Opið bréf til rektors Háskóla Íslands Hópur nemenda á öðru ári í félagsfræði HÍ skrifar 19. nóvember 2021 19:01 Ágæti rektor Háskóla Íslands og aðrir sem málið kann að varða. „Betri háskóli – betra samfélag“ birtist öllum þeim sem opna heimasíðu Háskóla Íslands en eru þetta orð sem eiga að standa fyrir stefnu skólans 2021-2026. Ef lesið er til um framtíðarsýn HÍ26 segir: Skólinn skapar opið og fjölbreytt umhverfi náms og rannsókna, hann er í sterku sambandi við meginstoðir samfélagsins og í víðtæku samstarfi við háskóla og þekkingarsetur um allan heim. Með því að tryggja óskorað traust byggt á gæðum, jafnrétti og sjálfbærni á öllum sviðum getur Háskólinn rækt forystuhlutverk sitt í þekkingarsköpun fyrir samfélagið. Og ef litið er til þess segir í leiðarljósi HÍ26, hvað varðar traust segir: Við erum ábyrg og meðvituð um samfélagslegt mikilvægi skólans sem laðar að starfsfólk og nemendur með fjölbreyttan bakgrunn. Í bréfi sem barst til nemenda og starfsfólks skólans í dag, 19. nóvember 2021, tilkynnti rektor skólans að staðpróf munu eiga sér stað í flestum áföngum skólans þessa önnina. Aðeins eru örfáir áfangar sem munu bjóða upp á heimapróf, nánar tiltekið 86 áfangar. Það eru 16% allra áfanga í grunnnámi HÍ þessa önnina. Ef við höldum áfram að rýna aðeins í tölfræði þá eru 192 einstaklingar sem greindust með Covid-19 á síðasta sólarhring. 10% þeirra sem eru í einangrun núna greindust á síðasta sólarhring. Einnig varð Ísland í fyrsta skipti í gær, frá upphafi faraldursins, dökkrautt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Sem þýðir í raun að hættustigið er meira núna heldur en það var fyrir akkúrat ári síðan. Hvernig stendur þá á því að við séum aftur dottin í þann pakka að lokaúrræði okkar nemenda sé að fara með málið í fjölmiðla til vonar um að þurfa ekki að mæta í staðpróf meðan ástandið er svona. Hvernig eigum við að sýna traust til yfirvalda skólans, þar sem leiðarljósið er að vera ábyrg og meðvituð um samfélagslegt mikilvægi skólans, ef þau eru ekki ábyrgð og meðvituð sjálf? Hvernig ætlum við að láta framtíðarsýn HÍ26 rætast ef ekki er farið eftir gildum skólans? Við nemendur erum bæði sár og reið en fyrst og fremst vonsvikin. Við hvetjum rektor og stjórnendur eindregið til þess að endurskoða ákvörðun sína um staðpróf. Árið er 2021 og að Háskóli Íslands, ríkisháskólinn okkar, vilji ekki leyfa nemendum að nýta þá tækni sem er í boði og taka prófin heima er sorglegt. Það er kominn tími til þess að HÍ sameinist okkur hinum sem erum komin í 21. öldina. Til hvers að auka streitu og kvíða nemenda? Af hverju ekki að leyfa okkur að vera á okkar griðarstað að taka prófin? Það hefur sýnt sig að nemendum líður miklu betur að hafa val um að taka próf í því umhverfi sem þeim líður best í. Höldum því áfram. Tökum ábyrgð. Gerum Háskóla Íslands að þeim skóla sem hann óskar eftir að vera. Gerum hann að betri háskóla. Virðingafyllst – hópur nemenda á öðru ári í félagsfræði HÍ. Dagbjört Lena Sigurðardóttir Thelma Rún Birgisdóttir Þórkatla Björg Ómarsdóttir Anna Lilja Atladóttir Arnar Gíslason Björk Davíðsdóttir Gréta Jónsdóttir Margrét Anna Guðjónsdóttir Katha Aþena Guðný Þorsteinsdóttir Sumarliði Kristmundsson Sólrún Sif Sigurðardóttir Trausti Breiðfjörð Magnússon Elínora Guðlaug Einarsdóttir Erla Dögg Birgisdóttir Ance Brunovska Elísa Dögg Símonardóttir Sunna Sigmarsdóttir Birta Hlín Sigmarsdóttir Valgeir Gauti Sigurlínusarson Þórdís Ingvarsdóttir Berghildur Björk Reynisdóttir Sandra Ósk Viktorsdóttir Birna Filippía Steinarsdóttir Ágúst Páll Sunnuson Guðni Kristinn Bergsson Linda Ösp Dewage Bergþóra Harpa Stefánsdóttir Þorri Hrafn Róbertsson Kristín Ingadóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Háskólar Mest lesið Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Ágæti rektor Háskóla Íslands og aðrir sem málið kann að varða. „Betri háskóli – betra samfélag“ birtist öllum þeim sem opna heimasíðu Háskóla Íslands en eru þetta orð sem eiga að standa fyrir stefnu skólans 2021-2026. Ef lesið er til um framtíðarsýn HÍ26 segir: Skólinn skapar opið og fjölbreytt umhverfi náms og rannsókna, hann er í sterku sambandi við meginstoðir samfélagsins og í víðtæku samstarfi við háskóla og þekkingarsetur um allan heim. Með því að tryggja óskorað traust byggt á gæðum, jafnrétti og sjálfbærni á öllum sviðum getur Háskólinn rækt forystuhlutverk sitt í þekkingarsköpun fyrir samfélagið. Og ef litið er til þess segir í leiðarljósi HÍ26, hvað varðar traust segir: Við erum ábyrg og meðvituð um samfélagslegt mikilvægi skólans sem laðar að starfsfólk og nemendur með fjölbreyttan bakgrunn. Í bréfi sem barst til nemenda og starfsfólks skólans í dag, 19. nóvember 2021, tilkynnti rektor skólans að staðpróf munu eiga sér stað í flestum áföngum skólans þessa önnina. Aðeins eru örfáir áfangar sem munu bjóða upp á heimapróf, nánar tiltekið 86 áfangar. Það eru 16% allra áfanga í grunnnámi HÍ þessa önnina. Ef við höldum áfram að rýna aðeins í tölfræði þá eru 192 einstaklingar sem greindust með Covid-19 á síðasta sólarhring. 10% þeirra sem eru í einangrun núna greindust á síðasta sólarhring. Einnig varð Ísland í fyrsta skipti í gær, frá upphafi faraldursins, dökkrautt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Sem þýðir í raun að hættustigið er meira núna heldur en það var fyrir akkúrat ári síðan. Hvernig stendur þá á því að við séum aftur dottin í þann pakka að lokaúrræði okkar nemenda sé að fara með málið í fjölmiðla til vonar um að þurfa ekki að mæta í staðpróf meðan ástandið er svona. Hvernig eigum við að sýna traust til yfirvalda skólans, þar sem leiðarljósið er að vera ábyrg og meðvituð um samfélagslegt mikilvægi skólans, ef þau eru ekki ábyrgð og meðvituð sjálf? Hvernig ætlum við að láta framtíðarsýn HÍ26 rætast ef ekki er farið eftir gildum skólans? Við nemendur erum bæði sár og reið en fyrst og fremst vonsvikin. Við hvetjum rektor og stjórnendur eindregið til þess að endurskoða ákvörðun sína um staðpróf. Árið er 2021 og að Háskóli Íslands, ríkisháskólinn okkar, vilji ekki leyfa nemendum að nýta þá tækni sem er í boði og taka prófin heima er sorglegt. Það er kominn tími til þess að HÍ sameinist okkur hinum sem erum komin í 21. öldina. Til hvers að auka streitu og kvíða nemenda? Af hverju ekki að leyfa okkur að vera á okkar griðarstað að taka prófin? Það hefur sýnt sig að nemendum líður miklu betur að hafa val um að taka próf í því umhverfi sem þeim líður best í. Höldum því áfram. Tökum ábyrgð. Gerum Háskóla Íslands að þeim skóla sem hann óskar eftir að vera. Gerum hann að betri háskóla. Virðingafyllst – hópur nemenda á öðru ári í félagsfræði HÍ. Dagbjört Lena Sigurðardóttir Thelma Rún Birgisdóttir Þórkatla Björg Ómarsdóttir Anna Lilja Atladóttir Arnar Gíslason Björk Davíðsdóttir Gréta Jónsdóttir Margrét Anna Guðjónsdóttir Katha Aþena Guðný Þorsteinsdóttir Sumarliði Kristmundsson Sólrún Sif Sigurðardóttir Trausti Breiðfjörð Magnússon Elínora Guðlaug Einarsdóttir Erla Dögg Birgisdóttir Ance Brunovska Elísa Dögg Símonardóttir Sunna Sigmarsdóttir Birta Hlín Sigmarsdóttir Valgeir Gauti Sigurlínusarson Þórdís Ingvarsdóttir Berghildur Björk Reynisdóttir Sandra Ósk Viktorsdóttir Birna Filippía Steinarsdóttir Ágúst Páll Sunnuson Guðni Kristinn Bergsson Linda Ösp Dewage Bergþóra Harpa Stefánsdóttir Þorri Hrafn Róbertsson Kristín Ingadóttir
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun