Forsetinn pollrólegur þó tíma taki að skrúfa saman ríkisstjórn Jakob Bjarnar skrifar 19. nóvember 2021 13:06 Frá ríkisráðsfundi á Bessastöðum 2019. Guðni Th. Jóhannesson fylgist vel með því hvernig stjónarmyndunarviðræðum líður en ýmsir furða sig á hægagangi sem einkennir viðræðurnar. vísir/vilhelm Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands segir þetta ástand, það er hinar löngu stjórnarmyndunarviðræður, sannarlega ekki til eftirbreytni en það eigi sér þó sínar skýringar. „Ég hef fylgst vel með gangi mála. Brýnt er að hafa í huga að ríkisstjórnin, sem komst til valda 2017, hélt velli í nýliðnum kosningum og forystusveitir þeirra þriggja flokka, sem að henni standa, höfðu lýst yfir þeim eindregna vilja að vinna áfram saman að þeim loknum ef þeir fengju til þess fylgi. Sú var raunin og vel það. Umboð ríkisstjórna er ekki bundið við fjögur ár. Forsætisráðherra þurfti því ekki að biðjast lausnar, þurfti ekki heldur umboð forseta til stjórnarmyndunar og ríkisstjórnin hélt sínu striki,“ segir Guðni í svari við fyrirspurn Vísis. Sérstakar stjórnarmyndunarviðræður Nú liggur fyrir að þau Katrín Jakobsdóttir formaður Vg, Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins eru að slá tímamet í því hversu langan tíma tekið hefur að skrúfa saman ríkisstjórn. Viðræðurnar hafa tekið þrjár vikur og þing ekki komið saman í hálft ár. Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata segir viðræðurnar ganga „hættulega hægt“. Þá má þessi hægagangur heita athyglisverður meðal annars í ljósi þess að þessir flokkar sátu heilt kjörtímabil í ríkisstjórn og gengu til kosninga í einskonar kosningabandalagi; fyrir lá að ef þau fengju nægan þingstyrk myndu þau stefna að áframhaldandi samstarfi. Þannig að ekki er þetta eins og þremenningarnir, sem halda spilum þétt að sér, séu að hittast fyrst núna. Forseti og forsætisráðherra hittust fyrir mánuði þar sem farið var yfir gang mála. En hversu langan tíma þetta hefur tekið á þó ekki að þurfa að koma á óvart ef að er gáð. Forsetinn segir að einmitt vegna þessa sé ekki rétt að tala um stjórnarmyndunarviðræður í sama skilningi og gert er þegar forsætisráðherra hefur orðið að biðjast lausnar fyrir sig og sitt ráðuneyti. „Nú hafa átt sér stað viðræður um frekara samstarf sömu flokka sem hafa drjúgan meirihluta á þingi og á þessu tvennu er reginmunur.“ Ekki ástand til eftirbreytni Þannig er ekkert óvenjulegt við þetta í sögulegu ljósi. „Það vill kannski gleymast af því að stjórnarskipti hafa verið eftir kosningar lengst af þessari öld. Þar að auki hafa eftirmál kosninga og talningar í norðvesturkjördæmi sett strik í reikninginn eins og öllum er kunnugt. Af þeim sökum helst hefur orðið dráttur á því að tilkynnt verði um nýjan stjórnarsáttmála, nýja ráðherraskipan og setningu Alþingis.“ Guðni bætir því við að þetta sé ekki ákjósanlegt. „Þetta er svo sannarlega ekki ástand til eftirbreytni en þó eru fordæmi fyrir því að langan tíma hafi tekið að semja um áframhaldandi samstarf stjórnarflokka þótt allt hafi verið í sóma með framkvæmd kosninga. Kemur þá kannski helst í hugann árið 1953 og dráttur á því að Framsóknarmenn og Sjálfstæðismenn næðu þá samkomulagi um að vinna áfram saman.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Forseti Íslands Alþingiskosningar 2021 Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Sjá meira
„Ég hef fylgst vel með gangi mála. Brýnt er að hafa í huga að ríkisstjórnin, sem komst til valda 2017, hélt velli í nýliðnum kosningum og forystusveitir þeirra þriggja flokka, sem að henni standa, höfðu lýst yfir þeim eindregna vilja að vinna áfram saman að þeim loknum ef þeir fengju til þess fylgi. Sú var raunin og vel það. Umboð ríkisstjórna er ekki bundið við fjögur ár. Forsætisráðherra þurfti því ekki að biðjast lausnar, þurfti ekki heldur umboð forseta til stjórnarmyndunar og ríkisstjórnin hélt sínu striki,“ segir Guðni í svari við fyrirspurn Vísis. Sérstakar stjórnarmyndunarviðræður Nú liggur fyrir að þau Katrín Jakobsdóttir formaður Vg, Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins eru að slá tímamet í því hversu langan tíma tekið hefur að skrúfa saman ríkisstjórn. Viðræðurnar hafa tekið þrjár vikur og þing ekki komið saman í hálft ár. Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata segir viðræðurnar ganga „hættulega hægt“. Þá má þessi hægagangur heita athyglisverður meðal annars í ljósi þess að þessir flokkar sátu heilt kjörtímabil í ríkisstjórn og gengu til kosninga í einskonar kosningabandalagi; fyrir lá að ef þau fengju nægan þingstyrk myndu þau stefna að áframhaldandi samstarfi. Þannig að ekki er þetta eins og þremenningarnir, sem halda spilum þétt að sér, séu að hittast fyrst núna. Forseti og forsætisráðherra hittust fyrir mánuði þar sem farið var yfir gang mála. En hversu langan tíma þetta hefur tekið á þó ekki að þurfa að koma á óvart ef að er gáð. Forsetinn segir að einmitt vegna þessa sé ekki rétt að tala um stjórnarmyndunarviðræður í sama skilningi og gert er þegar forsætisráðherra hefur orðið að biðjast lausnar fyrir sig og sitt ráðuneyti. „Nú hafa átt sér stað viðræður um frekara samstarf sömu flokka sem hafa drjúgan meirihluta á þingi og á þessu tvennu er reginmunur.“ Ekki ástand til eftirbreytni Þannig er ekkert óvenjulegt við þetta í sögulegu ljósi. „Það vill kannski gleymast af því að stjórnarskipti hafa verið eftir kosningar lengst af þessari öld. Þar að auki hafa eftirmál kosninga og talningar í norðvesturkjördæmi sett strik í reikninginn eins og öllum er kunnugt. Af þeim sökum helst hefur orðið dráttur á því að tilkynnt verði um nýjan stjórnarsáttmála, nýja ráðherraskipan og setningu Alþingis.“ Guðni bætir því við að þetta sé ekki ákjósanlegt. „Þetta er svo sannarlega ekki ástand til eftirbreytni en þó eru fordæmi fyrir því að langan tíma hafi tekið að semja um áframhaldandi samstarf stjórnarflokka þótt allt hafi verið í sóma með framkvæmd kosninga. Kemur þá kannski helst í hugann árið 1953 og dráttur á því að Framsóknarmenn og Sjálfstæðismenn næðu þá samkomulagi um að vinna áfram saman.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Forseti Íslands Alþingiskosningar 2021 Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“