Innlent

Sjáðu þegar kveikt var á jólakettinum í beinni útsendingu

Samúel Karl Ólason skrifar
Jólaköturinn var fyrst reistur á Lækjartorgi árið 2018.
Jólaköturinn var fyrst reistur á Lækjartorgi árið 2018. Vísir/Vilhelm

Kveikt var á jólakettinum á Lækjartorgi í kvöld og boðar það upphaf jólastemningarinnar í miðborg Reykjavíkur. Það var gert í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2.

Jólakötturinn var fyrst reistur árið 2018 en hann er um fimm metrar á hæð og sex metrar á breidd.

„Það er svo magnað með hann. Hann átti einhvern veginn bara strax heima hérna og átti strax heima í hjörtunum á okkur. Allavega fyrir mig og mjög marga aðra byrjar núna sá tími þar sem maður fer að rölta hérna um og kíkir í allar nýju búðirnar og nýju staðina og njóta aðventunnar,“ sagði Dagur B. Eggertsson áður en kveikt var á jólakettinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×