Sýknu í máli Rittenhouse mótmælt víða um Bandaríkin Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. nóvember 2021 08:58 Fjöldi mótmælenda var saman kominn í miðborg Chicago í gær. Pat Nabong/Chicago Sun-Times via AP Lögreglan í borginni Portland í Oregon í Bandaríkjunum lýsti því yfir í gærkvöldi að mótmæli í borginni, sem voru til komin vegna sýknu Kyle Rittenhouse, væru orðin að óeirðum. AP-fréttaveitan greinir frá því að mótmælendur hafi brotið rúður í borginni, kastað hlutum í lögreglu og til tals hafi komið meðal mótmælenda að brenna niður byggingu í eigu ríkisins í miðbæ Portland. Lögreglan hafi sektað nokkurn fjölda fólks en aðeins einn hafi verið handtekinn. Mótmælin voru til komin eftir að hinn átján ára Kyle Rittenhouse var sýknaður af ákæru fyrir morð á tveimur mönnum og fyrir að særa þann þriðja, þegar hann var viðstaddur óeirðir í borginni Kenosha í Wisconsin í ágúst í fyrra, vopnaður riffli. Óeirðirnar í Kenosha spruttu út frá mótmælum gegn kerfisbundnum kynþáttafordómum í Bandaríkjunum, eftir að hvítur lögreglumaður skaut Jacob Blake, sem er svartur, ítrekað í bakið þegar hann hafði afskipti af honum. Trúin á réttarkerfinu upp urin Mótmæli spruttu upp víða í landinu um helgina eftir að niðurstaða í málinu lá fyrir, til að mynda í New York, Los Angeles og í Chicago. Í síðastnefndu borginni gengu um þúsund manns í gegnum miðborg Chicago með skilti þar sem kynþáttahyggju og kynþáttafordómum var mótmælt ákaft. Þá báru sumir myndir af Rittenhouse þar sem hann er vopnaður rifflinum. Skilaboðin „Kill Kyle“ eða „Drepum Kyle“ sjást hér krotuð í strætóstopp í Los Angeles.AP Photo/Jae C. Hong AP hefur eftir Tönyu Watkins, einum skipuleggjenda mótmælanna í Chicago: „Þó að dómur í málinu hafi ekki komið mér á óvart þá er ég þreytt. Ég er vonsvikin. Ég er bálreið. Ég er búin að tapa hverri einustu örðu af trausti á réttarkerfinu.“ Biden og Trump á öndverðum meiði Mál Rittenhouse hefur valdið miklum titringi vestanhafs og verið afar umdeilt. Þannig lýsti Joe Biden Bandaríkjaforseti vonbrigðum með að Rittenhouse hafi ekki verið sakfelldur á meðan forveri hans í starfi, Donald Trump, fagnaði sýknunni ákaft. Saksóknurum í máli Rittenhouse tókst ekki að sýna fram á að hann hafi að yfirlögðu ráði ætlað sér að drepa mennina tvo sem hann skaut til bana. Verjendur Rittenhouse báru því við að mennirnir sem hann skaut hafi ógnað honum og hann hafi skotið þá í sjálfsvörn, sem kviðdómur í málinu féllst á. Hefði Rittenhouse verið fundinn sekur hefði hann getað átt yfir höfði sér áratugalangan fangelsisdóm. Rittenhouse ferðaðist til Kenosha í Wisconsin frá Illinois, sérstaklega til þess að vera viðstaddur óeirðirnar. Þar sagðist hann hafa ætlað sér að varna því að fyrirtæki yrðu fyrir barðinu á mótmælendum sem kynnu að reyna að vinna skemmdarverk, auk þess að veita fyrstu hjálp ef þörf væri á. Bandaríkin Joe Biden Donald Trump Skotárásir í Bandaríkjunum Black Lives Matter Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
AP-fréttaveitan greinir frá því að mótmælendur hafi brotið rúður í borginni, kastað hlutum í lögreglu og til tals hafi komið meðal mótmælenda að brenna niður byggingu í eigu ríkisins í miðbæ Portland. Lögreglan hafi sektað nokkurn fjölda fólks en aðeins einn hafi verið handtekinn. Mótmælin voru til komin eftir að hinn átján ára Kyle Rittenhouse var sýknaður af ákæru fyrir morð á tveimur mönnum og fyrir að særa þann þriðja, þegar hann var viðstaddur óeirðir í borginni Kenosha í Wisconsin í ágúst í fyrra, vopnaður riffli. Óeirðirnar í Kenosha spruttu út frá mótmælum gegn kerfisbundnum kynþáttafordómum í Bandaríkjunum, eftir að hvítur lögreglumaður skaut Jacob Blake, sem er svartur, ítrekað í bakið þegar hann hafði afskipti af honum. Trúin á réttarkerfinu upp urin Mótmæli spruttu upp víða í landinu um helgina eftir að niðurstaða í málinu lá fyrir, til að mynda í New York, Los Angeles og í Chicago. Í síðastnefndu borginni gengu um þúsund manns í gegnum miðborg Chicago með skilti þar sem kynþáttahyggju og kynþáttafordómum var mótmælt ákaft. Þá báru sumir myndir af Rittenhouse þar sem hann er vopnaður rifflinum. Skilaboðin „Kill Kyle“ eða „Drepum Kyle“ sjást hér krotuð í strætóstopp í Los Angeles.AP Photo/Jae C. Hong AP hefur eftir Tönyu Watkins, einum skipuleggjenda mótmælanna í Chicago: „Þó að dómur í málinu hafi ekki komið mér á óvart þá er ég þreytt. Ég er vonsvikin. Ég er bálreið. Ég er búin að tapa hverri einustu örðu af trausti á réttarkerfinu.“ Biden og Trump á öndverðum meiði Mál Rittenhouse hefur valdið miklum titringi vestanhafs og verið afar umdeilt. Þannig lýsti Joe Biden Bandaríkjaforseti vonbrigðum með að Rittenhouse hafi ekki verið sakfelldur á meðan forveri hans í starfi, Donald Trump, fagnaði sýknunni ákaft. Saksóknurum í máli Rittenhouse tókst ekki að sýna fram á að hann hafi að yfirlögðu ráði ætlað sér að drepa mennina tvo sem hann skaut til bana. Verjendur Rittenhouse báru því við að mennirnir sem hann skaut hafi ógnað honum og hann hafi skotið þá í sjálfsvörn, sem kviðdómur í málinu féllst á. Hefði Rittenhouse verið fundinn sekur hefði hann getað átt yfir höfði sér áratugalangan fangelsisdóm. Rittenhouse ferðaðist til Kenosha í Wisconsin frá Illinois, sérstaklega til þess að vera viðstaddur óeirðirnar. Þar sagðist hann hafa ætlað sér að varna því að fyrirtæki yrðu fyrir barðinu á mótmælendum sem kynnu að reyna að vinna skemmdarverk, auk þess að veita fyrstu hjálp ef þörf væri á.
Bandaríkin Joe Biden Donald Trump Skotárásir í Bandaríkjunum Black Lives Matter Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira