Átta ára drengur látinn eftir ódæðið í Wisconsin Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. nóvember 2021 23:45 Fjöldi fólks hefur lagt blóm, kerti og aðra muni á gangstéttir og götur þar sem skrúðgangan fór fram, til minningar um fólkið sem lést. Jim Vondruska/Getty Sjötta manneskjan er nú látin eftir að maður ók bíl sínum í gegnum jólaskrúðgöngu í Wisconsin í Bandaríkjunum á sunnudag. Um var að ræða átta ára dreng. Frá þessu greinir breska ríkisútvarpið, og hefur eftir saksóknurum í málinu að maðurinn sem liggur undir grun, hinn 39 ára gamli Darrell Brooks, hafi þegar verið formlega ákærður vegna dauða þeirra fimm sem þegar hafa látist. Sjöttu ákærunni verði bætt við. Auk hinna sex látnu slösuðust 47 aðrir þegar bílnum var ekið í gegnum skrúðgönguna í borginni Waukesha í Wisconsin. Drengurinn sem lést í dag var átta ára og hét Jackson Sparks. Hann var staddur á skrúðgöngunni ásamt tólf ára bróður sínum, sem einnig varð fyrir bílnum. Samkvæmt aðstandendum bræðranna fór Jackson í aðgerð á heila á sunnudaginn. Búist er við að bróðir hans, sem höfuðkúpubrotnaði, muni ná sér að fullu. Darrell Brooks var leiddur fyrir dómara í dag. Hann hefur þegar verið ákærður fyrir að bana fimm, og verður ákærður fyrir sjötta dauðsfallið.Mark Hoffman/Milwaukee Journal-Sentinel via AP Brooks á að baki sextán ákærur frá árinu 1999. Rannsókn stóð yfir í tveimur málum sem varða hann þegar atvikið átti sér stað í gær. Í tengslum við annað þeirra er hann sakaður um að hafa keyrt bifreið sinni vísvitandi á konu að loknu rifrildi þeirra með þeim afleiðingum að hún var lögð inn á spítala. Bandaríkin Tengdar fréttir Átti í heimiliserjum rétt áður en hann varð fimm að bana Ökumaður sem varð fimm að bana þegar hann ók jeppa inn í jólaskrúðgöngu í Wisconsin í Bandaríkjunum í gær hafði nýlega átt í heimiliserjum þegar atvikið átti sér stað. 22. nóvember 2021 23:46 Kanna hvort ökumaðurinn hafi verið á flótta eftir glæp Lögregluþjónar í Waukesha í Wisconsin í Bandaríkjunum rannsaka hvort maðurinn sem ók jeppa inn í jólaskrúðgöngu í gær hafi verið að flýja vettvang glæps. Minnst fimm dóu og rúmlega fjörutíu er slasaðir eftir að maðurinn ók inn í þvögu fólks. 22. nóvember 2021 14:05 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Sjá meira
Frá þessu greinir breska ríkisútvarpið, og hefur eftir saksóknurum í málinu að maðurinn sem liggur undir grun, hinn 39 ára gamli Darrell Brooks, hafi þegar verið formlega ákærður vegna dauða þeirra fimm sem þegar hafa látist. Sjöttu ákærunni verði bætt við. Auk hinna sex látnu slösuðust 47 aðrir þegar bílnum var ekið í gegnum skrúðgönguna í borginni Waukesha í Wisconsin. Drengurinn sem lést í dag var átta ára og hét Jackson Sparks. Hann var staddur á skrúðgöngunni ásamt tólf ára bróður sínum, sem einnig varð fyrir bílnum. Samkvæmt aðstandendum bræðranna fór Jackson í aðgerð á heila á sunnudaginn. Búist er við að bróðir hans, sem höfuðkúpubrotnaði, muni ná sér að fullu. Darrell Brooks var leiddur fyrir dómara í dag. Hann hefur þegar verið ákærður fyrir að bana fimm, og verður ákærður fyrir sjötta dauðsfallið.Mark Hoffman/Milwaukee Journal-Sentinel via AP Brooks á að baki sextán ákærur frá árinu 1999. Rannsókn stóð yfir í tveimur málum sem varða hann þegar atvikið átti sér stað í gær. Í tengslum við annað þeirra er hann sakaður um að hafa keyrt bifreið sinni vísvitandi á konu að loknu rifrildi þeirra með þeim afleiðingum að hún var lögð inn á spítala.
Bandaríkin Tengdar fréttir Átti í heimiliserjum rétt áður en hann varð fimm að bana Ökumaður sem varð fimm að bana þegar hann ók jeppa inn í jólaskrúðgöngu í Wisconsin í Bandaríkjunum í gær hafði nýlega átt í heimiliserjum þegar atvikið átti sér stað. 22. nóvember 2021 23:46 Kanna hvort ökumaðurinn hafi verið á flótta eftir glæp Lögregluþjónar í Waukesha í Wisconsin í Bandaríkjunum rannsaka hvort maðurinn sem ók jeppa inn í jólaskrúðgöngu í gær hafi verið að flýja vettvang glæps. Minnst fimm dóu og rúmlega fjörutíu er slasaðir eftir að maðurinn ók inn í þvögu fólks. 22. nóvember 2021 14:05 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Sjá meira
Átti í heimiliserjum rétt áður en hann varð fimm að bana Ökumaður sem varð fimm að bana þegar hann ók jeppa inn í jólaskrúðgöngu í Wisconsin í Bandaríkjunum í gær hafði nýlega átt í heimiliserjum þegar atvikið átti sér stað. 22. nóvember 2021 23:46
Kanna hvort ökumaðurinn hafi verið á flótta eftir glæp Lögregluþjónar í Waukesha í Wisconsin í Bandaríkjunum rannsaka hvort maðurinn sem ók jeppa inn í jólaskrúðgöngu í gær hafi verið að flýja vettvang glæps. Minnst fimm dóu og rúmlega fjörutíu er slasaðir eftir að maðurinn ók inn í þvögu fólks. 22. nóvember 2021 14:05