Næsti Bachelor mættur til Íslands á lokastefnumótin sín Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 18. nóvember 2021 16:31 Lilja Björg Gísladóttir og Jóna María Ólafsdóttir þáttastjórnendur Fantasíusvítunnar. Sigurður Pétur Jóhannsson Tökulið frá Bandaríkjunum er nú á landinu að taka upp næstu seríu af The Bachelor. Piparsveinninn sjálfur er hér staddur ásamt þremur dömum. Taka skal fram að í fréttinni kemur ýmislegt fram um næstu þáttaröð svo þeir sem vilja ekki vita meira ættu að hætta að lesa núna. Samkvæmt heimildum Reality Steve eru þetta þær þrjár konur sem eru eftir að keppast um hjarta piparsveinsins Clayton Echard. Eru þetta svokölluð gististefnumót (e. overnight dates) þar sem piparsveinninn hefur val um að bjóða konunum að eyða með sér nóttinni eftir stefnumótið. Eftir það velur hann svo þær tvær sem komast í lokaþáttinn. Clayton er fæddur 29. apríl árið 1993. Hann er tæpir tveir metrar á hæð og Bachelor aðdáendur kynntust honum fyrst í Bachelorette þáttaröðinni sem er í sýningu í augnablikinu. Hann hefur verið myndaður víða um Reykjavík síðasta sólarhringinn og myndir af honum í miðbænum er í dreifingu á samfélagsmiðlum. Clayton hefur sést víða um Reykjavík síðasta sólarhringinn, meðal annars við Hörpu og á hóteli í miðbænum. Harpa Rut Hilmarsdóttir náði þessari mynd af Clayton í gær. Hún er birt hér með góðfúslegu leyfi hennar. Harpa Rut Hilmarsdóttir Lilja Björg Gísladóttir og Jóna María Ólafsdóttir, þáttastjórnendur hlaðvarpsins Fantasíusvítan, gerðu sérstakan aukaþátt um þessa Íslandsferð þátttakenda og má heyra hann í spilaranum neðst í fréttinni. „Við fengum ábendingu frá fylgjanda á instagram Fantasíusvítunnar þar sem okkur var sagt að sést hefði til Clayton í miðbænum og í kjölfarið fórum við á stúfana,“ segir Lilja Björg í samtali við Lífið. „Við skoðuðum Reality Steve, sem er almennt með puttann inni í púlsnum þegar kemur að Bachelor og hann var þá búinn að skúbba tökustöðum og það passaði að Ísland ætti að vera einn af tökustöðunum. Samkvæmt Reality Steve er Clayton hér til þess að taka upp loka þættina í sinni Bachelor seríu sem verður frumsýnd að mig minnir 3. janúar í USA. Við fórum svo vel yfir okkar kenningar í þættinum ef fólk hefur áhuga á að hlusta á það. En miðað við myndina á Piparsveinar og Piparmeyjar þá er maðurinn á landinu svo það verður alveg extra spennandi að fylgjast með seríunni eftir áramót,“ útskýrir Lilja. Hún segir að það sé smá skrítið samt að vita af honum hér að taka upp loka þættina í sinni seríu þegar áhorfendur eru ennþá að fylgjast með honum falla fyrir Michelle, sem er núverandi Bachelorette. Clayton er einn af mönnunum sem berjast um athygli hennar í þáttunum. „Serían hennar er rétt hálfnuð og hann ekki farinn heim þaðan. En svona er þessi Bachelor heimur, allt tekið upp langt fram í tímann.“ Þáttinn þeirra má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Ástin og lífið Bíó og sjónvarp Hollywood Íslandsvinir Mest lesið Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Fleiri fréttir Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Sjá meira
Taka skal fram að í fréttinni kemur ýmislegt fram um næstu þáttaröð svo þeir sem vilja ekki vita meira ættu að hætta að lesa núna. Samkvæmt heimildum Reality Steve eru þetta þær þrjár konur sem eru eftir að keppast um hjarta piparsveinsins Clayton Echard. Eru þetta svokölluð gististefnumót (e. overnight dates) þar sem piparsveinninn hefur val um að bjóða konunum að eyða með sér nóttinni eftir stefnumótið. Eftir það velur hann svo þær tvær sem komast í lokaþáttinn. Clayton er fæddur 29. apríl árið 1993. Hann er tæpir tveir metrar á hæð og Bachelor aðdáendur kynntust honum fyrst í Bachelorette þáttaröðinni sem er í sýningu í augnablikinu. Hann hefur verið myndaður víða um Reykjavík síðasta sólarhringinn og myndir af honum í miðbænum er í dreifingu á samfélagsmiðlum. Clayton hefur sést víða um Reykjavík síðasta sólarhringinn, meðal annars við Hörpu og á hóteli í miðbænum. Harpa Rut Hilmarsdóttir náði þessari mynd af Clayton í gær. Hún er birt hér með góðfúslegu leyfi hennar. Harpa Rut Hilmarsdóttir Lilja Björg Gísladóttir og Jóna María Ólafsdóttir, þáttastjórnendur hlaðvarpsins Fantasíusvítan, gerðu sérstakan aukaþátt um þessa Íslandsferð þátttakenda og má heyra hann í spilaranum neðst í fréttinni. „Við fengum ábendingu frá fylgjanda á instagram Fantasíusvítunnar þar sem okkur var sagt að sést hefði til Clayton í miðbænum og í kjölfarið fórum við á stúfana,“ segir Lilja Björg í samtali við Lífið. „Við skoðuðum Reality Steve, sem er almennt með puttann inni í púlsnum þegar kemur að Bachelor og hann var þá búinn að skúbba tökustöðum og það passaði að Ísland ætti að vera einn af tökustöðunum. Samkvæmt Reality Steve er Clayton hér til þess að taka upp loka þættina í sinni Bachelor seríu sem verður frumsýnd að mig minnir 3. janúar í USA. Við fórum svo vel yfir okkar kenningar í þættinum ef fólk hefur áhuga á að hlusta á það. En miðað við myndina á Piparsveinar og Piparmeyjar þá er maðurinn á landinu svo það verður alveg extra spennandi að fylgjast með seríunni eftir áramót,“ útskýrir Lilja. Hún segir að það sé smá skrítið samt að vita af honum hér að taka upp loka þættina í sinni seríu þegar áhorfendur eru ennþá að fylgjast með honum falla fyrir Michelle, sem er núverandi Bachelorette. Clayton er einn af mönnunum sem berjast um athygli hennar í þáttunum. „Serían hennar er rétt hálfnuð og hann ekki farinn heim þaðan. En svona er þessi Bachelor heimur, allt tekið upp langt fram í tímann.“ Þáttinn þeirra má heyra í spilaranum hér fyrir neðan.
Ástin og lífið Bíó og sjónvarp Hollywood Íslandsvinir Mest lesið Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Fleiri fréttir Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Sjá meira