Martin aftur með íslenska landsliðinu eftir meira en tveggja ára fjarveru Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. nóvember 2021 08:45 Martin Hermannsson í leik með íslenska landsliðinu en hann klæddist íslenska landsliðsbúningnum í ágúst 2019. Vísir/Bára Íslenska körfuboltalandsliðið hefur endurheimt sinn besta leikmann. Martin Hermannsson er í landsliðshópnum sem hefur leik í undankeppni heimsmeistaramótsins í körfubolta, FIBA World Cup 2023, í næstu viku. Íslenska landsliðið á tvo leiki í þessum glugga sem fara fram dagana 26. nóvember og 29. nóvember. Fyrst heldur liðið til Amsterdam og leikur gegn Hollandi 26. nóvember. Báðir leikirnir fara fram á útivelli að þessu sinni en eins og komið hefur fram að undanförnu þurfti að skipta um heimaleik og útileik gegn Rússlandi vegna aðstöðuleysis á Íslandi. Ekkert hús stenst grunn keppniskröfur FIBA eins er en Laugardalshöllin, sem er á undanþágu, er ónothæf eins og er. Liðið heldur því frá Hollandi yfir til St. Pétursborgar þar sem liðið leikur gegn Rússlandi 29. nóvember. Með liðunum þrem er einnig lið Ítalíu í sama riðli en næsti leikgluggi karla verður í febrúar 2022 og á Ísland þá tvo leiki gegn Ítalíu. Eins og staðan er í dag stefnir allt í að báðir þeir leikir þurfa að fara fram á Ítalíu. Craig Pedersen, þjálfari íslensla liðsins og aðstoðarþjálfarar hans, hafa valið tólf manna hópinn sem skipar landslið okkar í glugganum sem framundan er. Undirbúa þurfti fyrir nokkru átján manna leikmannahóp áður en kom að endanlegu vali hópsins vegna ferðalagsins til Rússlands og upp á að fá vegabréfsáritanir fyrir alla sem að íslenska hópnum koma. Martin Hermannsson hefur ekki leikið með íslenska landsliðinu síðan 21. ágúst 2019 eða í meira en tvö ár. Hann hefur ekki fengið leyfi frá liði sínu, Valencia, að taka þátt í verkefnum landsliðsins. Martin samdi hins vegar um að það að fá að vera með í þessum nóvemberleikjum sem eru mikil gleðitíðindi fyrir Ísland enda besti körfuboltamaður Íslands í dag. Gunnar Ólafsson, Stjörnunni, Hjálmar Stefánsson, Val og Ragnar Örn Bragason, Þór Þorlákshöfn, voru í leikmannahópnum í upphafi. Þá eru þeir Hörður Axel Vilhjálmsson, Keflavík, og Sigtryggur Arnar Björnsson, Tindastóli, einnig báðir meiddir og verða frá þátttöku í þessum glugga. Haukur Helgi Briem Pálsson, Njarðvík, er ennþá að ná sér að fullu og ekki orðinn leikfær. Íslenska liðið heldur út mánudaginn 22. nóvember til Hollands og verður við æfingar úti fram að fyrsta leik. Landslið Íslands er þannig skipað fyrir nóvember 2021: Elvar Már Friðriksson · Antwerp Giants, Belgíu (56) Hilmar Smári Henningsson · Stjarnan (7) Jón Axel Guðmundsson · Bologna, Ítalía (13) Kári Jónsson · Valur (22) Kristinn Pálsson · Grindavík (23) Kristófer Acox · Valur (44) Martin Hermannsson · Valencia Basket, Spánn (69) Ólafur Ólafsson · Grindavík (46) Ragnar Ágúst Nathanaelsson · Stjarnan (55) Tryggvi Snær Hlinason · Basket Zaragoza, Spánn (47) Þórir Guðmundur Þorbjarnarson · KR (14) Ægir Þór Steinarsson · Gipuzkoa Basket, Spánn (64) - Þjálfari: Craig Pedersen Aðstoðarþjálfarar: Baldur Þór Ragnarsson og Hjalti Þór Vilhjálmsson Sjúkraþjálfari: Valdimar Halldórsson · Atlas Endurhæfing Sóttvarnarfulltrúi: Jón Bender Fararstjórn og fulltrúar KKÍ: Kristinn Geir Pálsson og Hannes S. Jónsson Körfubolti HM 2023 í körfubolta Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn „Það var engin taktík“ Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Fleiri fréttir Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sjá meira
Íslenska landsliðið á tvo leiki í þessum glugga sem fara fram dagana 26. nóvember og 29. nóvember. Fyrst heldur liðið til Amsterdam og leikur gegn Hollandi 26. nóvember. Báðir leikirnir fara fram á útivelli að þessu sinni en eins og komið hefur fram að undanförnu þurfti að skipta um heimaleik og útileik gegn Rússlandi vegna aðstöðuleysis á Íslandi. Ekkert hús stenst grunn keppniskröfur FIBA eins er en Laugardalshöllin, sem er á undanþágu, er ónothæf eins og er. Liðið heldur því frá Hollandi yfir til St. Pétursborgar þar sem liðið leikur gegn Rússlandi 29. nóvember. Með liðunum þrem er einnig lið Ítalíu í sama riðli en næsti leikgluggi karla verður í febrúar 2022 og á Ísland þá tvo leiki gegn Ítalíu. Eins og staðan er í dag stefnir allt í að báðir þeir leikir þurfa að fara fram á Ítalíu. Craig Pedersen, þjálfari íslensla liðsins og aðstoðarþjálfarar hans, hafa valið tólf manna hópinn sem skipar landslið okkar í glugganum sem framundan er. Undirbúa þurfti fyrir nokkru átján manna leikmannahóp áður en kom að endanlegu vali hópsins vegna ferðalagsins til Rússlands og upp á að fá vegabréfsáritanir fyrir alla sem að íslenska hópnum koma. Martin Hermannsson hefur ekki leikið með íslenska landsliðinu síðan 21. ágúst 2019 eða í meira en tvö ár. Hann hefur ekki fengið leyfi frá liði sínu, Valencia, að taka þátt í verkefnum landsliðsins. Martin samdi hins vegar um að það að fá að vera með í þessum nóvemberleikjum sem eru mikil gleðitíðindi fyrir Ísland enda besti körfuboltamaður Íslands í dag. Gunnar Ólafsson, Stjörnunni, Hjálmar Stefánsson, Val og Ragnar Örn Bragason, Þór Þorlákshöfn, voru í leikmannahópnum í upphafi. Þá eru þeir Hörður Axel Vilhjálmsson, Keflavík, og Sigtryggur Arnar Björnsson, Tindastóli, einnig báðir meiddir og verða frá þátttöku í þessum glugga. Haukur Helgi Briem Pálsson, Njarðvík, er ennþá að ná sér að fullu og ekki orðinn leikfær. Íslenska liðið heldur út mánudaginn 22. nóvember til Hollands og verður við æfingar úti fram að fyrsta leik. Landslið Íslands er þannig skipað fyrir nóvember 2021: Elvar Már Friðriksson · Antwerp Giants, Belgíu (56) Hilmar Smári Henningsson · Stjarnan (7) Jón Axel Guðmundsson · Bologna, Ítalía (13) Kári Jónsson · Valur (22) Kristinn Pálsson · Grindavík (23) Kristófer Acox · Valur (44) Martin Hermannsson · Valencia Basket, Spánn (69) Ólafur Ólafsson · Grindavík (46) Ragnar Ágúst Nathanaelsson · Stjarnan (55) Tryggvi Snær Hlinason · Basket Zaragoza, Spánn (47) Þórir Guðmundur Þorbjarnarson · KR (14) Ægir Þór Steinarsson · Gipuzkoa Basket, Spánn (64) - Þjálfari: Craig Pedersen Aðstoðarþjálfarar: Baldur Þór Ragnarsson og Hjalti Þór Vilhjálmsson Sjúkraþjálfari: Valdimar Halldórsson · Atlas Endurhæfing Sóttvarnarfulltrúi: Jón Bender Fararstjórn og fulltrúar KKÍ: Kristinn Geir Pálsson og Hannes S. Jónsson
Landslið Íslands er þannig skipað fyrir nóvember 2021: Elvar Már Friðriksson · Antwerp Giants, Belgíu (56) Hilmar Smári Henningsson · Stjarnan (7) Jón Axel Guðmundsson · Bologna, Ítalía (13) Kári Jónsson · Valur (22) Kristinn Pálsson · Grindavík (23) Kristófer Acox · Valur (44) Martin Hermannsson · Valencia Basket, Spánn (69) Ólafur Ólafsson · Grindavík (46) Ragnar Ágúst Nathanaelsson · Stjarnan (55) Tryggvi Snær Hlinason · Basket Zaragoza, Spánn (47) Þórir Guðmundur Þorbjarnarson · KR (14) Ægir Þór Steinarsson · Gipuzkoa Basket, Spánn (64) - Þjálfari: Craig Pedersen Aðstoðarþjálfarar: Baldur Þór Ragnarsson og Hjalti Þór Vilhjálmsson Sjúkraþjálfari: Valdimar Halldórsson · Atlas Endurhæfing Sóttvarnarfulltrúi: Jón Bender Fararstjórn og fulltrúar KKÍ: Kristinn Geir Pálsson og Hannes S. Jónsson
Körfubolti HM 2023 í körfubolta Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn „Það var engin taktík“ Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Fleiri fréttir Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sjá meira