Minnir þingmeirihlutann á hverfulleika lífsins Heimir Már Pétursson skrifar 1. desember 2021 11:52 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir starfsaldursforseti Alþingis horfir til almættisins og minnir núverandi meirihluta þingsins á hverfulleika lífsins. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flytur fyrstu stefnuræðu nýrrar ríkisstjórnar á Alþingi í kvöld þegar hundrað og þrjú ár eru liðin frá því Ísland varð fullvalda ríki. Kosið verður í forsætisnefnd, aðrar fastanefndir og alþjóðanefndir þingsins eftir hádegi. Þingsetningarfundur Alþingis hefur staðið óvenju lengi eða frá því forseti Íslands setti þingið á þriðjudag fyrir viku. Ástæðan er að leggja verður fram fjárlagafrumvarp á fyrsta þingfundi en frumvarpið kom ekki fram fyrr en í gær. Þingstörf töfðust eins og kunnugt er vegna starfa kjörbréfanefndar. Í dag lýkur fyrsta þingfundi þegar kosið verður í embætti forseta Alþingis, í forsætisnefnd þingsins, aðrar fastanefndir og alþjóðanefndir. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir starfsaldursforseti þingsins og formaður Viðreisnar hefur stýrt fundum þingsins frá því það koma saman. Þeim störfum líkur þegar þingið tekur loks að fullu til starfa á fullveldisdaginn 1. desember. „Mér finnst það nokkuð viðeigandi að við erum í dag að sjá fram á að þingið geti hafið störf,“ segir Þorgerður Katrín. Samkomulag er um það milli stjórnarflokkanna að Sjálfstæðisflokkurinn tilnefni Birgi Ármannsson í embætti forseta Alþingis sem hann verður að öllum líkindum kosinn í eftir hádegi.Vísir/Vilhelm Eftir að Birgir Ármannsson sem er tilnefndur í embætti forseta hefur verið kosinn ásamt sex varaforsetum í forsætisnefnd og aðrir þingmenn í fastanefndir verður samkvæmt hefð dregið um hvar í þingsalnum þingmenn munu sitja. Eiginlegar þingumræður verða hins vegar ekki á þessum fundi fyrr en í kvöld þegar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flytur fimmtu stefnuræðu sína en þá fyrstu fyrir þá ríkisstjórn sem tók við völdum á Bessastöðum á sunnudag. Þorgerður Katrín segir mikilvægt að meirihlutinn á Alþingi hafi í huga að þingmeirihlutar komi og fari. Það lá vel á Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra þegar Alþingi kom loks saman hinn 23. nóvember.Vísir/Vilhelm „Miklu skiptir að löggjafarvaldið geti á hverjum tíma sinnt sínu hlutverki af krafti. Eftirlits- og aðhaldshlutverki með framkvæmdavaldinu og sinnt löggjafarstörfum. Þess vegna er fagnaðarefni að við séum að koma saman í dag eftir allan þennan biðtíma eftir því að þing geti komið saman,“ segir starfandi forseti Alþingis. Frá og með umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra hefst alvaran á þingi. Þorgerður Katrín segir umhugsunarefni hvernig meirihlutinn hafi umgengist þingið á undanförnum vikum og mánuðum. „Það verða eflaust fluttar kjarnyrtar ræður í kvöld og verður ávísun á það sem koma skal. Mér sýnist nú á öllu að ríkisstjórnin muni ekki fá neina hveitibrauðsdaga. Enda er þetta bara gamla ríkisstjórnin,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Alþingiskosningar 2021 Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Bjarni kynnti fjárlagafrumvarp og nýja fjármálastefnu Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnir fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár og fjámálastefnu fyrir árin 2022 til 2026 á fréttamannafundi klukkan 9. 30. nóvember 2021 08:22 Fyrst verða greidd atkvæði um tillögu Pírata um nýjar alþingiskosningar Þingmenn munu fyrst greiða atkvæði um tillögu Pírata í kjörbréfamálinu um að ekkert þeirra kjörbréfa sem Landskjörstjórn gaf út að loknum kosningum verði staðfest. Þrjár tillögur verða lagðar fyrir þingfund í dag þar sem meirihluti kjörbréfanefndar leggur til að öll kjörbréfin verði staðfest. 25. nóvember 2021 12:01 Vonar að nýju þingi takist betur til við stjórnarskrárbreytingar Forseti Íslands vonar að nýju þingi takist betur til við breytingar á stjórnarskránni en á síðasta kjörtímabili. Meirihluti fulltrúa Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Flokks fólksins í kjörbréfanefnd leggur til að öll kjörbréf sem Landskjörstjórn gaf út að lokinni endurtalningu í Norðvesturkjördæmi verði samþykkt. 23. nóvember 2021 18:09 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Innlent Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Að minnsta kosti 24 látnir Erlent Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Innlent Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Fleiri fréttir Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Sjá meira
Þingsetningarfundur Alþingis hefur staðið óvenju lengi eða frá því forseti Íslands setti þingið á þriðjudag fyrir viku. Ástæðan er að leggja verður fram fjárlagafrumvarp á fyrsta þingfundi en frumvarpið kom ekki fram fyrr en í gær. Þingstörf töfðust eins og kunnugt er vegna starfa kjörbréfanefndar. Í dag lýkur fyrsta þingfundi þegar kosið verður í embætti forseta Alþingis, í forsætisnefnd þingsins, aðrar fastanefndir og alþjóðanefndir. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir starfsaldursforseti þingsins og formaður Viðreisnar hefur stýrt fundum þingsins frá því það koma saman. Þeim störfum líkur þegar þingið tekur loks að fullu til starfa á fullveldisdaginn 1. desember. „Mér finnst það nokkuð viðeigandi að við erum í dag að sjá fram á að þingið geti hafið störf,“ segir Þorgerður Katrín. Samkomulag er um það milli stjórnarflokkanna að Sjálfstæðisflokkurinn tilnefni Birgi Ármannsson í embætti forseta Alþingis sem hann verður að öllum líkindum kosinn í eftir hádegi.Vísir/Vilhelm Eftir að Birgir Ármannsson sem er tilnefndur í embætti forseta hefur verið kosinn ásamt sex varaforsetum í forsætisnefnd og aðrir þingmenn í fastanefndir verður samkvæmt hefð dregið um hvar í þingsalnum þingmenn munu sitja. Eiginlegar þingumræður verða hins vegar ekki á þessum fundi fyrr en í kvöld þegar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flytur fimmtu stefnuræðu sína en þá fyrstu fyrir þá ríkisstjórn sem tók við völdum á Bessastöðum á sunnudag. Þorgerður Katrín segir mikilvægt að meirihlutinn á Alþingi hafi í huga að þingmeirihlutar komi og fari. Það lá vel á Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra þegar Alþingi kom loks saman hinn 23. nóvember.Vísir/Vilhelm „Miklu skiptir að löggjafarvaldið geti á hverjum tíma sinnt sínu hlutverki af krafti. Eftirlits- og aðhaldshlutverki með framkvæmdavaldinu og sinnt löggjafarstörfum. Þess vegna er fagnaðarefni að við séum að koma saman í dag eftir allan þennan biðtíma eftir því að þing geti komið saman,“ segir starfandi forseti Alþingis. Frá og með umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra hefst alvaran á þingi. Þorgerður Katrín segir umhugsunarefni hvernig meirihlutinn hafi umgengist þingið á undanförnum vikum og mánuðum. „Það verða eflaust fluttar kjarnyrtar ræður í kvöld og verður ávísun á það sem koma skal. Mér sýnist nú á öllu að ríkisstjórnin muni ekki fá neina hveitibrauðsdaga. Enda er þetta bara gamla ríkisstjórnin,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.
Alþingiskosningar 2021 Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Bjarni kynnti fjárlagafrumvarp og nýja fjármálastefnu Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnir fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár og fjámálastefnu fyrir árin 2022 til 2026 á fréttamannafundi klukkan 9. 30. nóvember 2021 08:22 Fyrst verða greidd atkvæði um tillögu Pírata um nýjar alþingiskosningar Þingmenn munu fyrst greiða atkvæði um tillögu Pírata í kjörbréfamálinu um að ekkert þeirra kjörbréfa sem Landskjörstjórn gaf út að loknum kosningum verði staðfest. Þrjár tillögur verða lagðar fyrir þingfund í dag þar sem meirihluti kjörbréfanefndar leggur til að öll kjörbréfin verði staðfest. 25. nóvember 2021 12:01 Vonar að nýju þingi takist betur til við stjórnarskrárbreytingar Forseti Íslands vonar að nýju þingi takist betur til við breytingar á stjórnarskránni en á síðasta kjörtímabili. Meirihluti fulltrúa Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Flokks fólksins í kjörbréfanefnd leggur til að öll kjörbréf sem Landskjörstjórn gaf út að lokinni endurtalningu í Norðvesturkjördæmi verði samþykkt. 23. nóvember 2021 18:09 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Innlent Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Að minnsta kosti 24 látnir Erlent Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Innlent Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Fleiri fréttir Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Sjá meira
Bjarni kynnti fjárlagafrumvarp og nýja fjármálastefnu Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnir fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár og fjámálastefnu fyrir árin 2022 til 2026 á fréttamannafundi klukkan 9. 30. nóvember 2021 08:22
Fyrst verða greidd atkvæði um tillögu Pírata um nýjar alþingiskosningar Þingmenn munu fyrst greiða atkvæði um tillögu Pírata í kjörbréfamálinu um að ekkert þeirra kjörbréfa sem Landskjörstjórn gaf út að loknum kosningum verði staðfest. Þrjár tillögur verða lagðar fyrir þingfund í dag þar sem meirihluti kjörbréfanefndar leggur til að öll kjörbréfin verði staðfest. 25. nóvember 2021 12:01
Vonar að nýju þingi takist betur til við stjórnarskrárbreytingar Forseti Íslands vonar að nýju þingi takist betur til við breytingar á stjórnarskránni en á síðasta kjörtímabili. Meirihluti fulltrúa Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Flokks fólksins í kjörbréfanefnd leggur til að öll kjörbréf sem Landskjörstjórn gaf út að lokinni endurtalningu í Norðvesturkjördæmi verði samþykkt. 23. nóvember 2021 18:09