Dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að brenna Byrgi á Akureyri Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. nóvember 2021 14:48 Jarðhæð hússins var ónýt eftir brunann og komst eldurinn upp á aðra hæð hússins áður en slökkviliði tókst að ráða niðurlögum hans. Vísir/Tryggvi Páll Kristófer Örn Sigurðarson hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa í nóvember 2019 kveikt í húsinu Byrgi í Sandgerðisbót á Akureyri. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Norðurlands eystra í síðustu viku. Kristófer er dæmdur fyrir að hafa aðfaranótt miðvikudagsins 6. nóvember 2019 kveikt á brauðrist, sem staðsett var frammi á gangi við eldhúsið og lagt viskastykki yfir hana áður en hann gekk út. Kristófer var búsettur á jarðhæð hússins og olli með athæfi sínu eldsvoða sem hafði það í för með sér að íbúar á efri hæðinni voru í bersýnilegum lífsháska segir í dómi héraðsdóms. Þá hafi verið augljós hætta á yfirgripsmikilli eyðingu húsnæðisins hefði eldurinn náð að breiðast enn frekar út en íbúar á efri hæð hússins urðu eldsins varir og gerðu slökkviliði viðvart. Fram kemur í dómnum að klukkan 1:33 á aðfaranótt 6. nóvember 2019 hafi verið óskað eftir aðstoð lögreglu og slökkviliðs vegna elds í Byrgi. Allir hafi þá verið komnir út úr húsinu. Lögregla hafi verið komin á vettvang tveimur mínútum eftir tilkynninguna, hurð á jarðhæð hafi verið sparkað upp og kallað inn en enginn svarað. Eldur hafi þar logað á gólfi milli forstofu og hols. Játaði verknaðinn morguninn eftir Nágrannarnir, sem þá voru komnir út úr húsinu, sögðust hafa heyrt hurðarskell á neðri hæðinni rétt áður en þeir fundu reykjarlykt. Kristófer var handtekinn strax sömu nótt, grunaður um að hafa kveikt eldinn, en lögregla fann hann á gatnamótum Hörgárbrautar og Stórholts. Sjá einnig: Einn í haldi lögreglu vegna brunans á Akureyri Kristófer hafi við handtökuna, rétt fyrir klukkan tvö þessa nótt, verið óðamála og sagst vilja hitta lækni, komast á geðdeild og fá lögfræðing. Hann hafi hins vegar harðneitað að hafa kveikt í húsinu. Morguninn eftir hafi lögreglumaður verið að fylgja Kristófer á salernið þegar hann hafi skyndilega og upp úr þurru sagst hafa kveikt í húsinu og lýsti því nákvæmlega hvað hann hafi gert. Um klukkutíma síðar, rétt fyrir klukkan átta, hafi lögregla litið inn til hans í fangaklefa þar sem hann var búinn að binda band um háls sér, rætt hafi verið við hann og bandið tekið af honum. Hann hafi aftur sagst hafa kveikt í. Framkallaði ítrekað geðrofsástand með neyslu áfengis og fíkniefna Fram kemur í dómnum að klukkan 00:35 sömu nótt og kveikt var í hafi nágranni Kristófers hringt á lögreglu og óskað eftir aðstoð þar sem Kristófer hafi lokað á heita vatnið hjá honum og slegið út rafmagninu. Lögregla hafi farið á vettvang og leystist úr deilunum. Þá hafi Kristófer, klukkan hálf tíu kvöldið áður leitað á lögreglustöðina, talandi við sjálfan sig, í miklu ójafnvægi, ör og óðamála. Honum hafi verið boðið inn og boðið að gista, sem hann þáði, en hann hafi farið aftur heim klukkutíma síðar. Geðlæknir, sem mat ástand Kristófers, sagði fyrir dómi að hann hafi verið langveikur, í geðrofsástandi af og til í mörg ár og fengið mikla þjónustu hjá geðdeild Landspítalans og Sjúkrahússins á Akureyri. Geðrofsástand hans virtist framkallast af neyslu áfengis og fíkniefna. Mat geðlæknisins var það að Kristófer hafi ekki verið alls ófær um að stjórna gerðum sínum þegar bruninn átti sér stað, en hann áttaði sig almennt á afleiðingum gjörða sinna. Kristófer neitaði sök fyrir dómi en hafði þegar við skýrslutöku hjá lögreglu, í viðurvist verjanda síns, viðurkennt að hafa kveikt í húsinu og lýsti aðferðinni við það ítarlega. Dómsmál Akureyri Tengdar fréttir Þeim handtekna sleppt úr haldi Maðurinn sem handtekinn var í nótt í tengslum við bruna á Akureyri hefur verið látinn laus. Þá miðar rannsókn á brunanum vel, samkvæmt Lögreglunni á Norðurlandi eystra. 6. nóvember 2019 20:34 Einn í haldi lögreglu vegna brunans á Akureyri Eldsupptök voru á neðstu hæð hússins en ekki fæst staðfest hvort grunur sé um íkveikju. 6. nóvember 2019 11:49 Mikill eldur kviknaði í íbúðarhúsi á Akureyri Jarðhæð hússins, þar sem eldurinn virðist hafa komið upp, er ónýt. 6. nóvember 2019 07:28 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Sjá meira
Kristófer er dæmdur fyrir að hafa aðfaranótt miðvikudagsins 6. nóvember 2019 kveikt á brauðrist, sem staðsett var frammi á gangi við eldhúsið og lagt viskastykki yfir hana áður en hann gekk út. Kristófer var búsettur á jarðhæð hússins og olli með athæfi sínu eldsvoða sem hafði það í för með sér að íbúar á efri hæðinni voru í bersýnilegum lífsháska segir í dómi héraðsdóms. Þá hafi verið augljós hætta á yfirgripsmikilli eyðingu húsnæðisins hefði eldurinn náð að breiðast enn frekar út en íbúar á efri hæð hússins urðu eldsins varir og gerðu slökkviliði viðvart. Fram kemur í dómnum að klukkan 1:33 á aðfaranótt 6. nóvember 2019 hafi verið óskað eftir aðstoð lögreglu og slökkviliðs vegna elds í Byrgi. Allir hafi þá verið komnir út úr húsinu. Lögregla hafi verið komin á vettvang tveimur mínútum eftir tilkynninguna, hurð á jarðhæð hafi verið sparkað upp og kallað inn en enginn svarað. Eldur hafi þar logað á gólfi milli forstofu og hols. Játaði verknaðinn morguninn eftir Nágrannarnir, sem þá voru komnir út úr húsinu, sögðust hafa heyrt hurðarskell á neðri hæðinni rétt áður en þeir fundu reykjarlykt. Kristófer var handtekinn strax sömu nótt, grunaður um að hafa kveikt eldinn, en lögregla fann hann á gatnamótum Hörgárbrautar og Stórholts. Sjá einnig: Einn í haldi lögreglu vegna brunans á Akureyri Kristófer hafi við handtökuna, rétt fyrir klukkan tvö þessa nótt, verið óðamála og sagst vilja hitta lækni, komast á geðdeild og fá lögfræðing. Hann hafi hins vegar harðneitað að hafa kveikt í húsinu. Morguninn eftir hafi lögreglumaður verið að fylgja Kristófer á salernið þegar hann hafi skyndilega og upp úr þurru sagst hafa kveikt í húsinu og lýsti því nákvæmlega hvað hann hafi gert. Um klukkutíma síðar, rétt fyrir klukkan átta, hafi lögregla litið inn til hans í fangaklefa þar sem hann var búinn að binda band um háls sér, rætt hafi verið við hann og bandið tekið af honum. Hann hafi aftur sagst hafa kveikt í. Framkallaði ítrekað geðrofsástand með neyslu áfengis og fíkniefna Fram kemur í dómnum að klukkan 00:35 sömu nótt og kveikt var í hafi nágranni Kristófers hringt á lögreglu og óskað eftir aðstoð þar sem Kristófer hafi lokað á heita vatnið hjá honum og slegið út rafmagninu. Lögregla hafi farið á vettvang og leystist úr deilunum. Þá hafi Kristófer, klukkan hálf tíu kvöldið áður leitað á lögreglustöðina, talandi við sjálfan sig, í miklu ójafnvægi, ör og óðamála. Honum hafi verið boðið inn og boðið að gista, sem hann þáði, en hann hafi farið aftur heim klukkutíma síðar. Geðlæknir, sem mat ástand Kristófers, sagði fyrir dómi að hann hafi verið langveikur, í geðrofsástandi af og til í mörg ár og fengið mikla þjónustu hjá geðdeild Landspítalans og Sjúkrahússins á Akureyri. Geðrofsástand hans virtist framkallast af neyslu áfengis og fíkniefna. Mat geðlæknisins var það að Kristófer hafi ekki verið alls ófær um að stjórna gerðum sínum þegar bruninn átti sér stað, en hann áttaði sig almennt á afleiðingum gjörða sinna. Kristófer neitaði sök fyrir dómi en hafði þegar við skýrslutöku hjá lögreglu, í viðurvist verjanda síns, viðurkennt að hafa kveikt í húsinu og lýsti aðferðinni við það ítarlega.
Dómsmál Akureyri Tengdar fréttir Þeim handtekna sleppt úr haldi Maðurinn sem handtekinn var í nótt í tengslum við bruna á Akureyri hefur verið látinn laus. Þá miðar rannsókn á brunanum vel, samkvæmt Lögreglunni á Norðurlandi eystra. 6. nóvember 2019 20:34 Einn í haldi lögreglu vegna brunans á Akureyri Eldsupptök voru á neðstu hæð hússins en ekki fæst staðfest hvort grunur sé um íkveikju. 6. nóvember 2019 11:49 Mikill eldur kviknaði í íbúðarhúsi á Akureyri Jarðhæð hússins, þar sem eldurinn virðist hafa komið upp, er ónýt. 6. nóvember 2019 07:28 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Sjá meira
Þeim handtekna sleppt úr haldi Maðurinn sem handtekinn var í nótt í tengslum við bruna á Akureyri hefur verið látinn laus. Þá miðar rannsókn á brunanum vel, samkvæmt Lögreglunni á Norðurlandi eystra. 6. nóvember 2019 20:34
Einn í haldi lögreglu vegna brunans á Akureyri Eldsupptök voru á neðstu hæð hússins en ekki fæst staðfest hvort grunur sé um íkveikju. 6. nóvember 2019 11:49
Mikill eldur kviknaði í íbúðarhúsi á Akureyri Jarðhæð hússins, þar sem eldurinn virðist hafa komið upp, er ónýt. 6. nóvember 2019 07:28