Svipurinn á Alla ríka áður en sonurinn fékk það óþvegið Kristján Már Unnarsson skrifar 28. nóvember 2021 06:30 Sonurinn Kristinn Aðalsteinsson við málverkið af föður sínum, Alla ríka. Arnar Halldórsson „Þetta er svona svipur sem maður þekkir vel. Þetta var svona kannski rétt áður en maður fékk að heyra það óþvegið,“ segir Kristinn Aðalsteinsson glettinn þar sem hann virðir fyrir sér málverkið af föður sínum, Aðalsteini Jónssyni, á heimili sínu á Eskifirði. Í þættinum Um land allt á Stöð 2 er fjallað um ævistarf Aðalsteins og arfleifð hans. Aðalsteinn ólst upp í sárri fátækt en hlaut síðar viðurnefnið Alli ríki. Á Eskifirði byggði hann upp eitt öflugasta sjávarútvegsfyrirtæki landsins, sem enn í dag er burðarás byggðarinnar. Fyrirtækið, sem upphaflega hét Hraðfrystihús Eskifjarðar, heitir núna Eskja. Aðaleigendur þess í dag eru hjónin Björk Aðalsteinsdóttir, dóttir Alla, og Þorsteinn Kristjánsson, tengdasonur hans, en Þorsteinn er jafnframt forstjóri Eskju. Þorsteinn Kristjánsson, tengdasonur Alla ríka, er í dag forstjóri og aðaleigandi Eskju.Arnar Halldórsson „Þetta var mjög skemmtilegur maður og við urðum mjög miklir félagar og vinir nánast frá upphafi. Stunduðum saman laxveiði og rjúpnaveiði og vorum mjög mikið saman,“ segir Þorsteinn um kynnin af tengdaföður sínum. Spurður hvort hann hafi ekki verið feiminn við manninn sem nánast var risi í austfirsku samfélagi svarar Þorsteinn: „Nei, nei. Hann kom ekkert fram sem slíkur. Hann var mjög alþýðlegur maður. En maður varð var við það að það var borin mikil virðing fyrir þessum manni, - sem eðlilegt var,“ svarar Þorsteinn. Aðalsteinn Jónsson fæddist í Eskifjarðarseli árið 1922. Hann lést árið 2008, 86 ára að aldri.Ljósmyndasafn Eskifjarðar Í þættinum er meðal annars fjallað um það uppnám sem varð þegar tveir erfingjar Aðalsteins, synirnir Elfar og Kristinn, seldu hlutabréf sín í fyrirtækinu og fluttu til Bretlands. Kristinn er núna aftur kominn heim á Eskifjörð eftir að hafa verið búsettur erlendis í rúman áratug. „Af því að það er bara svo gott að vera hérna,“ svarar Kristinn spurður hvers vegna hann sneri aftur. Í þættinum er einnig rætt við þau Jens Garðar Helgason, sem ólst upp sem nágranni Aðalsteins og býr núna í húsi hans, og Samfylkingarkonuna Eydísi Ásbjörnsdóttur, forseta bæjarstjórnar Fjarðabyggðar, um Aðalstein og þau áhrif sem hann hafði á samfélagið á Eskifirði. Þátturinn er endursýndur á Stöð 2 klukkan 16:25 í dag, sunnudag. Hér má sjá byrjun þáttarins: Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins: Kvótakerfið er rætt í þættinum en útdrátt úr þeirri umræðu má sjá í frétt Stöðvar 2: Um land allt Fjarðabyggð Sjávarútvegur Tengdar fréttir Forstjóri Eskju segir útgerðina geta stundum borgað hærri kvótaskatt Forstjóri og aðaleigandi Eskju á Eskifirði er opinn fyrir hærri kvótaskatti og segir að vel megi vera að gjaldtaka fyrir fiskveiðiheimildir sé of lág. Sonur Alla ríka, sem seldi hlut sinn í fyrirtækinu, hafnar því að hann hafi verið að taka út kvótagróða. 22. nóvember 2021 23:50 Heilaskurðlæknir á Eskifirði hyggst mergsjúga Austfirði „Ég kynntist hérna manni og kom hérna og hugsaði: Váá! Þetta er geggjaður staður,“ svarar Borgnesingurinn Kristín Lilja Eyglóardóttir, þegar hún er spurð hvað heilaskurðlæknir sé að gera á Eskifirði. 18. nóvember 2021 21:01 Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Fleiri fréttir Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Sjá meira
Í þættinum Um land allt á Stöð 2 er fjallað um ævistarf Aðalsteins og arfleifð hans. Aðalsteinn ólst upp í sárri fátækt en hlaut síðar viðurnefnið Alli ríki. Á Eskifirði byggði hann upp eitt öflugasta sjávarútvegsfyrirtæki landsins, sem enn í dag er burðarás byggðarinnar. Fyrirtækið, sem upphaflega hét Hraðfrystihús Eskifjarðar, heitir núna Eskja. Aðaleigendur þess í dag eru hjónin Björk Aðalsteinsdóttir, dóttir Alla, og Þorsteinn Kristjánsson, tengdasonur hans, en Þorsteinn er jafnframt forstjóri Eskju. Þorsteinn Kristjánsson, tengdasonur Alla ríka, er í dag forstjóri og aðaleigandi Eskju.Arnar Halldórsson „Þetta var mjög skemmtilegur maður og við urðum mjög miklir félagar og vinir nánast frá upphafi. Stunduðum saman laxveiði og rjúpnaveiði og vorum mjög mikið saman,“ segir Þorsteinn um kynnin af tengdaföður sínum. Spurður hvort hann hafi ekki verið feiminn við manninn sem nánast var risi í austfirsku samfélagi svarar Þorsteinn: „Nei, nei. Hann kom ekkert fram sem slíkur. Hann var mjög alþýðlegur maður. En maður varð var við það að það var borin mikil virðing fyrir þessum manni, - sem eðlilegt var,“ svarar Þorsteinn. Aðalsteinn Jónsson fæddist í Eskifjarðarseli árið 1922. Hann lést árið 2008, 86 ára að aldri.Ljósmyndasafn Eskifjarðar Í þættinum er meðal annars fjallað um það uppnám sem varð þegar tveir erfingjar Aðalsteins, synirnir Elfar og Kristinn, seldu hlutabréf sín í fyrirtækinu og fluttu til Bretlands. Kristinn er núna aftur kominn heim á Eskifjörð eftir að hafa verið búsettur erlendis í rúman áratug. „Af því að það er bara svo gott að vera hérna,“ svarar Kristinn spurður hvers vegna hann sneri aftur. Í þættinum er einnig rætt við þau Jens Garðar Helgason, sem ólst upp sem nágranni Aðalsteins og býr núna í húsi hans, og Samfylkingarkonuna Eydísi Ásbjörnsdóttur, forseta bæjarstjórnar Fjarðabyggðar, um Aðalstein og þau áhrif sem hann hafði á samfélagið á Eskifirði. Þátturinn er endursýndur á Stöð 2 klukkan 16:25 í dag, sunnudag. Hér má sjá byrjun þáttarins: Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins: Kvótakerfið er rætt í þættinum en útdrátt úr þeirri umræðu má sjá í frétt Stöðvar 2:
Um land allt Fjarðabyggð Sjávarútvegur Tengdar fréttir Forstjóri Eskju segir útgerðina geta stundum borgað hærri kvótaskatt Forstjóri og aðaleigandi Eskju á Eskifirði er opinn fyrir hærri kvótaskatti og segir að vel megi vera að gjaldtaka fyrir fiskveiðiheimildir sé of lág. Sonur Alla ríka, sem seldi hlut sinn í fyrirtækinu, hafnar því að hann hafi verið að taka út kvótagróða. 22. nóvember 2021 23:50 Heilaskurðlæknir á Eskifirði hyggst mergsjúga Austfirði „Ég kynntist hérna manni og kom hérna og hugsaði: Váá! Þetta er geggjaður staður,“ svarar Borgnesingurinn Kristín Lilja Eyglóardóttir, þegar hún er spurð hvað heilaskurðlæknir sé að gera á Eskifirði. 18. nóvember 2021 21:01 Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Fleiri fréttir Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Sjá meira
Forstjóri Eskju segir útgerðina geta stundum borgað hærri kvótaskatt Forstjóri og aðaleigandi Eskju á Eskifirði er opinn fyrir hærri kvótaskatti og segir að vel megi vera að gjaldtaka fyrir fiskveiðiheimildir sé of lág. Sonur Alla ríka, sem seldi hlut sinn í fyrirtækinu, hafnar því að hann hafi verið að taka út kvótagróða. 22. nóvember 2021 23:50
Heilaskurðlæknir á Eskifirði hyggst mergsjúga Austfirði „Ég kynntist hérna manni og kom hérna og hugsaði: Váá! Þetta er geggjaður staður,“ svarar Borgnesingurinn Kristín Lilja Eyglóardóttir, þegar hún er spurð hvað heilaskurðlæknir sé að gera á Eskifirði. 18. nóvember 2021 21:01