Telja ekki ástæðu til að fagna þakkargjörðarhátíðinni Kjartan Kjartansson skrifar 25. nóvember 2021 15:39 Frumbyggjar á bæn við minnisvarða um fórnarlömb fjöldamorðs á Wampanoag-frumbyggjum í Plymouth árið 2007. AP/Lisa Poole Bandarískir frumbyggjar ætla að minnast þakkargjörðarhátíðarinnar í dag með því að koma saman í bænum Plymouth í Massachusetts þar sem enskir landtökumenn tóku fyrst land. Þar ætla þeir að syrgja aldalanga kynþáttahyggju og ofbeldi sem þeir hafa mátt þola. Þakkargjörðarhátíðin er haldin í Bandaríkjunum í dag. Hún er rakin til uppskeruhátíðar sem fyrstu ensku nýlendubúarnir í Plymouth fögnuðu með Wampanoag-ættbálknum árið 1621. Evrópubúar áttu síðar eftir að leggja undir sig alla Norður-Ameríku og hafast afkomendur frumbyggja nú við á verndarsvæðum á víð og dreif um Bandaríkin. „Við frumbyggjaþjóðir höfum enga ástæðu til þess að fagna komu pílagrímanna,“ segir Kisha James sem kemur frá Aquinnah Wampaoag og Oglala Lakota ættbálkunum við AP-fréttastofuna. Hún segist vilja fræða fólk um að sögur um fyrstu þakkargjörðarhátíðina sem er kennd í skólum byggist á engu nema lygum. Wampanoag og aðrir frumbyggjar hafi sannarlega ekki lifað hamingjusamlega frá því að pílagrímarnir námu land. Þakkargjörðarhátíðin sé frumbyggjum sorgardagur þar sem þeir minnast milljóna forfeðra sinna sem evrópskir nýlendubúar sem birtust óboðnir myrtu. Viðburðurinn í Plymouth hefur verið árviss viðburður frá 1970. Frumbyggjarnir safnast saman við Plymouth-klett þar sem pílagrímarnir komu að landi. Þar ætla þeir að berja bumbur, biðja og fordæma kerfislæga kynþáttahyggju, kynjamisrétti, nýlendustefnu, andúð á samkynhneigðum og eyðileggingu jarðar í nafni hagnaðar. Í ár ætla þeir sérstaklega að minnast ungra frumbyggja sem voru vistaðir í heimavistarskólum á vegum alríkisstjórnarinnar þar sem reynt var að „aðlaga“ þá samfélagi hvítra manna, jafnt í Bandaríkjunum og í Kanada. Hundruð líka fundist nýlega við byggingu sem áður hýsti slíkan skóla í Kanada. Bandaríkin Tengdar fréttir Spænskir hægrimenn fýldir yfir gagnrýni á Kólumbus Kergja ríkir nú á meðal spænskra hægrimanna vegna gagnrýni á nýlendustefnu þeirra og Kristófer Kólumbus. Þeir eru einnig ósáttir við að Bandaríkjaforseti hafi viðurkennt voðaverk gegn frumbyggjum Ameríkanna. 12. október 2021 14:58 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Nokkuð um hávaðaútköll Innlent Fleiri fréttir Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Sjá meira
Þakkargjörðarhátíðin er haldin í Bandaríkjunum í dag. Hún er rakin til uppskeruhátíðar sem fyrstu ensku nýlendubúarnir í Plymouth fögnuðu með Wampanoag-ættbálknum árið 1621. Evrópubúar áttu síðar eftir að leggja undir sig alla Norður-Ameríku og hafast afkomendur frumbyggja nú við á verndarsvæðum á víð og dreif um Bandaríkin. „Við frumbyggjaþjóðir höfum enga ástæðu til þess að fagna komu pílagrímanna,“ segir Kisha James sem kemur frá Aquinnah Wampaoag og Oglala Lakota ættbálkunum við AP-fréttastofuna. Hún segist vilja fræða fólk um að sögur um fyrstu þakkargjörðarhátíðina sem er kennd í skólum byggist á engu nema lygum. Wampanoag og aðrir frumbyggjar hafi sannarlega ekki lifað hamingjusamlega frá því að pílagrímarnir námu land. Þakkargjörðarhátíðin sé frumbyggjum sorgardagur þar sem þeir minnast milljóna forfeðra sinna sem evrópskir nýlendubúar sem birtust óboðnir myrtu. Viðburðurinn í Plymouth hefur verið árviss viðburður frá 1970. Frumbyggjarnir safnast saman við Plymouth-klett þar sem pílagrímarnir komu að landi. Þar ætla þeir að berja bumbur, biðja og fordæma kerfislæga kynþáttahyggju, kynjamisrétti, nýlendustefnu, andúð á samkynhneigðum og eyðileggingu jarðar í nafni hagnaðar. Í ár ætla þeir sérstaklega að minnast ungra frumbyggja sem voru vistaðir í heimavistarskólum á vegum alríkisstjórnarinnar þar sem reynt var að „aðlaga“ þá samfélagi hvítra manna, jafnt í Bandaríkjunum og í Kanada. Hundruð líka fundist nýlega við byggingu sem áður hýsti slíkan skóla í Kanada.
Bandaríkin Tengdar fréttir Spænskir hægrimenn fýldir yfir gagnrýni á Kólumbus Kergja ríkir nú á meðal spænskra hægrimanna vegna gagnrýni á nýlendustefnu þeirra og Kristófer Kólumbus. Þeir eru einnig ósáttir við að Bandaríkjaforseti hafi viðurkennt voðaverk gegn frumbyggjum Ameríkanna. 12. október 2021 14:58 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Nokkuð um hávaðaútköll Innlent Fleiri fréttir Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Sjá meira
Spænskir hægrimenn fýldir yfir gagnrýni á Kólumbus Kergja ríkir nú á meðal spænskra hægrimanna vegna gagnrýni á nýlendustefnu þeirra og Kristófer Kólumbus. Þeir eru einnig ósáttir við að Bandaríkjaforseti hafi viðurkennt voðaverk gegn frumbyggjum Ameríkanna. 12. október 2021 14:58