Skóli fyrir suma? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar 29. nóvember 2021 11:00 Hvað ef við ímyndum okkur að við lok leikskóla fái allir nemendur umsögn út frá námsstöðu? Hvort þau kunni að draga til stafs, lesa eða reikna og út frá þeim niðurstöðum bjóðist þeim skólavist í tilteknum skólum. Þannig geti grunnskólarnir sett viðmið um inntöku og einungis getumestu nemendurnir komist inn í tiltekna skóla, þá skóla sem eru vinsælastir. Líklega hugnast fæstum slík flokkun og sjálfsagt finnst flestum hugmyndin slæm. Það hefur þó tíðkast til fjölda ára að við lok grunnskóla séu nemendur metnir út frá námsstöðu. Þegar stóri dómur fellur við lok grunnskóla er það punktastaða nemenda að vori sem ræður því hvort nemendur komast inn í draumaskólann sinn. Draumaskólarnir eru gjarnan þeir vinsælustu. Við lok grunnskóla eru nemendur börn samkvæmt lögum og þau eru það áfram í tvö ár af þeim þremur sem þau eru í framhaldsskóla. Gengi nemenda í skóla veltur ekkert endilega á gömlu skilgreindu gáfunum. Það er flókið að vera barn í dag, börn eiga mismunandi bakland og félagslegar aðstæður þeirra eru mismunandi. Börn geta glímt við kvíða, depurð, þunglyndi, brotna sjálfsmynd, óöryggi, félagslega einangrun, listinn er langur. Það er afar mikilvægt að skólakerfið vinni með þessa þætti samhliða hinu hefðbundna bóknámi. Við lok grunnskólagöngu hefur einungis hluti nemenda raunverulegt val um skólavist. Rannsóknir sýna að félagslegir- og efnahagslegir þættir hafa áhrif á skólavist nemenda að loknum grunnskóla. Nemendum með sterkara bakland út frá efnahag og námsstöðu foreldra standa fleiri dyr opnar að loknum grunnskóla. Það er vegna þeirra viðmiða sem stuðst er við í lok grunnskóla og þeirra viðmiða sem framhaldsskólarnir setja við inntöku nemenda. Nemendur með hærri einkunnir komast inn í vinsælustu skólana og það bjóða ekki allir skólar upp á fornám eða sérdeildir. Skóli án aðgreiningar og samfélag án aðgreiningar tryggir öllum jöfn tækifæri út frá félagslegri stöðu, getu og efnahag. Framhaldsskólinn er að stærstum hluta barnaskóli, hann er að tveimur þriðju skóli fyrir börn. Í framhaldsskólanum höldum við áfram að mennta börn og koma þeim til manns eins og sagt er. Í framhaldsskólanum læra börn ýmislegt um alls konar, formlega og óformlega. Þau læra í kennslustundum, þau læra líka í frímínútum, mest þar sem fjölbreytileikinn er mestur. Framhaldsskólar landsins sinna hlutverki sínu af alúð og metnaði. Allir framhaldsskólar landsins bjóða upp á sambærilegt bóknám til stúdentsprófs þar sem nemendur geta byggt upp traustan grunn fyrir frekara nám í háskólum eða öðru framhaldsnámi. Það væri bara einhvern veginn meira í anda samfélags án aðgreiningar ef allir framhaldsskólar væru fyrir alla og ekki sumir fyrir suma. Höfundur er skólameistari Menntaskólans í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Sjá meira
Hvað ef við ímyndum okkur að við lok leikskóla fái allir nemendur umsögn út frá námsstöðu? Hvort þau kunni að draga til stafs, lesa eða reikna og út frá þeim niðurstöðum bjóðist þeim skólavist í tilteknum skólum. Þannig geti grunnskólarnir sett viðmið um inntöku og einungis getumestu nemendurnir komist inn í tiltekna skóla, þá skóla sem eru vinsælastir. Líklega hugnast fæstum slík flokkun og sjálfsagt finnst flestum hugmyndin slæm. Það hefur þó tíðkast til fjölda ára að við lok grunnskóla séu nemendur metnir út frá námsstöðu. Þegar stóri dómur fellur við lok grunnskóla er það punktastaða nemenda að vori sem ræður því hvort nemendur komast inn í draumaskólann sinn. Draumaskólarnir eru gjarnan þeir vinsælustu. Við lok grunnskóla eru nemendur börn samkvæmt lögum og þau eru það áfram í tvö ár af þeim þremur sem þau eru í framhaldsskóla. Gengi nemenda í skóla veltur ekkert endilega á gömlu skilgreindu gáfunum. Það er flókið að vera barn í dag, börn eiga mismunandi bakland og félagslegar aðstæður þeirra eru mismunandi. Börn geta glímt við kvíða, depurð, þunglyndi, brotna sjálfsmynd, óöryggi, félagslega einangrun, listinn er langur. Það er afar mikilvægt að skólakerfið vinni með þessa þætti samhliða hinu hefðbundna bóknámi. Við lok grunnskólagöngu hefur einungis hluti nemenda raunverulegt val um skólavist. Rannsóknir sýna að félagslegir- og efnahagslegir þættir hafa áhrif á skólavist nemenda að loknum grunnskóla. Nemendum með sterkara bakland út frá efnahag og námsstöðu foreldra standa fleiri dyr opnar að loknum grunnskóla. Það er vegna þeirra viðmiða sem stuðst er við í lok grunnskóla og þeirra viðmiða sem framhaldsskólarnir setja við inntöku nemenda. Nemendur með hærri einkunnir komast inn í vinsælustu skólana og það bjóða ekki allir skólar upp á fornám eða sérdeildir. Skóli án aðgreiningar og samfélag án aðgreiningar tryggir öllum jöfn tækifæri út frá félagslegri stöðu, getu og efnahag. Framhaldsskólinn er að stærstum hluta barnaskóli, hann er að tveimur þriðju skóli fyrir börn. Í framhaldsskólanum höldum við áfram að mennta börn og koma þeim til manns eins og sagt er. Í framhaldsskólanum læra börn ýmislegt um alls konar, formlega og óformlega. Þau læra í kennslustundum, þau læra líka í frímínútum, mest þar sem fjölbreytileikinn er mestur. Framhaldsskólar landsins sinna hlutverki sínu af alúð og metnaði. Allir framhaldsskólar landsins bjóða upp á sambærilegt bóknám til stúdentsprófs þar sem nemendur geta byggt upp traustan grunn fyrir frekara nám í háskólum eða öðru framhaldsnámi. Það væri bara einhvern veginn meira í anda samfélags án aðgreiningar ef allir framhaldsskólar væru fyrir alla og ekki sumir fyrir suma. Höfundur er skólameistari Menntaskólans í Kópavogi.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun