Vinstri græn halda forsætisráðuneytinu, taka við félagsmálaráðuneytinu og matvæla-, sjávarútvegs og landbúnaðarráðuneyti. Framsókn taka fjögur ráðuneyti. Þau eru heilbrigðisráðuneyti, innviðaráðuneyti hvar falla undir samgöngur, sveitarstjórnarmál, húsnæðis- og skipulagsmál. Þá verður til nýtt ferða- og menningarmálaráðuneyti auk annars skólamálaráðuneytis.
Þetta herma heimildir Innherja að verði tilkynnt á morgun þegar ný ríkisstjórn verður kynnt til sögunnar.
Stofnanir stjórnarflokkanna þriggja sitja nú og fara yfir stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar.
Sýnt verður beint frá blaðamannafundi þar sem stjórnarsáttmálinn verður undirritaður klukkan eitt á morgun á Stöð 2 og Stöð 2 Vísi.
Innherji er nýr sjálfstæður áskriftarmiðill innan Vísis sem mun einkum beina kastljósinu að viðskiptalífinu, efnahagsmálum og stjórnmálum. Fyrst um sinn verður efnið endurgjaldslaust og aðgengilegt öllum á Vísi en með tímanum verður einungis hægt að nálgast Innherja gegn greiðslu. Áhersla er lögð á vandaðar fréttir, fréttaskýringar, viðtöl og hlaðvörp auk þess sem Innherja er ætlaður að vera vettvangur skoðanaskipta fólks úr atvinnulífinu og stjórnmálum.