Í lok vetrar verði Þjóðverjar „bólusettir, búnir að ná sér af Covid eða látnir“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. nóvember 2021 22:37 Jens Spahn, heilbrigðisráðherra Þýskalands, var ómyrkur í máli á fréttamannafundi í dag. Carsten Koall/Getty Heilbrigðisráðherra Þýskalands, Jens Spahn, undirstrikaði í dag mikilvægi þess að landar hans létu bólusetja sig. Það gerði hann á afar beinskeyttan hátt, þegar hann ræddi við fréttamenn á fundi í Berlín í dag. „Í lok þessa vetrar verða allir Þjóðverjar bólusettir, búnir að ná sér af Covid, eða látnir,“ sagði ráðherrann. Með þessu gaf hann í skyn að þetta væru þeir þrír möguleikar sem kæmu til greina, nú þegar landið stendur í miðri fjórðu bylgju faraldursins, þeirri skæðustu til þessa. Þýskaland er með heldur lágt bólusetningarhlutfall í samanburði við aðrar vestrænar þjóðir, en 68 prósent íbúa landsins hafa hlotið fulla bólusetningu. Smittíðni fer hækkandi og hefur í raunar aldrei verið hærri. Þannig hafa rúmlega 30 þúsund manns greinst með veiruna í Þýskalandi síðasta sólarhringinn, sem er aukning um sjö þúsund nýgreindra á einum degi frá því fyrir viku. Stjórnvöld í landinu hafa tekið ákvörðun um að koma á hertari sóttvarnaaðgerðum, sem fela meðal annars í sér að óbólusettum verðum meinaður aðgangur að ákveðnum almenningsstöðum, auk þess sem jólamörkuðum víða um landið hefur verið aflýst. Spahn sagðist á fundinum vera mótfallinn því að gera bólusetningar að skyldu, en sagði það þó siðferðislega skyldu hvers manns að láta bólusetja sig, í því skyni að vernda náungann. „Frelsi fylgir ábyrgð, og það er skylda samfélagsins að láta bólusetja sig,“ sagði hann og bætti við að á næstu mánuðum myndi hver sá sem ekki er bólusettur smitast, og skorta tilhlýðilega vörn gegn alvarlegum veikindum. Milljónir skammta gætu skemmst Spahn lagði sérstaka áherslu á eitt bóluefni, nefnilega bóluefna bandaríska lyfjaframleiðandans Moderna, og sagði efnið vera „Rolls Royce bóluefnanna.“ Breska ríkisútvarpið greinir frá því að ástæðan sé sú að eftirspurn eftir bóluefni Pfizer sé svo mikil að útlit sé fyrir að skortur verði á því. Ráðherrann sagði þá að á næstu mánuðum gætu 16 milljónir skammta af Moderna-bóluefni farið til spillis, verði þeim ekki komið í gagnið. Frá upphafi faraldursins hafa ríflega 99 þúsund manns látist af völdum Covid-19, og yfir 5,4 milljónir fengið sjúkdóminn. Þýskaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Sjá meira
„Í lok þessa vetrar verða allir Þjóðverjar bólusettir, búnir að ná sér af Covid, eða látnir,“ sagði ráðherrann. Með þessu gaf hann í skyn að þetta væru þeir þrír möguleikar sem kæmu til greina, nú þegar landið stendur í miðri fjórðu bylgju faraldursins, þeirri skæðustu til þessa. Þýskaland er með heldur lágt bólusetningarhlutfall í samanburði við aðrar vestrænar þjóðir, en 68 prósent íbúa landsins hafa hlotið fulla bólusetningu. Smittíðni fer hækkandi og hefur í raunar aldrei verið hærri. Þannig hafa rúmlega 30 þúsund manns greinst með veiruna í Þýskalandi síðasta sólarhringinn, sem er aukning um sjö þúsund nýgreindra á einum degi frá því fyrir viku. Stjórnvöld í landinu hafa tekið ákvörðun um að koma á hertari sóttvarnaaðgerðum, sem fela meðal annars í sér að óbólusettum verðum meinaður aðgangur að ákveðnum almenningsstöðum, auk þess sem jólamörkuðum víða um landið hefur verið aflýst. Spahn sagðist á fundinum vera mótfallinn því að gera bólusetningar að skyldu, en sagði það þó siðferðislega skyldu hvers manns að láta bólusetja sig, í því skyni að vernda náungann. „Frelsi fylgir ábyrgð, og það er skylda samfélagsins að láta bólusetja sig,“ sagði hann og bætti við að á næstu mánuðum myndi hver sá sem ekki er bólusettur smitast, og skorta tilhlýðilega vörn gegn alvarlegum veikindum. Milljónir skammta gætu skemmst Spahn lagði sérstaka áherslu á eitt bóluefni, nefnilega bóluefna bandaríska lyfjaframleiðandans Moderna, og sagði efnið vera „Rolls Royce bóluefnanna.“ Breska ríkisútvarpið greinir frá því að ástæðan sé sú að eftirspurn eftir bóluefni Pfizer sé svo mikil að útlit sé fyrir að skortur verði á því. Ráðherrann sagði þá að á næstu mánuðum gætu 16 milljónir skammta af Moderna-bóluefni farið til spillis, verði þeim ekki komið í gagnið. Frá upphafi faraldursins hafa ríflega 99 þúsund manns látist af völdum Covid-19, og yfir 5,4 milljónir fengið sjúkdóminn.
Þýskaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Sjá meira