Hreinsaður af sök um morð eftir 42 ár í fangelsi Atli Ísleifsson skrifar 24. nóvember 2021 08:09 Kevin Strickland var á sínum tíma sakfelldur fyrir að hafa komið að morðum á þremur einstaklingum á heimili í Kansas-borg árið 1979. AP Karlmaður í Missouri í Bandaríkjunum hefur verið hreinsaður af sök um morð og honum sleppt úr fangelsi þar sem hann hafði verið látinn dúsa í 42 ár. Hinn 62 ára Kevin Strickland hafði verið ranglega sakfelldur vegna morða árið 1979 þegar hann var átján ára gamall. BBC segir frá málinu þar sem fram kemur að Strickland hafi alla tíð haldið fram sakleysi sínu. „Ég hélt að þessi dagur myndi aldrei líta dagsins ljós,“ sagði Strickland fyrir utan dómshúsið í gær þar sem hann hafði verið hreinsaður af sök. Aldrei áður í sögu Missouri hefur fangi verið hreinsaður af sök og honum sleppt eftir að hafa setið inni svo lengi, eða í tæplega 15.500 daga. Ólíklegt að hann fái skaðabætur Þrátt fyrir úrskurð dómara í gær er ólíklegt að Strickland muni fá skaðabætur vegna málsins, þar sem lög í Missouri gera ráð fyrir að einungis séu greiddar skaðabætur í málum sem þessum ef fyrir liggja ný sönnunargögn sem byggja á lífsýnum. Það eigi ekki við í þessu máli. Tricia Rojo Bushnell, einn lögfræðinganna í teymi sem hefur barist fyrir lausn Stricklands, fagnaði því að dómari hafi tekið tillit til nýrra sönnunargagna og sagðist himinlifandi með niðurstöðuna í gær. „Ekkert mun þó veita honum aftur þau 43 ár sem hann hefur misst og hann mun snúa aftur til ríkis sem mun ekki greiða honum eitt einasta sent vegna þess tíma sem hann var sviptur. Það er ekki réttlæti,“ sagði Rojo Bushnell. Kevin Strickland ræðir við fjölmiðla eftir að honum var sleppt úr fangelsi í gær.AP Þrýsti á fórnarlamb að benda á Strickland í uppstillingu lögreglu Strickland var dæmdur í lífstíðarfangelsi, án möguleika á reynslulausn í fimmtíu ár, vegna morða sem framin voru á heimili í Kansas-borg 25. apríl 1978. Fjórir menn réðust þar inn og skutu þrjú til bana – þau Sherrie Black, 22 ára, Larry Ingram, 22 ára, og John Walker, tuttugu ára. Fjórða fórnarlambið, hin þá tvítuga Cynthia Douglas, slapp lifandi frá árásinni þar sem hún þóttist vera látin eftir að hafa verið skotin. Kærasti systur Douglas er svo sagður hafa fengið hugboð um að Strickland hafi komið að árásinni, benti lögreglu á hann og var hann í kjölfarið handtekinn vegna málsins. Er maðurinn svo sagður hafa þrýst á Cynthiu Douglas að benda á Strickland í uppstillingu manna hjá lögreglu. Strickland sagðist hins vegar hafa verið heima hjá sér þegar morðin voru framin og þá lágu engin sönnunargögn fyrir sem tengdu hann við vettvang morðanna. Douglas ritaði löngu síðar bréf til lögfræðinga þar sem hún sagðist vilja draga framburð sinn til baka, en lést áður en hún gat gert slíkt með formlegum hætti hjá lögreglu. Saksóknarar í Jackson-sýslu hófu svo vinnu við það í nóvember á síðasta ári að taka málið til skoðunar og var niðurstaðan sú að fara fram á lausn Stricklands. Bandaríkin Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira
BBC segir frá málinu þar sem fram kemur að Strickland hafi alla tíð haldið fram sakleysi sínu. „Ég hélt að þessi dagur myndi aldrei líta dagsins ljós,“ sagði Strickland fyrir utan dómshúsið í gær þar sem hann hafði verið hreinsaður af sök. Aldrei áður í sögu Missouri hefur fangi verið hreinsaður af sök og honum sleppt eftir að hafa setið inni svo lengi, eða í tæplega 15.500 daga. Ólíklegt að hann fái skaðabætur Þrátt fyrir úrskurð dómara í gær er ólíklegt að Strickland muni fá skaðabætur vegna málsins, þar sem lög í Missouri gera ráð fyrir að einungis séu greiddar skaðabætur í málum sem þessum ef fyrir liggja ný sönnunargögn sem byggja á lífsýnum. Það eigi ekki við í þessu máli. Tricia Rojo Bushnell, einn lögfræðinganna í teymi sem hefur barist fyrir lausn Stricklands, fagnaði því að dómari hafi tekið tillit til nýrra sönnunargagna og sagðist himinlifandi með niðurstöðuna í gær. „Ekkert mun þó veita honum aftur þau 43 ár sem hann hefur misst og hann mun snúa aftur til ríkis sem mun ekki greiða honum eitt einasta sent vegna þess tíma sem hann var sviptur. Það er ekki réttlæti,“ sagði Rojo Bushnell. Kevin Strickland ræðir við fjölmiðla eftir að honum var sleppt úr fangelsi í gær.AP Þrýsti á fórnarlamb að benda á Strickland í uppstillingu lögreglu Strickland var dæmdur í lífstíðarfangelsi, án möguleika á reynslulausn í fimmtíu ár, vegna morða sem framin voru á heimili í Kansas-borg 25. apríl 1978. Fjórir menn réðust þar inn og skutu þrjú til bana – þau Sherrie Black, 22 ára, Larry Ingram, 22 ára, og John Walker, tuttugu ára. Fjórða fórnarlambið, hin þá tvítuga Cynthia Douglas, slapp lifandi frá árásinni þar sem hún þóttist vera látin eftir að hafa verið skotin. Kærasti systur Douglas er svo sagður hafa fengið hugboð um að Strickland hafi komið að árásinni, benti lögreglu á hann og var hann í kjölfarið handtekinn vegna málsins. Er maðurinn svo sagður hafa þrýst á Cynthiu Douglas að benda á Strickland í uppstillingu manna hjá lögreglu. Strickland sagðist hins vegar hafa verið heima hjá sér þegar morðin voru framin og þá lágu engin sönnunargögn fyrir sem tengdu hann við vettvang morðanna. Douglas ritaði löngu síðar bréf til lögfræðinga þar sem hún sagðist vilja draga framburð sinn til baka, en lést áður en hún gat gert slíkt með formlegum hætti hjá lögreglu. Saksóknarar í Jackson-sýslu hófu svo vinnu við það í nóvember á síðasta ári að taka málið til skoðunar og var niðurstaðan sú að fara fram á lausn Stricklands.
Bandaríkin Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira