Ekkja og dóttir Sigurjóns taka við safninu á ný Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. nóvember 2021 17:05 Hlíf Bente Sigurjónsdóttir, fiðluleikari og dóttir Sigurjóns, tekur við rekstri safnsins ásamt Birgittu móður sinni. Birgitta Spur, ekkja Sigurjóns Ólafssonar myndhöggvara, fagnar því að náðst hafi samningur um útvistun á rekstri Listasafns Sigurjóns í Laugarnesi. Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur gengið frá samningi við rekstrarfélag í eigu Birgittu og Hlífar dóttur Sigurjóns. Rekstrarfélagið Gríma ehf. mun annast rekstur og listræn störf á vegum safnsins. Þar með talinn daglegan rekstur svo sem undirbúning og skipulagningu sýningarhalds, fræðslustarf, útgáfu og kynningu á verkum listamannsins á samningstímanum. Sigurjón Ólafsson myndhöggvari var meðal helstu brautryðjenda abstraktlistar á Íslandi og einn helsti portrettlistamaður sinnar samtíðar. Á langri starfsævi var Sigurjóni falið að gera fjölda opinberra verka og eru eftir mörg þekkt útilistaverk og veggskreytingar, þar á meðal lágmyndir á stöðvarhúsi Búrfellsvirkjunar, Öndvegissúlurnar við Höfða, Íslandsmerkið á Hagatorgi og styttan af séra Friðriki Friðrikssyni við Lækjargötu. Árið 1984 stofnaði Birgitta Spur, ekkja listamannsins Listasafn Sigurjóns Ólafssonar utan um höfundaverk hans. Safnið var fært íslensku þjóðinni að gjöf árið 2012 og Listasafni Íslands falið að halda utan um það sem eina heild. „Það er fagnaðarefni að samningur um útvistun á rekstri Listasafns Sigurjóns Ólafssonar er kominn í höfn,“ segir Birgitta Spur. Hún sagði í viðtali við Fréttablaðið fyrir rúmum tveimur vikum að hún sæi eftir því að hafa gefið safnið til íslenska ríkisins. „Ef íslenska ríkið hefur ekki bolmagn til að hlúa sómasamlega að arfleifð Sigurjóns og hugverki mínu er það siðferðileg skylda ríkisins að skila gjöfinni, mínum eigum og heimili,“ sagði Birgitta. En nú virðist lausn á málinu fundin. Heildarfjárhæð samningsins er 97,5 milljónir króna eða 19,5 milljónir króna árlega á samningstímanum sem nær til fimm ára. Um er að ræða framlag vegna innri rekstrar en Listasafn Íslands leigir fasteignina af Ríkiseignum sem fer með miðlæga umsýslu hennar. Myndlist Reykjavík Söfn Menning Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Rekstrarfélagið Gríma ehf. mun annast rekstur og listræn störf á vegum safnsins. Þar með talinn daglegan rekstur svo sem undirbúning og skipulagningu sýningarhalds, fræðslustarf, útgáfu og kynningu á verkum listamannsins á samningstímanum. Sigurjón Ólafsson myndhöggvari var meðal helstu brautryðjenda abstraktlistar á Íslandi og einn helsti portrettlistamaður sinnar samtíðar. Á langri starfsævi var Sigurjóni falið að gera fjölda opinberra verka og eru eftir mörg þekkt útilistaverk og veggskreytingar, þar á meðal lágmyndir á stöðvarhúsi Búrfellsvirkjunar, Öndvegissúlurnar við Höfða, Íslandsmerkið á Hagatorgi og styttan af séra Friðriki Friðrikssyni við Lækjargötu. Árið 1984 stofnaði Birgitta Spur, ekkja listamannsins Listasafn Sigurjóns Ólafssonar utan um höfundaverk hans. Safnið var fært íslensku þjóðinni að gjöf árið 2012 og Listasafni Íslands falið að halda utan um það sem eina heild. „Það er fagnaðarefni að samningur um útvistun á rekstri Listasafns Sigurjóns Ólafssonar er kominn í höfn,“ segir Birgitta Spur. Hún sagði í viðtali við Fréttablaðið fyrir rúmum tveimur vikum að hún sæi eftir því að hafa gefið safnið til íslenska ríkisins. „Ef íslenska ríkið hefur ekki bolmagn til að hlúa sómasamlega að arfleifð Sigurjóns og hugverki mínu er það siðferðileg skylda ríkisins að skila gjöfinni, mínum eigum og heimili,“ sagði Birgitta. En nú virðist lausn á málinu fundin. Heildarfjárhæð samningsins er 97,5 milljónir króna eða 19,5 milljónir króna árlega á samningstímanum sem nær til fimm ára. Um er að ræða framlag vegna innri rekstrar en Listasafn Íslands leigir fasteignina af Ríkiseignum sem fer með miðlæga umsýslu hennar.
Myndlist Reykjavík Söfn Menning Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira