Hlúum að börnum eftir áföll Diljá Ámundadóttir Zoega skrifar 16. nóvember 2021 18:00 Í skólakerfinu okkar eru börn sem þurfa á því að halda að við fléttum mennta- og velferðarkerfunum saman í einstaklingsmiðaðan stuðning. Það gengur nefnilega ekki að mæla einungis námsámsárangur og horfa í niðurstöður á borð við að 30% drengja geta ekki lesið sér til gagns án þess að skoða hvað liggur að baki þessum tölum. Við eigum það nefnilega til að benda bara á það sem er að og spyrja: “Hvað er eiginlega að barninu?” - en sjaldnar er rætt um “Hvað kom fyrir barnið?” Börn sem búa við viðvarandi áföll Fyrir um það bil tveimur árum síðan fengum við, fulltrúar í Ofbeldisvarnarnefnd Reykjavíkurborgar, kynntar tölur um að 378 börn búa við viðvarandi og tilkynnt heimilisofbeldi í Reykjavík. Að auki vitum við að heimilisofbeldi hefur aukist um ca. 20% á tímum kórónuveirufaraldurs. Ofan á þessar tölur bætast við tilvik sem eru aldrei tilkynnt. Svo búa líka enn fleiri börn við öryggisleysi, vanrækslu og í vanvirku (e. dysfunctional) fjölskyldukerfi. Á tímum heimsfaraldurs verða flöggin, um að andleg líðan og geðheilsa fari versnandi hjá börnum og ungmennum, sífellt fleiri og rauðari. Um 60% barna upplifir einhvers konar áfall Áföll í barnæsku eru algeng en rannsóknir benda til að 60 prósent barna upplifi einhvers konar áfall eða áföll frá 0 til 18 ára aldurs. 22 prósent upplifa eitt áfall. 21 prósent upplifa 2-3 áföll og svo eru 17 prósent sem upplifa fjögur áföll eða fleiri. Algengasta áfallið er skilnaður. Önnur algeng áföll eru tilfinningaleg misnotkun, vímuefnanotkun fjölskyldumeðlims, geðrænn vandi, heimilisofbeldi, líkamleg misnotkun, kynferðisleg misnotkun og fangelsisvist fjölskyldumeðlims. Eins og fjöldi rannsókna sýnir, þá getur aukinn fjöldi áfalla leitt til ýmissar áhættuhegðunar; sjálfsvígstilrauna, örorku, þunglyndis eða kvíða. Eeftir því sem áföllunum fjölgar þá aukast líkurnar á því að barn stundi einhvers konar áhættuhegðun. Finnum rót vandans og hlúum að barninu Það er afar mikilvægt að láta þessar tölur og staðreyndir um aðstæður barna ráða ferðinni þegar kemur að því að bæta árangur barna í skóla. Þetta helst allt í hendur. Barn í sorg eða með einhvers konar áfallastreitu fær lítið sem ekkert út úr því að auka við sig í lestrarkennslu ef það er ekki ráðist að rót vandans. Þar einmitt það sem gera á í verkefninu Betri borg fyrir börn, markvissu samstarfi skóla- og frístundasviðs og velferðarsviðs í þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra, í öll þjónustuhverfi borgarinnar. Frá því að ég hóf afskipti af borgarpólitík, vorið 2010, er það verkefni það allra merkilegasta, mikilvægasta og besta af öllu því sem ég hef komið nálægt á þessum rúmu 11 árum. Með innleiðingu á þessari auknu þjónustu til barnanna okkar í Reykjavík aukast líkurnar á því að draumar allra barna í Reykjavík geta ræst. Betri borg fyrir börn snýst um að grípa inn í þegar þess þarf, færa þjónustuna nær börnunum sjálfum og þeirra fjölskyldum og veita þeim einstaklingsmiðaðri nálgun úr þeirri átt sem þau eru að koma. Hér er mikilvægt að auka allt aðgengi barna og starfsfólks að stuðningi og ráðgjöf til að bregðast við og takast á við andlega vanlíðan verður bætt. Höfundur er fulltrúi Viðreisnar í Skóla- og frístundaráði og Ofbeldisvarnarnefnd í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Ámundadóttir Zoëga Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Í skólakerfinu okkar eru börn sem þurfa á því að halda að við fléttum mennta- og velferðarkerfunum saman í einstaklingsmiðaðan stuðning. Það gengur nefnilega ekki að mæla einungis námsámsárangur og horfa í niðurstöður á borð við að 30% drengja geta ekki lesið sér til gagns án þess að skoða hvað liggur að baki þessum tölum. Við eigum það nefnilega til að benda bara á það sem er að og spyrja: “Hvað er eiginlega að barninu?” - en sjaldnar er rætt um “Hvað kom fyrir barnið?” Börn sem búa við viðvarandi áföll Fyrir um það bil tveimur árum síðan fengum við, fulltrúar í Ofbeldisvarnarnefnd Reykjavíkurborgar, kynntar tölur um að 378 börn búa við viðvarandi og tilkynnt heimilisofbeldi í Reykjavík. Að auki vitum við að heimilisofbeldi hefur aukist um ca. 20% á tímum kórónuveirufaraldurs. Ofan á þessar tölur bætast við tilvik sem eru aldrei tilkynnt. Svo búa líka enn fleiri börn við öryggisleysi, vanrækslu og í vanvirku (e. dysfunctional) fjölskyldukerfi. Á tímum heimsfaraldurs verða flöggin, um að andleg líðan og geðheilsa fari versnandi hjá börnum og ungmennum, sífellt fleiri og rauðari. Um 60% barna upplifir einhvers konar áfall Áföll í barnæsku eru algeng en rannsóknir benda til að 60 prósent barna upplifi einhvers konar áfall eða áföll frá 0 til 18 ára aldurs. 22 prósent upplifa eitt áfall. 21 prósent upplifa 2-3 áföll og svo eru 17 prósent sem upplifa fjögur áföll eða fleiri. Algengasta áfallið er skilnaður. Önnur algeng áföll eru tilfinningaleg misnotkun, vímuefnanotkun fjölskyldumeðlims, geðrænn vandi, heimilisofbeldi, líkamleg misnotkun, kynferðisleg misnotkun og fangelsisvist fjölskyldumeðlims. Eins og fjöldi rannsókna sýnir, þá getur aukinn fjöldi áfalla leitt til ýmissar áhættuhegðunar; sjálfsvígstilrauna, örorku, þunglyndis eða kvíða. Eeftir því sem áföllunum fjölgar þá aukast líkurnar á því að barn stundi einhvers konar áhættuhegðun. Finnum rót vandans og hlúum að barninu Það er afar mikilvægt að láta þessar tölur og staðreyndir um aðstæður barna ráða ferðinni þegar kemur að því að bæta árangur barna í skóla. Þetta helst allt í hendur. Barn í sorg eða með einhvers konar áfallastreitu fær lítið sem ekkert út úr því að auka við sig í lestrarkennslu ef það er ekki ráðist að rót vandans. Þar einmitt það sem gera á í verkefninu Betri borg fyrir börn, markvissu samstarfi skóla- og frístundasviðs og velferðarsviðs í þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra, í öll þjónustuhverfi borgarinnar. Frá því að ég hóf afskipti af borgarpólitík, vorið 2010, er það verkefni það allra merkilegasta, mikilvægasta og besta af öllu því sem ég hef komið nálægt á þessum rúmu 11 árum. Með innleiðingu á þessari auknu þjónustu til barnanna okkar í Reykjavík aukast líkurnar á því að draumar allra barna í Reykjavík geta ræst. Betri borg fyrir börn snýst um að grípa inn í þegar þess þarf, færa þjónustuna nær börnunum sjálfum og þeirra fjölskyldum og veita þeim einstaklingsmiðaðri nálgun úr þeirri átt sem þau eru að koma. Hér er mikilvægt að auka allt aðgengi barna og starfsfólks að stuðningi og ráðgjöf til að bregðast við og takast á við andlega vanlíðan verður bætt. Höfundur er fulltrúi Viðreisnar í Skóla- og frístundaráði og Ofbeldisvarnarnefnd í Reykjavík.
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun