Dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að brenna Byrgi á Akureyri Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. nóvember 2021 14:48 Jarðhæð hússins var ónýt eftir brunann og komst eldurinn upp á aðra hæð hússins áður en slökkviliði tókst að ráða niðurlögum hans. Vísir/Tryggvi Páll Kristófer Örn Sigurðarson hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa í nóvember 2019 kveikt í húsinu Byrgi í Sandgerðisbót á Akureyri. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Norðurlands eystra í síðustu viku. Kristófer er dæmdur fyrir að hafa aðfaranótt miðvikudagsins 6. nóvember 2019 kveikt á brauðrist, sem staðsett var frammi á gangi við eldhúsið og lagt viskastykki yfir hana áður en hann gekk út. Kristófer var búsettur á jarðhæð hússins og olli með athæfi sínu eldsvoða sem hafði það í för með sér að íbúar á efri hæðinni voru í bersýnilegum lífsháska segir í dómi héraðsdóms. Þá hafi verið augljós hætta á yfirgripsmikilli eyðingu húsnæðisins hefði eldurinn náð að breiðast enn frekar út en íbúar á efri hæð hússins urðu eldsins varir og gerðu slökkviliði viðvart. Fram kemur í dómnum að klukkan 1:33 á aðfaranótt 6. nóvember 2019 hafi verið óskað eftir aðstoð lögreglu og slökkviliðs vegna elds í Byrgi. Allir hafi þá verið komnir út úr húsinu. Lögregla hafi verið komin á vettvang tveimur mínútum eftir tilkynninguna, hurð á jarðhæð hafi verið sparkað upp og kallað inn en enginn svarað. Eldur hafi þar logað á gólfi milli forstofu og hols. Játaði verknaðinn morguninn eftir Nágrannarnir, sem þá voru komnir út úr húsinu, sögðust hafa heyrt hurðarskell á neðri hæðinni rétt áður en þeir fundu reykjarlykt. Kristófer var handtekinn strax sömu nótt, grunaður um að hafa kveikt eldinn, en lögregla fann hann á gatnamótum Hörgárbrautar og Stórholts. Sjá einnig: Einn í haldi lögreglu vegna brunans á Akureyri Kristófer hafi við handtökuna, rétt fyrir klukkan tvö þessa nótt, verið óðamála og sagst vilja hitta lækni, komast á geðdeild og fá lögfræðing. Hann hafi hins vegar harðneitað að hafa kveikt í húsinu. Morguninn eftir hafi lögreglumaður verið að fylgja Kristófer á salernið þegar hann hafi skyndilega og upp úr þurru sagst hafa kveikt í húsinu og lýsti því nákvæmlega hvað hann hafi gert. Um klukkutíma síðar, rétt fyrir klukkan átta, hafi lögregla litið inn til hans í fangaklefa þar sem hann var búinn að binda band um háls sér, rætt hafi verið við hann og bandið tekið af honum. Hann hafi aftur sagst hafa kveikt í. Framkallaði ítrekað geðrofsástand með neyslu áfengis og fíkniefna Fram kemur í dómnum að klukkan 00:35 sömu nótt og kveikt var í hafi nágranni Kristófers hringt á lögreglu og óskað eftir aðstoð þar sem Kristófer hafi lokað á heita vatnið hjá honum og slegið út rafmagninu. Lögregla hafi farið á vettvang og leystist úr deilunum. Þá hafi Kristófer, klukkan hálf tíu kvöldið áður leitað á lögreglustöðina, talandi við sjálfan sig, í miklu ójafnvægi, ör og óðamála. Honum hafi verið boðið inn og boðið að gista, sem hann þáði, en hann hafi farið aftur heim klukkutíma síðar. Geðlæknir, sem mat ástand Kristófers, sagði fyrir dómi að hann hafi verið langveikur, í geðrofsástandi af og til í mörg ár og fengið mikla þjónustu hjá geðdeild Landspítalans og Sjúkrahússins á Akureyri. Geðrofsástand hans virtist framkallast af neyslu áfengis og fíkniefna. Mat geðlæknisins var það að Kristófer hafi ekki verið alls ófær um að stjórna gerðum sínum þegar bruninn átti sér stað, en hann áttaði sig almennt á afleiðingum gjörða sinna. Kristófer neitaði sök fyrir dómi en hafði þegar við skýrslutöku hjá lögreglu, í viðurvist verjanda síns, viðurkennt að hafa kveikt í húsinu og lýsti aðferðinni við það ítarlega. Dómsmál Akureyri Tengdar fréttir Þeim handtekna sleppt úr haldi Maðurinn sem handtekinn var í nótt í tengslum við bruna á Akureyri hefur verið látinn laus. Þá miðar rannsókn á brunanum vel, samkvæmt Lögreglunni á Norðurlandi eystra. 6. nóvember 2019 20:34 Einn í haldi lögreglu vegna brunans á Akureyri Eldsupptök voru á neðstu hæð hússins en ekki fæst staðfest hvort grunur sé um íkveikju. 6. nóvember 2019 11:49 Mikill eldur kviknaði í íbúðarhúsi á Akureyri Jarðhæð hússins, þar sem eldurinn virðist hafa komið upp, er ónýt. 6. nóvember 2019 07:28 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjá meira
Kristófer er dæmdur fyrir að hafa aðfaranótt miðvikudagsins 6. nóvember 2019 kveikt á brauðrist, sem staðsett var frammi á gangi við eldhúsið og lagt viskastykki yfir hana áður en hann gekk út. Kristófer var búsettur á jarðhæð hússins og olli með athæfi sínu eldsvoða sem hafði það í för með sér að íbúar á efri hæðinni voru í bersýnilegum lífsháska segir í dómi héraðsdóms. Þá hafi verið augljós hætta á yfirgripsmikilli eyðingu húsnæðisins hefði eldurinn náð að breiðast enn frekar út en íbúar á efri hæð hússins urðu eldsins varir og gerðu slökkviliði viðvart. Fram kemur í dómnum að klukkan 1:33 á aðfaranótt 6. nóvember 2019 hafi verið óskað eftir aðstoð lögreglu og slökkviliðs vegna elds í Byrgi. Allir hafi þá verið komnir út úr húsinu. Lögregla hafi verið komin á vettvang tveimur mínútum eftir tilkynninguna, hurð á jarðhæð hafi verið sparkað upp og kallað inn en enginn svarað. Eldur hafi þar logað á gólfi milli forstofu og hols. Játaði verknaðinn morguninn eftir Nágrannarnir, sem þá voru komnir út úr húsinu, sögðust hafa heyrt hurðarskell á neðri hæðinni rétt áður en þeir fundu reykjarlykt. Kristófer var handtekinn strax sömu nótt, grunaður um að hafa kveikt eldinn, en lögregla fann hann á gatnamótum Hörgárbrautar og Stórholts. Sjá einnig: Einn í haldi lögreglu vegna brunans á Akureyri Kristófer hafi við handtökuna, rétt fyrir klukkan tvö þessa nótt, verið óðamála og sagst vilja hitta lækni, komast á geðdeild og fá lögfræðing. Hann hafi hins vegar harðneitað að hafa kveikt í húsinu. Morguninn eftir hafi lögreglumaður verið að fylgja Kristófer á salernið þegar hann hafi skyndilega og upp úr þurru sagst hafa kveikt í húsinu og lýsti því nákvæmlega hvað hann hafi gert. Um klukkutíma síðar, rétt fyrir klukkan átta, hafi lögregla litið inn til hans í fangaklefa þar sem hann var búinn að binda band um háls sér, rætt hafi verið við hann og bandið tekið af honum. Hann hafi aftur sagst hafa kveikt í. Framkallaði ítrekað geðrofsástand með neyslu áfengis og fíkniefna Fram kemur í dómnum að klukkan 00:35 sömu nótt og kveikt var í hafi nágranni Kristófers hringt á lögreglu og óskað eftir aðstoð þar sem Kristófer hafi lokað á heita vatnið hjá honum og slegið út rafmagninu. Lögregla hafi farið á vettvang og leystist úr deilunum. Þá hafi Kristófer, klukkan hálf tíu kvöldið áður leitað á lögreglustöðina, talandi við sjálfan sig, í miklu ójafnvægi, ör og óðamála. Honum hafi verið boðið inn og boðið að gista, sem hann þáði, en hann hafi farið aftur heim klukkutíma síðar. Geðlæknir, sem mat ástand Kristófers, sagði fyrir dómi að hann hafi verið langveikur, í geðrofsástandi af og til í mörg ár og fengið mikla þjónustu hjá geðdeild Landspítalans og Sjúkrahússins á Akureyri. Geðrofsástand hans virtist framkallast af neyslu áfengis og fíkniefna. Mat geðlæknisins var það að Kristófer hafi ekki verið alls ófær um að stjórna gerðum sínum þegar bruninn átti sér stað, en hann áttaði sig almennt á afleiðingum gjörða sinna. Kristófer neitaði sök fyrir dómi en hafði þegar við skýrslutöku hjá lögreglu, í viðurvist verjanda síns, viðurkennt að hafa kveikt í húsinu og lýsti aðferðinni við það ítarlega.
Dómsmál Akureyri Tengdar fréttir Þeim handtekna sleppt úr haldi Maðurinn sem handtekinn var í nótt í tengslum við bruna á Akureyri hefur verið látinn laus. Þá miðar rannsókn á brunanum vel, samkvæmt Lögreglunni á Norðurlandi eystra. 6. nóvember 2019 20:34 Einn í haldi lögreglu vegna brunans á Akureyri Eldsupptök voru á neðstu hæð hússins en ekki fæst staðfest hvort grunur sé um íkveikju. 6. nóvember 2019 11:49 Mikill eldur kviknaði í íbúðarhúsi á Akureyri Jarðhæð hússins, þar sem eldurinn virðist hafa komið upp, er ónýt. 6. nóvember 2019 07:28 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjá meira
Þeim handtekna sleppt úr haldi Maðurinn sem handtekinn var í nótt í tengslum við bruna á Akureyri hefur verið látinn laus. Þá miðar rannsókn á brunanum vel, samkvæmt Lögreglunni á Norðurlandi eystra. 6. nóvember 2019 20:34
Einn í haldi lögreglu vegna brunans á Akureyri Eldsupptök voru á neðstu hæð hússins en ekki fæst staðfest hvort grunur sé um íkveikju. 6. nóvember 2019 11:49
Mikill eldur kviknaði í íbúðarhúsi á Akureyri Jarðhæð hússins, þar sem eldurinn virðist hafa komið upp, er ónýt. 6. nóvember 2019 07:28