkjördæmi eftir helgi Undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis er byrjuð ræða efnislega þau álitaefni sem ráða munu niðurstöðu hennar varðandi tillögu um afgreiðslu útgefinna kjörbréfa til þingmanna í Norðvesturkjördæmi. Nýr stjórnarsáttmáli mögulega kynntur í næstu viku. 12. nóvember 2021 21:18
Fleiri frávik fundust í kjörgögnum Norðvesturkjördæmis í dag Undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis fann í dag fleiri frávik frá talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi en komu fram við endurtalningu og síðar. Tillaga nefndarinnar um hvernig bregðast skuli við frávikunum liggur væntanlega fyrir í næstu viku. 11. nóvember 2021 19:20
Kynning ríkisstjórnar gæti dregist um eina til þrjár vikur Eftir að undirbúningskjörbréfanefnd hefur skilað af sér gætu liðið ein til þrjár vikur í að ný ríkisstjórn yrði kynnt, allt eftir því hver niðurstaða nefndarinnar verður. Hún mun mögulega fara í aðra vettvangsheimsókn á talningarstað í Borgarnesi á morgun. 10. nóvember 2021 11:55