Eiginkona „þess stutta“ dæmd í þriggja ára fangelsi Kjartan Kjartansson skrifar 30. nóvember 2021 20:23 Emma Coronel þegar hún mætti í alríkisdóm í New York í febrúar árið 2019. AP/Mark Lennihan Emma Coronel Aispuro, eiginkona mexíkóska fíkniefnajöfursins Joaquín „þess stutta“ Guzmán var dæmd í þriggja ára fangelsi í Bandaríkjunum í dag. Hún játaði sig seka um að hafa aðstoðað Sinaloa-fíkniefnahringinn alræmda. Fyrir alríkisdómi í Washington-borg sagðist Coronel harma þann skaða sem hún kynni að hafa valdið og bað dómarann um að fyrirgefa sér. Saksóknarar fóru fram á fjögurra ára fangelsi yfir Coronel en sátt sem hún gerði við þá fól í sér að hún félst á að láta af hendi eina og hálfa milljón dollara, jafnvirði tæpra 196 milljóna króna. Coronel játaði sig seka um samsæri um dreifingu fíkniefna, peningaþvætti og viðskipti við Sinaloa-hringinn. Gekkst hún meðal annars við því að hafa verið sendiboði á milli Guzmán og Sinaloa-gengisins þegar foringinn var í fangelsi í Mexíkó árið 2014. Þannig hjálpaði hún eiginmanni sínum að sleppa úr fangelsi í gegnum neðanjarðargöng sem glæpagengið lét grafa að klefa hans. Guzmán var handtekinn aftur í janúar árið 2016 og framseldur til Bandaríkjanna ári síðar. Hann var sakfelldur fyrir fíkniefnasmygl, samsæri, mannrán, morð og fleiri glæpi og hlaut fyrir lífstíðarfangelsi í febrúar árið 2019. Giftist Guzmán ung að árum Coronel er 32 ára gömul fyrrverandi fegurðardís sem fæddist í Bandaríkjunum. Hún giftist glæpaforingjanum Guzmán þegar hún var átján ára gömul. Hún var handtekin við komuna til Bandaríkjanna í febrúar. Lögmaður Coronel sagði að hún hefði blandast inn í heim fíkniefnasmygls þegar hún var enn undir lögaldri og að hún verðskuldaði náð dómara, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Saksóknarar sögðu einnig að þó að afleiðingar gjörð Coronel hafi verið miklar hafi hlutur hennar í glæpum verið takmarkaður. Hún hafi fyrst og fremst beitt sér í þágu eiginmanns síns. Eftir að hún var handtekin hafi húin fljótt axlað ábyrgð á glæpum sínum. Dómarinn sagðist hafa tekið tillit til aðstæðna Coronel og sögu þegar hann ákvað refsingu hennar, þar á meðal að hún væri nú ein með tvíbura þeirra Guzmán þar sem hann afplánar lífstíðardóm. Mexíkó Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Eiginkona El Chapo handtekin í Bandaríkjunum Emma Coronel Aispuro, eiginkona hins mexíkóska eiturlyfjabaróns, Joaquín Guzmán, betur þekktur sem El Chapo, var handtekin í Virginíu í Bandaríkjunum í gær. Hún er grunuð um aðild að skipulögðu, alþjóðlegu eiturlyfjasmygli. 23. febrúar 2021 07:40 El Chapo í lífstíðarfangelsi Einn alræmdasti fíkniefnasmyglari heims, fyrrverandi leiðtogi Sinaloa-hringsins, Joaquin "El Chapo“ Guzmán, var í dag dæmdur til lífstíðar fangelsisvistar í Bandaríkjunum. 17. júlí 2019 15:45 Mest lesið Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Fleiri fréttir Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Sjá meira
Fyrir alríkisdómi í Washington-borg sagðist Coronel harma þann skaða sem hún kynni að hafa valdið og bað dómarann um að fyrirgefa sér. Saksóknarar fóru fram á fjögurra ára fangelsi yfir Coronel en sátt sem hún gerði við þá fól í sér að hún félst á að láta af hendi eina og hálfa milljón dollara, jafnvirði tæpra 196 milljóna króna. Coronel játaði sig seka um samsæri um dreifingu fíkniefna, peningaþvætti og viðskipti við Sinaloa-hringinn. Gekkst hún meðal annars við því að hafa verið sendiboði á milli Guzmán og Sinaloa-gengisins þegar foringinn var í fangelsi í Mexíkó árið 2014. Þannig hjálpaði hún eiginmanni sínum að sleppa úr fangelsi í gegnum neðanjarðargöng sem glæpagengið lét grafa að klefa hans. Guzmán var handtekinn aftur í janúar árið 2016 og framseldur til Bandaríkjanna ári síðar. Hann var sakfelldur fyrir fíkniefnasmygl, samsæri, mannrán, morð og fleiri glæpi og hlaut fyrir lífstíðarfangelsi í febrúar árið 2019. Giftist Guzmán ung að árum Coronel er 32 ára gömul fyrrverandi fegurðardís sem fæddist í Bandaríkjunum. Hún giftist glæpaforingjanum Guzmán þegar hún var átján ára gömul. Hún var handtekin við komuna til Bandaríkjanna í febrúar. Lögmaður Coronel sagði að hún hefði blandast inn í heim fíkniefnasmygls þegar hún var enn undir lögaldri og að hún verðskuldaði náð dómara, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Saksóknarar sögðu einnig að þó að afleiðingar gjörð Coronel hafi verið miklar hafi hlutur hennar í glæpum verið takmarkaður. Hún hafi fyrst og fremst beitt sér í þágu eiginmanns síns. Eftir að hún var handtekin hafi húin fljótt axlað ábyrgð á glæpum sínum. Dómarinn sagðist hafa tekið tillit til aðstæðna Coronel og sögu þegar hann ákvað refsingu hennar, þar á meðal að hún væri nú ein með tvíbura þeirra Guzmán þar sem hann afplánar lífstíðardóm.
Mexíkó Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Eiginkona El Chapo handtekin í Bandaríkjunum Emma Coronel Aispuro, eiginkona hins mexíkóska eiturlyfjabaróns, Joaquín Guzmán, betur þekktur sem El Chapo, var handtekin í Virginíu í Bandaríkjunum í gær. Hún er grunuð um aðild að skipulögðu, alþjóðlegu eiturlyfjasmygli. 23. febrúar 2021 07:40 El Chapo í lífstíðarfangelsi Einn alræmdasti fíkniefnasmyglari heims, fyrrverandi leiðtogi Sinaloa-hringsins, Joaquin "El Chapo“ Guzmán, var í dag dæmdur til lífstíðar fangelsisvistar í Bandaríkjunum. 17. júlí 2019 15:45 Mest lesið Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Fleiri fréttir Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Sjá meira
Eiginkona El Chapo handtekin í Bandaríkjunum Emma Coronel Aispuro, eiginkona hins mexíkóska eiturlyfjabaróns, Joaquín Guzmán, betur þekktur sem El Chapo, var handtekin í Virginíu í Bandaríkjunum í gær. Hún er grunuð um aðild að skipulögðu, alþjóðlegu eiturlyfjasmygli. 23. febrúar 2021 07:40
El Chapo í lífstíðarfangelsi Einn alræmdasti fíkniefnasmyglari heims, fyrrverandi leiðtogi Sinaloa-hringsins, Joaquin "El Chapo“ Guzmán, var í dag dæmdur til lífstíðar fangelsisvistar í Bandaríkjunum. 17. júlí 2019 15:45