Umhverfisvænir jólasveinar Bryndís Jónsdóttir og Sigríður Björk Einarsdóttir skrifa 29. nóvember 2021 15:00 Nú þegar umhverfismál eru í brennidepli og ein mesta innkaupahátíð ársins hafin langar okkur að ávarpa jólasveinana sem fara að tínast til byggða innan skamms og stinga gjöfum í skó barna. Plánetan okkar er í vanda, haugar af notuðum fatnaði Vesturlandabúa enda sem mengandi úrgangur í Afríku, jöklarnir bráðna, plastmengun er ein alvarlegasta ógnin við lífríki sjávar, örplast endar í meltingarvegi sjávardýra og þar með í fæðu okkar, Sorpu berast 600 tonn af úrgangi á degi hverjum. Hvað geta jólasveinarnir gert í þessu? Margt smátt gerir eitt stórt og jólasveinar geta lagt sitt af mörkum eins og aðrir. Gott er að spyrja sig áður en skógjöf er valin hvort hún sé skynsamleg út frá umhverfisverndarsjónarmiðum og hvort hún muni raunverulega nýtast barninu eða lenda beint í ruslinu eftir skamma stund. Við hvetjum jólasveinana til að leita eftir umhverfisvænum vörum og velja umhverfisvænni kostinn ef tveir eða fleiri eru í boði. Gott væri að verslanir huguðu sérstaklega að umhverfisvænum vörum sem gefa má í skóinn og vektu athygli jólasveina á þeim. Skógjafir sem hvetja til samveru fjölskyldunnar geta verið umhverfisvænar, óvissuferð í boði jólasveinsins, útivistarbingó, ratleikur, efni í jólaföndur, pappír, litir eða uppskrift að trölladeigi, kökuform og uppskrift að jólasmákökum sem fjölskyldan bakar saman. Ef gefnir eru hlutir eða fatnaður má finna notað og velja eitthvað sem barnið vantar. Um að gera að nýta nytjamarkaði og loppuverslanir og svo getur verið sniðugt að skiptast á notuðum leikföngum eða öðru slíku við aðrar jólasveinafjölskyldur. Vinnustaðir geta komið upp jólasveinaborði þar sem er að finna hentuga notaða hluti, þú kemur með einn hlut og tekur annan. Matvara eins og mandarínur, framandi ávextir, piparkökur eða aðrar smákökur, drykkur og sælgæti á nammidögum er tilvalið. Ef velja á dót er sniðugt að kaupa kassa með einhverju sem hægt er að skipta í nokkrar gjafir eins og kubba eða púsluspil. Hluti af eftirvæntingunni er þá að bíða eftir næsta púsli. Auðvitað hafa jólasveinar það svo í huga að stilla skógjöfum í hóf svo ekki verði um erfiðan samanburð að ræða í skólanum eða leikskólanum. Fyrir umhverfisvæna jólasveina viljum við benda á eftirtaldar síður sem innihalda góð ráð og hugmyndir. Færni til framtíðar á Facebook www.landvernd.is www.graenskref.is Börnin okkar munu erfa landið/heiminn. Þau eiga það inni hjá okkur að skilja eins vel við og okkur er mögulegt svo við bætum ekki enn á þau krefjandi verkefni sem þau munu standa frammi fyrir á þessu sviði. Nóg er það nú samt. Sigríður Björk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri SAMFOK – samtaka foreldra grunnskólabarna í Reykjavík. Bryndís Jónsdóttir, sérfræðingur hjá Heimili og skóla – landssamtökum foreldra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Umhverfismál Jólasveinar Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar umhverfismál eru í brennidepli og ein mesta innkaupahátíð ársins hafin langar okkur að ávarpa jólasveinana sem fara að tínast til byggða innan skamms og stinga gjöfum í skó barna. Plánetan okkar er í vanda, haugar af notuðum fatnaði Vesturlandabúa enda sem mengandi úrgangur í Afríku, jöklarnir bráðna, plastmengun er ein alvarlegasta ógnin við lífríki sjávar, örplast endar í meltingarvegi sjávardýra og þar með í fæðu okkar, Sorpu berast 600 tonn af úrgangi á degi hverjum. Hvað geta jólasveinarnir gert í þessu? Margt smátt gerir eitt stórt og jólasveinar geta lagt sitt af mörkum eins og aðrir. Gott er að spyrja sig áður en skógjöf er valin hvort hún sé skynsamleg út frá umhverfisverndarsjónarmiðum og hvort hún muni raunverulega nýtast barninu eða lenda beint í ruslinu eftir skamma stund. Við hvetjum jólasveinana til að leita eftir umhverfisvænum vörum og velja umhverfisvænni kostinn ef tveir eða fleiri eru í boði. Gott væri að verslanir huguðu sérstaklega að umhverfisvænum vörum sem gefa má í skóinn og vektu athygli jólasveina á þeim. Skógjafir sem hvetja til samveru fjölskyldunnar geta verið umhverfisvænar, óvissuferð í boði jólasveinsins, útivistarbingó, ratleikur, efni í jólaföndur, pappír, litir eða uppskrift að trölladeigi, kökuform og uppskrift að jólasmákökum sem fjölskyldan bakar saman. Ef gefnir eru hlutir eða fatnaður má finna notað og velja eitthvað sem barnið vantar. Um að gera að nýta nytjamarkaði og loppuverslanir og svo getur verið sniðugt að skiptast á notuðum leikföngum eða öðru slíku við aðrar jólasveinafjölskyldur. Vinnustaðir geta komið upp jólasveinaborði þar sem er að finna hentuga notaða hluti, þú kemur með einn hlut og tekur annan. Matvara eins og mandarínur, framandi ávextir, piparkökur eða aðrar smákökur, drykkur og sælgæti á nammidögum er tilvalið. Ef velja á dót er sniðugt að kaupa kassa með einhverju sem hægt er að skipta í nokkrar gjafir eins og kubba eða púsluspil. Hluti af eftirvæntingunni er þá að bíða eftir næsta púsli. Auðvitað hafa jólasveinar það svo í huga að stilla skógjöfum í hóf svo ekki verði um erfiðan samanburð að ræða í skólanum eða leikskólanum. Fyrir umhverfisvæna jólasveina viljum við benda á eftirtaldar síður sem innihalda góð ráð og hugmyndir. Færni til framtíðar á Facebook www.landvernd.is www.graenskref.is Börnin okkar munu erfa landið/heiminn. Þau eiga það inni hjá okkur að skilja eins vel við og okkur er mögulegt svo við bætum ekki enn á þau krefjandi verkefni sem þau munu standa frammi fyrir á þessu sviði. Nóg er það nú samt. Sigríður Björk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri SAMFOK – samtaka foreldra grunnskólabarna í Reykjavík. Bryndís Jónsdóttir, sérfræðingur hjá Heimili og skóla – landssamtökum foreldra
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun