Skortur á því sem skiptir venjulegt fólk raunverulegu máli Samúel Karl Ólason og Heimir Már Pétursson skrifa 30. nóvember 2021 19:47 Drífa Snædal, forseti ASÍ, og Ásdís Kristjánsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri SA. Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir fagnaðarefni að ekki sé farið í „blóðugan niðurskurð“ í nýju fjárlagafrumvarpi. Hún segist hafa óttast það enda sé það iðulega gert á krepputímum þessum. Að öðru leyti sé „lítið að frétta“ úr fjárlögunum. „Það er ekki þessi stórsókn í húsnæðismálum sem við höfum kallað eftir, sem skiptir venjulegt fólk raunverulegu máli og talar mjög vel inn í kjarasamninganna. Við söknum þess,“ sagði Drífa í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún sagði ekkert umfram almenna íbúðakerfið í frumvarpinu og það sama sé upp á teningnum þegar komi að húsaleigubótum. Ásdís Kristjánsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sagði fjárlagafrumvarpið til marks að Íslendingum væri að vegna betur. Atvinnulífið væri að leggja grunn að sterkari stöðu ríkissjóðs. „Það breytir þó ekki því að það eru stórar áskoranir fram undan. Þrátt fyrir batnandi afkomu þá erum við að sjá gríðarlegan hallarekstur á ríkissjóði og við þurfum að finna leiðir til að brúa þennan hallarekstur,“ sagði Ásdís. Hún sagði SA hafa heyrt af því að stjórnvöld ætli að vaxa út úr vandanum en forsenda þess sé öflugt atvinnulíf. Því þyrfti að leggja áherslu á að bæta rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja og skapa skilyrði til að lækka mögulega skatta. Aðspurðar hvort fylkingar þeirra beggja yrðu við kalli fjármálaráðherra um hóflegar kjaraviðræður, sagði Drífa að ASÍ legði í fyrsta lagi alltaf fram ábyrgar kröfur í kjarasamningaviðræðum. „En það fer mjög vel eftir því hvernig tilfærslukerfin verða, húsnæðismálin sérstaklega, heilbrigðismálin og öll þessi mál sem snerta raunverulegt líf fólks,“ sagði Drífa. Ásdís sagði að SA myndi „að sjálfsögðu verða við kallinu“. „Við finnum það öll á eigin skinni hve gríðarleg kjarabót er fólgin í því að búa við lága vexti,“ sagði Ásdís. Hún sagði að þess vegna skipti ábyrg hagstjórn öllu máli. Þar skiptu aðilar vinnumarkaðarins miklu máli. Fjárlagafrumvarp 2022 Kjaramál Húsnæðismál Heilbrigðismál Efnahagsmál Tengdar fréttir Allir leggist á eitt í baráttu við verðbólgu Fjármálaráðherra segir mikilvægt að aðilar vinnumarkaðarins leggist á eitt með Seðlabankanum og stjórnvöldum í að koma verðbólgunni niður. Hagur eldri borgara og öryrkja verði bættur á næsta ári og stefnt að nýjum samningum um þeirra kjör. 30. nóvember 2021 19:20 Telur hljóð og mynd ekki fara saman Þingmaður Miðflokksins segir að á meðan uppbygging sé boðuð í samgöngumálum sé dregið úr fjárfestingu í málaflokknum. 30. nóvember 2021 19:01 Stjórnvöld boði stöðnun í nýju fjárlagafrumvarpi BSRB gagnrýnir nýtt fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar og segir það boða stöðnun í opinbera geiranum á sama tíma og blása þurfi til sóknar. 30. nóvember 2021 16:14 Hundrað milljónir aukalega í skatteftirlit Áætlað er að hundrað milljónir króna verði sett aukalega til þess að efla skattrannsóknir og skatteftirlit samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs. 30. nóvember 2021 14:03 Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Erlent Fleiri fréttir Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Sjá meira
„Það er ekki þessi stórsókn í húsnæðismálum sem við höfum kallað eftir, sem skiptir venjulegt fólk raunverulegu máli og talar mjög vel inn í kjarasamninganna. Við söknum þess,“ sagði Drífa í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún sagði ekkert umfram almenna íbúðakerfið í frumvarpinu og það sama sé upp á teningnum þegar komi að húsaleigubótum. Ásdís Kristjánsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sagði fjárlagafrumvarpið til marks að Íslendingum væri að vegna betur. Atvinnulífið væri að leggja grunn að sterkari stöðu ríkissjóðs. „Það breytir þó ekki því að það eru stórar áskoranir fram undan. Þrátt fyrir batnandi afkomu þá erum við að sjá gríðarlegan hallarekstur á ríkissjóði og við þurfum að finna leiðir til að brúa þennan hallarekstur,“ sagði Ásdís. Hún sagði SA hafa heyrt af því að stjórnvöld ætli að vaxa út úr vandanum en forsenda þess sé öflugt atvinnulíf. Því þyrfti að leggja áherslu á að bæta rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja og skapa skilyrði til að lækka mögulega skatta. Aðspurðar hvort fylkingar þeirra beggja yrðu við kalli fjármálaráðherra um hóflegar kjaraviðræður, sagði Drífa að ASÍ legði í fyrsta lagi alltaf fram ábyrgar kröfur í kjarasamningaviðræðum. „En það fer mjög vel eftir því hvernig tilfærslukerfin verða, húsnæðismálin sérstaklega, heilbrigðismálin og öll þessi mál sem snerta raunverulegt líf fólks,“ sagði Drífa. Ásdís sagði að SA myndi „að sjálfsögðu verða við kallinu“. „Við finnum það öll á eigin skinni hve gríðarleg kjarabót er fólgin í því að búa við lága vexti,“ sagði Ásdís. Hún sagði að þess vegna skipti ábyrg hagstjórn öllu máli. Þar skiptu aðilar vinnumarkaðarins miklu máli.
Fjárlagafrumvarp 2022 Kjaramál Húsnæðismál Heilbrigðismál Efnahagsmál Tengdar fréttir Allir leggist á eitt í baráttu við verðbólgu Fjármálaráðherra segir mikilvægt að aðilar vinnumarkaðarins leggist á eitt með Seðlabankanum og stjórnvöldum í að koma verðbólgunni niður. Hagur eldri borgara og öryrkja verði bættur á næsta ári og stefnt að nýjum samningum um þeirra kjör. 30. nóvember 2021 19:20 Telur hljóð og mynd ekki fara saman Þingmaður Miðflokksins segir að á meðan uppbygging sé boðuð í samgöngumálum sé dregið úr fjárfestingu í málaflokknum. 30. nóvember 2021 19:01 Stjórnvöld boði stöðnun í nýju fjárlagafrumvarpi BSRB gagnrýnir nýtt fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar og segir það boða stöðnun í opinbera geiranum á sama tíma og blása þurfi til sóknar. 30. nóvember 2021 16:14 Hundrað milljónir aukalega í skatteftirlit Áætlað er að hundrað milljónir króna verði sett aukalega til þess að efla skattrannsóknir og skatteftirlit samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs. 30. nóvember 2021 14:03 Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Erlent Fleiri fréttir Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Sjá meira
Allir leggist á eitt í baráttu við verðbólgu Fjármálaráðherra segir mikilvægt að aðilar vinnumarkaðarins leggist á eitt með Seðlabankanum og stjórnvöldum í að koma verðbólgunni niður. Hagur eldri borgara og öryrkja verði bættur á næsta ári og stefnt að nýjum samningum um þeirra kjör. 30. nóvember 2021 19:20
Telur hljóð og mynd ekki fara saman Þingmaður Miðflokksins segir að á meðan uppbygging sé boðuð í samgöngumálum sé dregið úr fjárfestingu í málaflokknum. 30. nóvember 2021 19:01
Stjórnvöld boði stöðnun í nýju fjárlagafrumvarpi BSRB gagnrýnir nýtt fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar og segir það boða stöðnun í opinbera geiranum á sama tíma og blása þurfi til sóknar. 30. nóvember 2021 16:14
Hundrað milljónir aukalega í skatteftirlit Áætlað er að hundrað milljónir króna verði sett aukalega til þess að efla skattrannsóknir og skatteftirlit samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs. 30. nóvember 2021 14:03