Seðlabankastjóri segir óheppilegt að launafólk fái hagvaxtarauka Heimir Már Pétursson skrifar 17. nóvember 2021 19:20 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir það vera hlutverk peningamálastefnunefndar að bregðast við aðstæðum eins og þróun launa, hækkun húsnæðisverðs og annars sem drifi upp verðbólguna til að verja verðgildi krónunnar og þar með kaupmátt. Vísir/Vilhelm Seðlabankastjóri segir óheppilegt að laun hækki næsta vor með svo kölluðum hagvaxtarauka sem samið var um í lífskjarasamningunum. Miklar launahækkanir, hækkun á verði íbúðarhúsnæðis og hrávöru í útlöndum kyndi undir verðbólgunni. Verðbólguhorfur hafa versnað frá spá Seðlabankans í ágúst. Verðbólga fór úr 4,2 prósentum í október í 4,5 prósent í þessum mánuði og peningastefnunefnd reiknar með að hún verði kominn í 4,7 prósent undir lok þessa árs. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að af þessum sökum hafi Seðlabankinn hækkað meginvexti sína um 0,5 prósentur í morgun og eru þeir nú komnir í 2 prósent. „Við teljum okkur verða að bregðast við í ljósi þess sem er að gerast. Við viljum tryggja verðstöðugleika. Við viljum tryggja að krónan haldi verðgildi sínu. Að launin haldi verðgildi sínu. Þetta verðum við að gera. Samkvæmt tölum Þjóðskrár Íslands hefur íbúðaverð á landinu hækkað um 17,1 prósent á undanförnum tólf mánuðum. Eins og sést á þessari mynd eru um og yfir 30 prósent íbúða að seljast yfir auglýstu verði.seðlabankinn Íbúðaverð hefur hækkað um 17,1 prósent á síðustu tólf mánuðum samkvæmt samantekst Þjóðskrár Íslands. Á bláu línunni á meðfylgjandi mynd sést að um og yfir 30 prósent íbúða eru að seljast á yfir auglýstu verði. Á appelsínugulu línunni sést að meðalsölutími er skemmri en tveir mánuðir. Ljóslitaða línan sýnir þróun atvinnuleysis samkvæmt skráningum Vinnumálastofnunar en dökka línan samkvæmt vinnumarkaðskönnun Hagstofu Íslands. Brotalínan sýnir spá peningamálastefnunefndar á þriðja ársfjórðungi þessa árs.seðlabankinn Góðu fréttirnar eru að atvinnuleysi er á hraðri niðurleið bæði samkvæmt vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar og skráðu atvinnuleysi Vinnumálastofnunar. Mörg fyrirtæki eiga í erfiðleikum með að ráða fólk og því hefur innflutningur vinnuafls aukist mikið á þessu ári. Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur Seðlabankans segir það nýja stöðu að önnur ríki glími við vaxandi verðbólgu á sama tíma og Íslendingar. Vextir væru á uppleið í öðrum löndum og því væri vaxtamunur milli Íslands og annarra landa ekki að aukast mikið með vaxtahækkunum hér á landi.Vísir/Vilhelm Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur Seðlabankans segir að á sama tíma fari verðbólga í öðrum löndumvaxandi. Væri komin yfir 6 prósent í Bandaríkjunum og hafi ekki verið meiri í þrjátíu ár. „Það þýðir að verð á innflutningi til okkar hækkar og það smitast inn í verðbólguna hér. Því við kaupum mikið af þeim vörum sem við neytum frá útlöndum,“ segir Þórarinn. Verðbólga í helstu viðskiptalöndum Íslands hefur farið vaxandi frá lokum síðasta árs og er komin í þrjátíu ára hámark í Bandaríkjunum þar sem hún er komin yfir 6 prósent.seðlabankinn Samkvæmt lífskjarasamningunum á launafólk að fá hækkun á taxta eða mánaðrlaun sín með svo kölluðum hagvaxtarauka allt frá 2.250 krónum upp í 13 þúsund næsta vor með auknum hagvexti frá síðasta ári til þessa árs. Seðlabankastjóri telur þetta óheppilegt fyrir verðbólguþróunina miðað við aðstæður. „Það er í sjálfu sér mjög jákvætt að láta laun ráðast af hagvexti, því sem er til skiptanna. En við fengum mikinn samdrátt á þessum tíma. Síðan kemur hagkerfið að einhverju leyti til baka og þá detta þessar launahækkanir inn. En framleiðslan er samt minni heldur en hún var fyrir faraldurinn og verðmætasköpunin minni. Þannig að þetta er að einhverju leyti að virka öfugt,“ segir Ásgeir. Á kynningarfundi í Seðlabankanum í morgun sagði hann þessar hækkanir leggjast ofan á miklar launahækkanir samkvæmt samningum um áramótin. Hagkerfið hafi dregist mikið saman í fyrra á sóttvarnaárinu mikla. Samkvæmt lögum eigi peningastefnunefnd að halda verðbólgu undir 2,5 prósentum og tryggja þar með kaupmátt. „Í því samhengi eru allar upphrópanir um að það eigi að bregðast við gerðum okkar með hækkun launa eins og verstu öfugmælavísur. Að vatnið renni upp í móti og ég veit ekki hvað fleira. Við erum að reyna að tryggja að það sem samið er um á vinnumarkaði haldist að verðgildi. Ef ytri aðstæður versna þá kemur það náttúrlega fram í launum þjóðarinnar,“ sagði Ásgeir Jónsson. Seðlabankinn væri sjálfstæð stofnun sem gæti ekki farið í eitthvað samtal við vinnumarkaðinn til að hliðra til vaxtastefnunni. Hlutverk hans væri að bregðast við ríkisfjármálastefnunni og kjarasamningum á vinnumarkaði. Allt væri þetta gert til að halda kaupmætti stöðugum. Seðlabankinn Verðlag Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Fleiri fréttir Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Sjá meira
Verðbólguhorfur hafa versnað frá spá Seðlabankans í ágúst. Verðbólga fór úr 4,2 prósentum í október í 4,5 prósent í þessum mánuði og peningastefnunefnd reiknar með að hún verði kominn í 4,7 prósent undir lok þessa árs. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að af þessum sökum hafi Seðlabankinn hækkað meginvexti sína um 0,5 prósentur í morgun og eru þeir nú komnir í 2 prósent. „Við teljum okkur verða að bregðast við í ljósi þess sem er að gerast. Við viljum tryggja verðstöðugleika. Við viljum tryggja að krónan haldi verðgildi sínu. Að launin haldi verðgildi sínu. Þetta verðum við að gera. Samkvæmt tölum Þjóðskrár Íslands hefur íbúðaverð á landinu hækkað um 17,1 prósent á undanförnum tólf mánuðum. Eins og sést á þessari mynd eru um og yfir 30 prósent íbúða að seljast yfir auglýstu verði.seðlabankinn Íbúðaverð hefur hækkað um 17,1 prósent á síðustu tólf mánuðum samkvæmt samantekst Þjóðskrár Íslands. Á bláu línunni á meðfylgjandi mynd sést að um og yfir 30 prósent íbúða eru að seljast á yfir auglýstu verði. Á appelsínugulu línunni sést að meðalsölutími er skemmri en tveir mánuðir. Ljóslitaða línan sýnir þróun atvinnuleysis samkvæmt skráningum Vinnumálastofnunar en dökka línan samkvæmt vinnumarkaðskönnun Hagstofu Íslands. Brotalínan sýnir spá peningamálastefnunefndar á þriðja ársfjórðungi þessa árs.seðlabankinn Góðu fréttirnar eru að atvinnuleysi er á hraðri niðurleið bæði samkvæmt vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar og skráðu atvinnuleysi Vinnumálastofnunar. Mörg fyrirtæki eiga í erfiðleikum með að ráða fólk og því hefur innflutningur vinnuafls aukist mikið á þessu ári. Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur Seðlabankans segir það nýja stöðu að önnur ríki glími við vaxandi verðbólgu á sama tíma og Íslendingar. Vextir væru á uppleið í öðrum löndum og því væri vaxtamunur milli Íslands og annarra landa ekki að aukast mikið með vaxtahækkunum hér á landi.Vísir/Vilhelm Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur Seðlabankans segir að á sama tíma fari verðbólga í öðrum löndumvaxandi. Væri komin yfir 6 prósent í Bandaríkjunum og hafi ekki verið meiri í þrjátíu ár. „Það þýðir að verð á innflutningi til okkar hækkar og það smitast inn í verðbólguna hér. Því við kaupum mikið af þeim vörum sem við neytum frá útlöndum,“ segir Þórarinn. Verðbólga í helstu viðskiptalöndum Íslands hefur farið vaxandi frá lokum síðasta árs og er komin í þrjátíu ára hámark í Bandaríkjunum þar sem hún er komin yfir 6 prósent.seðlabankinn Samkvæmt lífskjarasamningunum á launafólk að fá hækkun á taxta eða mánaðrlaun sín með svo kölluðum hagvaxtarauka allt frá 2.250 krónum upp í 13 þúsund næsta vor með auknum hagvexti frá síðasta ári til þessa árs. Seðlabankastjóri telur þetta óheppilegt fyrir verðbólguþróunina miðað við aðstæður. „Það er í sjálfu sér mjög jákvætt að láta laun ráðast af hagvexti, því sem er til skiptanna. En við fengum mikinn samdrátt á þessum tíma. Síðan kemur hagkerfið að einhverju leyti til baka og þá detta þessar launahækkanir inn. En framleiðslan er samt minni heldur en hún var fyrir faraldurinn og verðmætasköpunin minni. Þannig að þetta er að einhverju leyti að virka öfugt,“ segir Ásgeir. Á kynningarfundi í Seðlabankanum í morgun sagði hann þessar hækkanir leggjast ofan á miklar launahækkanir samkvæmt samningum um áramótin. Hagkerfið hafi dregist mikið saman í fyrra á sóttvarnaárinu mikla. Samkvæmt lögum eigi peningastefnunefnd að halda verðbólgu undir 2,5 prósentum og tryggja þar með kaupmátt. „Í því samhengi eru allar upphrópanir um að það eigi að bregðast við gerðum okkar með hækkun launa eins og verstu öfugmælavísur. Að vatnið renni upp í móti og ég veit ekki hvað fleira. Við erum að reyna að tryggja að það sem samið er um á vinnumarkaði haldist að verðgildi. Ef ytri aðstæður versna þá kemur það náttúrlega fram í launum þjóðarinnar,“ sagði Ásgeir Jónsson. Seðlabankinn væri sjálfstæð stofnun sem gæti ekki farið í eitthvað samtal við vinnumarkaðinn til að hliðra til vaxtastefnunni. Hlutverk hans væri að bregðast við ríkisfjármálastefnunni og kjarasamningum á vinnumarkaði. Allt væri þetta gert til að halda kaupmætti stöðugum.
Seðlabankinn Verðlag Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Fleiri fréttir Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Sjá meira